Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaþjónusta ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 20148 ÓLÍKIR SIÐIR Stjórnendur fyrirtækja sem eru að hefja viðskipti við erlend fyrirtæki í fyrsta sinn þurfa að hafa í huga að sinn er siður og menning í viðskiptum í hverju landi. Á það sérstaklega við þegar átt er í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir í öðrum heims- álfum þótt það eigi vissulega líka við innan Evrópu. Það sem okkur Íslendingum finnst vera kurteisi þykir jafnvel argasti dónaskapur annars staðar og öfugt. Í sumum löndum þykir eðlilegt í viðskiptum að klæðast formlega og vera hreinn og beinn í samskiptum. Annars staðar kjósa menn létt kurteisishjal og óformlegheit til að kynnast betur. Íbúar ólíkra þjóða eru misuppteknir af tímanum. Á meðan sums staðar þykir ókurteisi að mæta seint á fund þykir í lagi annars staðar að líta á tímasetningu fundar sem almennt viðmið. Þannig eru Þjóðverjar oft nefndir til sögunnar þegar stundvísi er annars vegar en íbúar margra ríkja Afríku og Suður-Ameríku þykja vera sveigjanlegri. Ef ekki vinnst tími til undirbúnings er alltaf gott að miða við snyrtilegan klæðnað, nota eftirnöfn í samskiptum við fólk, mæta á réttum tíma á fundi og ekki síður að vera vel undirbúinn. HJARTA FYRIRTÆKISINS Fyrirtækjum stendur til boða að fá ítarlegt áhættumat fyrir sitt starfsfólk hjá hjartarannsókn Hjartaverndar. Hjúkrunarfræð- ingar hitta fólk á vinnustaðnum og gera mælingar og taka blóð- prufur. Kosturinn við þetta er að fólk kemur einungis einu sinni í höfuðstöðvar Hjartarannsóknar en í þeirri heimsókn er tekið hjartalínurit, skoðun og viðtal. Fyrirtækjum stendur til boða að fá fyrirlestur um þá þætti sem hver og einn getur haft áhrif á í sínu lífi og skipta svo miklu máli í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma, eins og mataræði, hreyfingu og lífsstíl. Þjónustan hefur mælst vel fyrir en fá má upplýsingar og leita tilboða á info@hjartarannsokn.is eða í síma 585 4700. UTANAÐKOMANDI AÐ STOÐ GETUR BORGAÐ SIG Þegar breytingar standa til í fyrirtækjum er mikilvægt að halda starfsfólki eins upplýstu og kostur er og leyfa því að taka þátt í ferlinu. Fylgifiskar breytinga eru oft einhvers konar breytingar á högum starfsfólks. Hugsanlega breytist vinnutíminn, álag, starfsumhverfi eða staða. Oft eru leiðtogarnir búnir að hugsa allt til enda og eru komnir langt fram úr starfsfólkinu. Það getur skapað togstreitu og pirr- ing. Best er að útskýra breyting- arnar skref fyrir skref svo fólk fái innsýn í hvað er í vændum. Fólk þarf að fá tækifæri til að spyrja, tjá sig og taka þátt í ákvörðunum. Sé illa staðið að breytingum getur það stofnað starfsandanum í hættu sem aftur hefur áhrif á framleiðni starfsfólks. Stundum getur þurft utanað- komandi aðstoð, til dæmis frá vinnusálfræðingi, til að innleiða breytingar og getur það jafnvel margborgað sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.