Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 30
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaþjónusta ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 20146
Vantar þig ítalskt
kaffihús á vinnustaðinn?
INNNES býður fjölbreytt úrval drykkjarlausna á vinnustaðinn.
www.kaffi.is
INNNES ehf.
Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sími 585 8585 • www.kaffi.is
Cellini kaffi, freyðandi fersk mjólkurblanda, ein snerting á skjá
og þú ert með ekta ítalskan Cappuccino í höndunum
Við hönnun vörumerkja þarf að hafa ýmislegt í huga. Vörumerkið þarf að vera
einfalt og eftirminnilegt en einnig
þarf það að standast tímans tönn.
„Einfaldleikinn er mjög mikilvæg-
ur þegar kemur að vörumerkjum,“
segir Kristín Agnarsdóttir, grafísk-
ur hönnuður. „Áður en lógó eru
hönnuð þarf að sjá notkun þeirra
fyrir. Þau þurfa að geta birst á mis-
munandi stöðum og þurfa stór
fyrirtæki að hafa þetta sérstaklega
í huga. Smærri fyrirtæki nota lógó-
in sín aðallega á heimasíðu sinni,
í haus reikninga, á nafnspjöldum
og kannski á fleiri stöðum en hjá
stærri fyrirtækjunum birtast þau í
alls kyns samhengi og í mismun-
andi miðlum.“
Kristín segir útlit vörumerkja
skapast að mörgu leyti af hlutverki
fyrirtækisins. „Það er mikilvægt
að hugmyndafræði fyrirtækisins
komi vel fram í lógói þess. Ef lógó
er vel heppnað eru mikil verðmæti
fólgin í því. Það eru til margar
góðar leiðir til að eyðileggja lógó
og ætti til dæmis ekki að hafa þau
of flókin. Það er ekki góð hugmynd
að hafa allt of marga liti í þeim og
alls ekki margar myndir. Ljós-
mynd á vörumerki væri til dæmis
afar slæm hugmynd,“ segir hún og
brosir.
Litanotkun í vörumerkjum
segir Kristín vera misjafna eftir
löndum og menningarsvæðum.
„Ég var í námi bæði á Spáni og í
Bandaríkjunum. Þar hafa litir
misjöfn áhrif og þeir hafa svo enn
önnur áhrif hér á landi. Rauður
litur hefur til dæmis frekar nei-
kvæð áhrif í Bandaríkjunum og
er jafnvel tengdur við sósíalisma.
Gulur er þjóðlegur litur á Spáni
enda í fánanum þeirra. Blár litur
hefur í gegnum tíðina verið heldur
kaldur litur sem tengist stofnun-
um, bönkum og tryggingum. Síð-
astliðin ár hefur hann þó náð ein-
hvers konar endurlífgun í gegn-
um tækniheiminn, þá með aðeins
meira gulu í og ljósari. Því dekkri
sem hann er því virðu- og þjóð-
legri er hann. Grænn er alls stað-
ar tengdur umhverfinu og grænni
orku. Það þarf þó líka að hugsa um
samhengi litanna í vörumerkinu
og plássinu sem liturinn fær.“
Vörumerki fyrirtækja
þurfa að vera einföld
Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, segir mikil verðmæti fólgin í
vörumerki hvers fyrirtækis og því mikilvægt að þau séu vel hönnuð. Einföld
og eftirminnileg vörumerki sem eldast vel eru best heppnuðu merkin. Það fer
eftir löndum og svæðum hvaða liti er best að tengja hverju fyrirtæki.
Kristín segir útlit vörumerkja skapast að miklu leyti af tegund fyrirtækisins. MYND/GVA
Kristín tók nokkur dæmi um vel heppnuð vörumerki sem allir þekkja. Lógóin eiga það sameiginlegt
að vera einföld og eftirminnileg.
Deutsche bank. „Einfalt vörumerki sem stenst tímans tönn. Tilfinningin á bak við það skín vel í
gegn. Fyrirtækið hefur líka náð að nota sér merkið og skálínuna í því á skemmtilegan hátt í mark-
aðssetningu.“
Apple. „Mér finnst það flott af því að pælingin á bak við það er skemmtileg. Þetta er vísun í epli
Newtons og kemur ávextinum í raun ekkert við heldur snýst um þetta „aha-móment“ þegar eitthvað
lýkst upp fyrir fólki enda fyrirtækið gert margar byltingar á tæknisviðinu og komið fram með marg-
ar nýjar hugmyndir.“
London Underground. „Merkið er fyrst og fremst einfalt en það er líka teygjanlegt og starfsfólki
þess hefur tekist að nýta það vel og nota það yfir fleiri samgönguhugtök eins og til dæmis hjólreið-
ar.“
Habitat. „Mér finnst bara vera falleg merking á bak við þetta vörumerki og finnst það mjög lýsandi
fyrir hlutverk fyrirtækisins.“
Einföld og eftirminnileg
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is
Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti
Við náum til fjöldans
B
ra
n
de
n
bu
rg
Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila
á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60%
landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið
til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn
á heimilin. Örugglega til þín.
Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.