Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN Samtök ungra bænda standa fyrir keppninni. „Þau voru stofnuð árið 2009 til að berj- ast fyrir málefnum sem brenna á ungum bændum á borð við nýliðun, en það er oft erfitt fyrir ungt fólk að komast að í landbúnaði,“ segir Ástvaldur Lárusson, varaformaður samtakanna og formaður Lands- hlutafélags Vesturlands og Vest- fjarða. Hann segir tilgang keppn- innar tvískiptan. „Annars vegar að vekja athygli á samtökunum og hins vegar að hafa gaman, en það er líka nauð- synlegt.“ Til keppninnar mæta fjögurra manna lið frá hverjum landsfjórð- ungi, tveir strákar og tvær stelpur í hverju liði. „Svo er líka einstak- lingskeppni þar sem einn fulltrúi kemur úr hverjum fjórðungi,“ segir Ástvaldur. Keppnin sjálf er byggð upp sem nokkurs konar þrautabraut með bændaívafi. „Það verður til dæmis keppt í rakstri þar sem keppendur raka saman heyi og bera á fyrir- fram ákveðinn stað. Þá stökkvum við yfir og undir girðingar og hvert lið keppir í því að velta heyrúllu ákveðna leið og svo þarf allt liðið að enda uppi á rúllunni,“ lýsir hann glaður. Og hvað er í verðlaun? „Lið- ið sem vinnur fær að eiga hrífurnar úr keppninni og svo ýmis gjafabréf og íslenskan bjór.“ Keppnin er í ár er haldin í tengslum við hátíðina Kátt í Kjós og munu ungu bændurnir etja kappi klukkan 14 í dag við Félagsgarð. Að lokinni keppni munu bændur fram- tíðarinnar gera sér glaðan dag með grillveislu og balli. UNGIR BÆNDUR KEPPA Í KJÓS KEPPNI Ungi bóndi ársins er árleg keppni sem í ár fer fram samhliða hátíðinni Kátt í Kjós. Keppnin hefst klukkan 14 í dag. RISARÚLLA Ein þrautin snýst um að ýta mörg hundruð kílóa heyrúllu á milli staða. NÁKVÆMNI Ungir bændur þurfa að búa yfir margs konar hæfileikum.LIPUR Stokkið verður yfir og undir girðingar. Mjög heilbrigð og góð stemning mun ríkja á Laugalandi í Holtum um verslunarmanna-helgina þegar árleg Edrúhátíð verður haldin þar. Hátíðin hefur vaxið að umfangi undan- farin ár og verður hátíðin í ár sú glæsilegasta að sögn Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmda- stjóra Edrúhátíðarinnar. Hann segir hátíðina vera alvöru edrúhátíð þar sem fólk á öllum aldri hittist og skemmtir sér saman um þessa stærstu ferða- mannahelgi ársins. „Þessi hátíð hefur verið haldin í nær þrjá áratugi. Fyrstu árin var hún haldin að Staðarfelli þar sem SÁÁ rekur meðferðarheimili, síðar á Hlöðum í Hvalfirði en síðustu tvö árin höfum við haldið hana á Laugalandi í Holtum.“ Dagskráin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er hún sérstaklega glæsileg í ár að sögn Rún- ars. „Fólk er að átta sig á því að þetta er ekki bara alkasamfélagið að koma saman heldur líka fullt af fólki sem vill einfaldlega sjá börnin sín í öruggu umhverfi þar sem enginn er fullur eða í annarlegu ástandi. Svo mætir hingað fólk sem stundar ein- faldlega áfengislausan lífsstíl og finnst bara gaman að vera allsgáð. Svo er þetta auðvitað frábær há- tíð fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra.“ Fjölbreytt skemmtiatriði verða í boði fyrir alla aldurshópa. „Það verða mörg frábær tónlitarat- riði. Meðal annars koma fram KK og Maggi Eiríks, Dimma, Sísý Ey og Benni Hemm Hemm. Íþrótta- álfurinn mætir í heimsókn og leikhópurinn Lotta sýnir hina vinsælu Hróa hattar sýningu sína auk þess sem Sniglabandið stýrir barnaballi og svo stóru balli á laugardagskvöldinu. Boðið verður upp á leiksýningar, íþróttamót, hugleiðslu, nudd, spákonu, söngvakeppni fyrir börnin og fjölmargt annað. Að sjálfsögðu verður boðið upp á brennu og brekkusöng og raunar verður stanslaust pró- gramm í gangi frá morgni til kvölds.“ Hann segir frábæra stemningu ríkja á hátíð- inni. „Hún er hreint út sagt frábær. Ég hef farið á margar útihátíðir á mínum yngri árum en þessi hátíð toppar allt. Hér er svo falleg stemning þar sem allir eru allsgáðir og glaðir og því lítil hætta á leiðindum.“ Rúnar nefnir sérstaklega tvo viðburði sem vafa- laust eigi eftir að slá í gegn. „Edda Björgvinsdóttir heldur fyrirlestur sem er eiginlega meira í ætt við uppistand og Þorsteinn Guðmundsson stýrir brandarabingói þar sem blandað er saman hefð- bundnu bingói og uppistandi.“ Hann segir aðstöðuna á Laugalandi vera frá- bæra. „Hér höfum við íþróttahús, skóla og sund- laug þannig að ef veður er ekki gott getum við haldið stóran hluta dagskrárinnar innanhúss. Hér er einnig stórt og mikið tjaldstæði og gott íþrótta- svæði og falleg náttúra. Við munum líka bjóða upp á veitingasölu yfir hátíðina þar sem seldur verður góður matur á sanngjörnu verði.“ Aðgangseyrir alla helgina er aðeins 6.000 kr. á mann og frítt er fyrir 14 ára og yngri. „Við bjóðum einnig upp á vinsæla dagspassa á aðeins 2.500 kr. en það er aðeins klukkutíma akstur hingað frá höfuðborgarsvæðinu.“ Nánari upplýsingar má finna á www.saa.is. EDRÚHÁTÍÐ FYRIR ALLS KONAR FÓLK SÁÁ KYNNIR Fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri verður í boði á árlegri Edrúhátíð næstu verslunarmannahelgi. Dagspassar eru í boði um helgina. LEIK- SÝNING Leik- hópurinn Lotta flytur vinsæla sýn- ingu sína. MYND/VILHELM REYNSLU- BOLTAR KK og Magnús Eiríksson spila á Edrúhátíð- inni. MYND/VILHELM GÓÐ STEMNING Dagskráin verður sér- staklega glæsileg í ár að sögn Rúnars Freys Gísla- sonar, fram- kvæmda- stjóra hátíðarinnar. MYND/STEFÁN ÁSTVALDUR LÁRUSSON STERKUR Ekki sakar að hafa krafta í kögglum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.