Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 22
FÓLK|HEILSA
Endurtekin bakverkjaköst eru algeng en sjaldnast mjög hamlandi og aðeins
lítill hluti fólks þróar með sér
langvarandi bakvandamál sem
hamla því í daglegu lífi,“ segir dr.
Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari
og Ph.D. í líf- og læknavísindum.
Harpa hefur kennt bakleikfimi
síðastliðin 25 ár og er aðjunkt
við Háskóla Íslands og Univers-
ity of St. Augustine í Flórída og
Kaliforníu.
„Rannsóknir sýna að þegar
einstaklingur fær bakverk í fyrsta
sinn er gagnlegt að fá einfaldar
leiðbeiningar til að draga úr
verkjum og minnka líkur á að fá
í bakið seinna. Fyrstu dagana
er ráðlegt að forðast athafnir
sem auka verkinn en það flýtir
fyrir bata að snúa sem fyrst til
daglegra athafna, vinnu og tóm-
stunda. Mikilvægt er að það
gerist smám saman til að minnka
hættu á auknum verkjum og
hömlum,“ upplýsir Harpa.
Hún segir langa hvíld og rúm-
legu seinka bata.
„Hreyfingarleysi og einhæft
álag er algengasta ástæða þess
að bakverkir verða langvarandi
og hamlandi. Þó er einnig algengt
að fólk yfirkeyri sig og geri of
mikið of snemma. Ef við ofgerum
okkur og hættum ekki fyrr en
verkurinn er orðinn óbærilegur
verðum við í kjölfarið að hvíla
okkur og gera minna. Þegar verk-
urinn minnkar förum við svo aft-
ur af stað og ofgerum okkur á ný.
Í hvert skipti sem við ofgerum
okkur er líklegra að við forðumst
að gera það sem olli verkjum og
haldi þessi þróun áfram minnkar
virkni okkar með tímanum.“
SAMHLJÓMUR VÖÐVA MIKILVÆGUR
Ef sveigjur í hrygg eru óeðlilega
miklar eða of litlar veldur það
óeðlilegu álagi á hrygginn.
„Mjaðmagrind og hryggjarliðir
þurfa að vera sem mest í mið-
stöðu við daglegar athafnir til að
álag á hrygginn sé sem jákvæð-
ast. Einnig þarf að ríkja jafnvægi
og samræmi á vinnu vöðvanna
sem styðja við hryggsúluna. Ef
við hugsum vöðvana eins og
hljóðfæri í hljómsveit þarf hver
vöðvi að geta spennst og slaknað
á réttu augnabliki, spennan þarf
að vera hæfilega mikil og geta
haldist í ákveðinn tíma til að
góður samhljómur verði,“ segir
Harpa.
Margir tengja bakverki við
lotna líkamsstöðu og telja besta
ráðið við bakverkjum að hafa bak-
ið beint og halda kviðnum inni.
„Það veldur hins vegar aukinni
vöðvaspennu í hrygg og truflar
eðlilega stöðu og hreyfingar baks.
Aukinn þrýstingur og samþjöpp-
un á sér stað í hryggnum og nær-
ingarflæði til vefja minnkar. Til
að átta sig á hvernig slík vöðva-
spenna hefur áhrif á liði má prófa
að hreyfa úlnlið í hringi með
slaka fingur. Kreppið svo hnefann
og haldið honum krepptum um
leið og hreyfingin er endurtekin.
Rannsóknir sýna að fólk með
langvarandi bakverki hefur ekki
minnkaðan styrk í bolvöðvum.
Vöðvarnir spennast hins vegar
óeðlilega mikið og á röngum tíma
auk þess sem þeir ná ekki eðli-
legri slökun samanborið við þá
sem hafa ekki bakverki.“
HREYFING DREGUR ÚR VERKJUM
Algengt er að fólk með langvar-
andi bakverki hætti að hreyfa
sig eðlilega og verði hrætt við
athafnir eins og að beygja sig
eftir hlutum.
„Á meðan það er eðlilegt að
fara varlega fyrstu dagana er
mikilvægt að hreyfingar verði
sem fyrst eðlilegar og fólk beygi
sig ekki eins og það sé að lyfta
þungum hlut þegar lyft er léttu.
Hræðsla við verkinn eykur
vöðvaspennu í baki og eykur um
leið líkur á hann finnist aftur,“
segir Harpa.
Margir haldi að því meiri sem
bakverkir eru því meiri skaði hafi
orðið á hryggnum.
