Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 26
FÓLK|HELGIN
Samtök ungra bænda standa fyrir keppninni. „Þau voru stofnuð árið 2009 til að berj-
ast fyrir málefnum sem brenna á
ungum bændum á borð við nýliðun,
en það er oft erfitt fyrir ungt fólk
að komast að í landbúnaði,“ segir
Ástvaldur Lárusson, varaformaður
samtakanna og formaður Lands-
hlutafélags Vesturlands og Vest-
fjarða. Hann segir
tilgang keppn-
innar tvískiptan.
„Annars vegar
að vekja athygli
á samtökunum
og hins vegar að
hafa gaman, en
það er líka nauð-
synlegt.“
Til keppninnar mæta fjögurra
manna lið frá hverjum landsfjórð-
ungi, tveir strákar og tvær stelpur
í hverju liði. „Svo er líka einstak-
lingskeppni þar sem einn fulltrúi
kemur úr hverjum fjórðungi,“ segir
Ástvaldur.
Keppnin sjálf er byggð upp sem
nokkurs konar þrautabraut með
bændaívafi. „Það verður til dæmis
keppt í rakstri þar sem keppendur
raka saman heyi og bera á fyrir-
fram ákveðinn stað. Þá stökkvum
við yfir og undir girðingar og hvert
lið keppir í því að velta heyrúllu
ákveðna leið og svo þarf allt liðið
að enda uppi á rúllunni,“ lýsir hann
glaður. Og hvað er í verðlaun? „Lið-
ið sem vinnur fær að eiga hrífurnar
úr keppninni og svo ýmis gjafabréf
og íslenskan bjór.“
Keppnin er í ár er haldin í
tengslum við hátíðina Kátt í Kjós og
munu ungu bændurnir etja kappi
klukkan 14 í dag við Félagsgarð. Að
lokinni keppni munu bændur fram-
tíðarinnar gera sér glaðan dag með
grillveislu og balli.
UNGIR BÆNDUR KEPPA Í KJÓS
KEPPNI Ungi bóndi ársins er árleg keppni sem í ár fer fram samhliða hátíðinni Kátt í Kjós. Keppnin hefst klukkan 14 í dag.
RISARÚLLA Ein þrautin snýst um að ýta mörg hundruð kílóa heyrúllu á milli staða.
NÁKVÆMNI Ungir bændur þurfa að búa yfir margs konar hæfileikum.LIPUR Stokkið verður yfir og undir girðingar.
Mjög heilbrigð og góð stemning mun ríkja á Laugalandi í Holtum um verslunarmanna-helgina þegar árleg Edrúhátíð verður
haldin þar. Hátíðin hefur vaxið að umfangi undan-
farin ár og verður hátíðin í ár sú glæsilegasta
að sögn Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmda-
stjóra Edrúhátíðarinnar. Hann segir hátíðina vera
alvöru edrúhátíð þar sem fólk á öllum aldri hittist
og skemmtir sér saman um þessa stærstu ferða-
mannahelgi ársins. „Þessi hátíð hefur verið haldin
í nær þrjá áratugi. Fyrstu árin var hún haldin að
Staðarfelli þar sem SÁÁ rekur meðferðarheimili,
síðar á Hlöðum í Hvalfirði en síðustu tvö árin
höfum við haldið hana á Laugalandi í Holtum.“
Dagskráin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin
ár og er hún sérstaklega glæsileg í ár að sögn Rún-
ars. „Fólk er að átta sig á því að þetta er ekki bara
alkasamfélagið að koma saman heldur líka fullt af
fólki sem vill einfaldlega sjá börnin sín í öruggu
umhverfi þar sem enginn er fullur eða í annarlegu
ástandi. Svo mætir hingað fólk sem stundar ein-
faldlega áfengislausan lífsstíl og finnst bara gaman
að vera allsgáð. Svo er þetta auðvitað frábær há-
tíð fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra.“
Fjölbreytt skemmtiatriði verða í boði fyrir alla
aldurshópa. „Það verða mörg frábær tónlitarat-
riði. Meðal annars koma fram KK og Maggi Eiríks,
Dimma, Sísý Ey og Benni Hemm Hemm. Íþrótta-
álfurinn mætir í heimsókn og leikhópurinn Lotta
sýnir hina vinsælu Hróa hattar sýningu sína auk
þess sem Sniglabandið stýrir barnaballi og svo
stóru balli á laugardagskvöldinu. Boðið verður
upp á leiksýningar, íþróttamót, hugleiðslu, nudd,
spákonu, söngvakeppni fyrir börnin og fjölmargt
annað. Að sjálfsögðu verður boðið upp á brennu
og brekkusöng og raunar verður stanslaust pró-
gramm í gangi frá morgni til kvölds.“
Hann segir frábæra stemningu ríkja á hátíð-
inni. „Hún er hreint út sagt frábær. Ég hef farið á
margar útihátíðir á mínum yngri árum en þessi
hátíð toppar allt. Hér er svo falleg stemning þar
sem allir eru allsgáðir og glaðir og því lítil hætta á
leiðindum.“
Rúnar nefnir sérstaklega tvo viðburði sem vafa-
laust eigi eftir að slá í gegn. „Edda Björgvinsdóttir
heldur fyrirlestur sem er eiginlega meira í ætt
við uppistand og Þorsteinn Guðmundsson stýrir
brandarabingói þar sem blandað er saman hefð-
bundnu bingói og uppistandi.“
Hann segir aðstöðuna á Laugalandi vera frá-
bæra. „Hér höfum við íþróttahús, skóla og sund-
laug þannig að ef veður er ekki gott getum við
haldið stóran hluta dagskrárinnar innanhúss. Hér
er einnig stórt og mikið tjaldstæði og gott íþrótta-
svæði og falleg náttúra. Við munum líka bjóða upp
á veitingasölu yfir hátíðina þar sem seldur verður
góður matur á sanngjörnu verði.“
Aðgangseyrir alla helgina er aðeins 6.000 kr. á
mann og frítt er fyrir 14 ára og yngri. „Við bjóðum
einnig upp á vinsæla dagspassa á aðeins 2.500
kr. en það er aðeins klukkutíma akstur hingað frá
höfuðborgarsvæðinu.“
Nánari upplýsingar má finna á www.saa.is.
EDRÚHÁTÍÐ FYRIR
ALLS KONAR FÓLK
SÁÁ KYNNIR Fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri verður í boði á árlegri
Edrúhátíð næstu verslunarmannahelgi. Dagspassar eru í boði um helgina.
LEIK-
SÝNING
Leik-
hópurinn
Lotta flytur
vinsæla sýn-
ingu sína.
MYND/VILHELM
REYNSLU-
BOLTAR
KK og
Magnús
Eiríksson
spila á
Edrúhátíð-
inni.
MYND/VILHELM
GÓÐ
STEMNING
Dagskráin
verður sér-
staklega
glæsileg í
ár að sögn
Rúnars
Freys Gísla-
sonar, fram-
kvæmda-
stjóra
hátíðarinnar.
MYND/STEFÁN
ÁSTVALDUR
LÁRUSSON
STERKUR Ekki sakar að hafa krafta í kögglum.