„Það þarf hins vegar alls
ekki að vera. Fólk með svipuð
bakvandamál getur fundið fyrir
mismunandi miklum sársauka.
Magn sársauka getur farið eftir
ýmsu, til dæmis við hvaða að-
stæður verkurinn byrjaði, fyrri
reynslu af verkjum, hræðslu,
líkamsástandi, streitu og viðhorfi
til verkja. Hafi einstaklingur bak-
verki getur verið að taugar sem
senda taugaboð um verkinn séu
hlutfallslega virkari hjá honum
en öðru fólki. Það getur leitt til
þess að hann finni fyrir meiri
sársauka þegar hann hreyfir sig
eða reynir að gera eitthvað þótt
hann sé ekki að meiða hrygginn.“
Í slíkum tilfellum segir Harpa
hreyfingu og æfingar bestu
leiðina til að draga úr verkjum og
hömlun.
„Hins vegar er mikilvægt
að byrja rólega og auka álagið
smám saman. Ef doðatilfinning
er á söðulsvæði, verkjaleiðni
niður í fótleggi og minnkaður
styrkur í fótleggjum er mikilvægt
að leita til læknis.“
FÆSTIR ÞURFA SKURÐAÐGERÐ
Að sögn Hörpu er myndgreining
(röntgen, segulómun eða sneið-
mynd) í flestum tilfellum óþörf
þar sem niðurstöður bæti ekki
meðferð nema hjá mjög litlum
hópi fólks.
„Samband á milli þess sem
sést á myndgreiningu og bak-
verkja er í mörgum tilfellum mjög
óljóst þar sem myndgreining hjá
þeim sem hafa aldrei haft bak-
verki getur sýnt slitbreytingar
og jafnvel brjósklos án þess að
einkenni séu til staðar. Skoðun
dugar yfirleitt til að greina þann
litla hóp fólks þar sem mynd-
greining er nauðsynleg.“
Segulómun er myndgreining
sem skurðlæknir þarf til að meta
hvort skurðaðgerð gæti komið
að gagni. Harpa segir örlítinn
hluta fólks með bakverki þurfa
í skurðaðgerð en að oftast sé
reynt að komast hjá skurðaðgerð
því henni geta fylgt aukaverkanir.
Langtímaárangur sé svipaður og
eftir sjúkraþjálfun og almenna
líkamsrækt.
„Flestir sem þjást af bakverkj-
um geta dregið úr einkennum
með því að hreyfa sig reglulega,
auka skilning sinn á orsök verkj-
anna og hvaða þættir geta valdið
því að verkirnir aukist eða fram-
kallist. Fræðsla er því mikilvæg-
asti þátturinn í því að hjálpa fólki
að halda áfram daglegu lífi án
þess að þurfa að fara í skurðað-
gerð. Einstaklingsmiðaðar leið-
beiningar skipta miklu þar sem
engir tveir einstaklingar eru eins
og ólíkar ástæður geta orsakað
bakverkina.“
Sjá nánar á www.bakleikfimi.is.
■ thordis@365.is
HEILRÆÐI VIÐ
BAKVERKJUM
HEILSA Flestir sem fá bakverki ná góðum bata án þess að lífsgæði þeirra
breytist verulega. Löng hvíld og rúmlega seinkar bata.
VÍSINDI Dr.
Harpa Helgadóttir
hefur í aldarfjórð-
ung kennt bak-
leikfimi. Hún segir
hreyfingarleysi og
einhæft álag vera
algengustu ástæðu
þess að bakverkir
verði langvarandi
og hamlandi.
MYND/DANÍEL
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Heilsu Qigong
5 helstu ástæður þess að iðka qigong
Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi
í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong,
sem merkir “nákvæmar æfingar”.
1. Aukin vellíðan og lífsþróttur
Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi,
jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról.
2. Dregur úr þrálátum sársauka
Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur
þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt.
3. Betra blóðstreymi
Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið
súrefnisflæði í líkamanum.
4. Dregur úr spennu
Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi.
Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi
og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð.
5. Byggir upp sjálfsvirðingu
Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega.
Skráning
í síma
553 8282
Lokaútsala
70% afsláttur
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Lokaútsala
70% afsláttur
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
ll dVer l i Bes un n a onna
r 38-58Stærði
Stærð r 38-52i
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja nemendur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Umsögn:
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð
vel undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu að kennslunni og
áttu þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og
ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er
og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og
fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila.
Námið gefur mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum