Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 48

Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 48
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 32 PEPSI-DEILDIN 2014 STAÐAN Stjarnan 15 10 5 0 28-16 35 FH 14 9 5 0 25-9 32 KR 14 8 2 4 22-15 26 Víkingur R. 15 8 2 5 20-17 26 Valur 16 6 3 7 24-26 21 Keflavík 15 4 6 5 22-22 18 Breiðablik 16 3 9 4 24-25 18 Fylkir 16 5 3 8 24-29 18 ÍBV 16 4 5 7 22-26 17 Fjölnir 15 3 6 6 25-27 15 Fram 16 4 3 9 18-30 15 Þór 16 2 3 11 21-33 9 NÆSTU LEIKIR Miðvikudagurinn 20. ágúst: 18.00 FH - Keflavík, 18.00 KR - Fjölnir. Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason (12.), 2-0 Stefán Ragnar Guðlaugsson (23.), 2-1 Hlynur Atli Magnússon (40.), 3-1 Oddur Ingi Guðmundsson (69.), 4-1 Albert Brynjar Ingason ( 76.) FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 (81. Hákon Ingi Jónsson -), Agnar Bragi Magnússon 6, Ásgeir Eyþórsson 6, Tómas Þorsteinsson 6 - *Finnur Ólafsson 8 (71. Daði Ólafsson -), Oddur Ingi Guð- mundsson 6, Ásgeir Örn Arnþórsson 7 - Gunnar Örn Jónsson 6 (89. Andrew Sousa -), Ragnar Bragi Sveinsson 7, Albert Brynjar Ingason 8. ÞÓR (4-3-3): Sandor Matus 6 - Sveinn Elías Jónsson 4, Orri Freyr Hjaltalín 3, Atli Jens Alberts- son 2, Ingi Freyr Hilmarsson 3 - Ármann Pétur Ævarsson 3 (84. Kristinn Þór Björnsson -), Hlynur Atli Magnússon 4, Jónas Björgvin Sigurbergsson 4 - Sigurður Marinó Kristjánsson 4 (74. Orri Sigur- jónsson -), Jóhann Helgi Hannesson 3 (74. Jóhann Þórhallsson -), Chukwudi Chijindu 5.. Skot (á mark): 10-5 (5-2) Horn: 4-6 Varin skot: Bjarni 0 - Sandor 1 4-1 Fylkisvöllur Áhorf: 802 Kristinn Jakobsson (8) Mörkin: 0-1 Ian Jeffs (38.), 0-2 Arnar Bragi Bergs- son (48.), 1-2 Matt Garner (86. sjálfsm.). VÍKINGUR (4-3-3): Ingvar Þór Kale 5 - Kjartan Dige Baldursson 6, Óttar Steinn Magnússon 5 (78., Viktor Jónsson -), Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 7 - Kristinn Jóhannes Magn- ússon 6, Igor Taskovic 5, Aron Elís Þrándarson 7 - Páll Olgeir Þorsteinsson 6 (85. Ívar Örn Jónsson -), Pape Mamadou Faye 4, Ventseslav Ivanov 3(62. Michael Maynard Abnett 7). ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 5 - Jökull Elísabetarson 6, *Andri Ólafsson 7, Matt Garner 6, Jón Ingason 6 - Gunnar Þorsteinsson 5, Agnar Bragi Bergsson 7, Ian Jeffs 7 - Víðir Þorvarðarson 4 (81. Atli Fannar Jónsson), Þórarinn Ingi Valdimarsson 7, Jonathan Glenn 5. Skot (á mark): 11-7 (3-6) Horn: 12-3 Varin skot: Ingvar 4 - Abel 3 1-2 Víkingsvöllur Áhorf: 923 Vilhjálmur A. Þórarins. (7) Mörkin: 1-0 Árni Vilhjálmsson (78.), 2-0 Guðjón P. Lýðsson (80.), 3-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (84.) BREIÐABLIK (4-4-2): Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Damir Muminovic 5, Elfar Freyr Helgason 6, Finnur Orri Margeirsson 6, Arnór Sveinn Aðal- steinsson 5 - Höskuldur Gunnlaugsson 5 (66., Ellert Hreinsson 5), Guðjón Pétur Lýðsson 7 (85., Jordan Halsman -), Baldvin Sturluson 5, Andri Rafn Yeoman 6 (88., Stefán Gíslason -) - Elfar Árni Aðalsteinsson 7, *Árni Vilhjálmsson 8. FRAM (4-5-1): Denis Cardaklija 5 - Hafsteinn Briem 4, Tryggvi Sveinn Bjarnason 5, Ingiberg Ólafur Jónsson 5, Ósvald Jarl Traustason 6 - Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62., Arnþór Ari Atlason 5), Jóhannes Karl Guðjónsson 5, Aron Bjarnason 6, Orri Gunnarsson 5, Haukur Baldvinsson 6 - Guð- mundur Steinn Hafsteinsson 5.. Skot (á mark): 11-4 (9-2) Horn: 10-1 Varin skot: Gunnleifur 2 - Denis 6 3-0 Kópavogsvöllur Áhorf: 1.575 Ívar Orri Kristjánss. (5) FÓTBOLTI Gylfi Sigurðsson var hetja Swansea gegn Manchest- er United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Gylfi átti frábæran leik, en hann skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Swansea í 2-1 sigri. Mikið var rætt um nýja tíma hjá Manchester United fyrir leikinn og fáir höfðu trú á því að Svanirnir myndu taka stigin þrjú. „Það eru allir himinlifandi yfir að fara með þrjú stig af Old Traf- ford. Ég held að það hefðu allir verið sáttir hefðum við farið með eitt stig aftur heim til Wales, en að taka þrjú stig úr fyrsta leiknum er algjör- lega frábært,“ sagði Gylfi sem var nýkominn frá sjúkraþjálfara þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Gylfi var stuðningsmaður United í æsku og segir hann að það hafi verið stórkostleg tilfinning að skora í Leikhúsi draumanna (e. Theatre of Dreams), Old Trafford. „Ég var stuðningsmaður Uni- ted þegar ég var yngri og það var frábært að skora loksins á þessum velli, hvað þá sigurmarkið í leikn- um.“ Fengu ekki mörg dauðafæri Leikurinn var fyrsti leikur liðs- ins í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn hollenska knattspyrnustjór- ans Louis Van Gaal. Hollendingur- inn hefur notast við leikkerfið 3-5-2 undanfarnar vikur en leikmönnum Swansea tókst vel að loka á það í leiknum. „Það er dálítið öðruvísi að spila við þá, þar sem þeir eru með þrjá miðverði og bakverðir þeirra eru mjög ofarlega á vellinum. Við bökk- uðum aftar og ég og Bony (Wil- fried, framherji Swansea) sáum bara um miðjumenn þeirra. Við leyfðum þeim ekki að byrja neitt spil frá miðjumönnunum.“ Wayne Rooney jafnaði metin fyrir Manchester United í upphafi seinni hálfleiks en leikmönnum Swansea gekk vel að verjast sókn- um heimamanna. „Þeir fengu ekki mörg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir breyttu svo um leikkerfi í hálf- leik og fóru í 4-4-2. Þeir skoruðu úr hornspyrnu og það var mikil pressa á okkur í síðari hálfleik og við fórum of aftarlega, en við náðum að loka vel á þá og þeir sköpuðu sér ekki mörg dauðafæri.“ Miklar breytingar frá Landsliðsmaðurinn er ánægður með að vera kominn aftur til Swan- sea og segir að félagið sé að þróast í rétta átt, frá því hann spilaði þar hálft tímabil. „Það hafa verið töluverðar breyt- ingar síðan ég var hér síðast. Það eru komin tvö aukaár sem félagið er búið að vera í úrvalsdeildinni og það er á uppleið. Það er verið að byggja nýtt æfingasvæði sem er nánast tilbúið, en það verður fullklárað í janúar eða febrúar. Aðstæður eru miklu betri og allt í kringum liðið hefur batnað síðan ég var hér síðast,“ sagði spyrnusér- fræðingurinn og segir að leikmenn Swansea hafi ekkert farið fram úr sér eftir sigurinn á United. „Það skiptir mestu máli að tryggja okkar sæti í deildinni á næsta tímabil og síðan förum við að hugsa um að enda tímabilið í efri hlutanum,“ sagði hann og segir að það hafi verið dálítið skrýtið að vera með Garry Monk sem þjálf- ara í upphafi, en Garry og Gylfi spiluðu saman síðast þegar Gylfi var hjá Swansea. Hann tók við lið- inu af Michael Laudrup í febrúar eftir að hafa verið fyrirliði þess undanfarin ár. „Það var dálítið skrýtið að vera með hann sem þjálfara fyrstu vik- urnar. Maður er að venjast þessu núna og hann er mjög fínn. Hann bjóst ekki við þessu; að fá starf svona ungur sem þjálfari í úrvals- deildinni, en hann er að nýta það tækifæri. Hann er mjög vel und- irbúinn og fínn þjálfari,“ sagði Gylfi um fyrrverandi liðsfélaga sinn og núverandi þjálfara. - ail Frábært að skora sigurmarkið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea á Old Traff ord um helgina gegn liðinu sem hann studdi í barnæsku. Hann segir að það sé margt breytt hjá Swansea frá því þegar hann var síðast í láni hjá félaginu. SÁTTUR Gylfi átti góðan leik um helgina en hann skoraði sigurmark leiksins á Old Trafford um helgina ásamt því að leggja upp fyrsta mark leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- landsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefáns- son flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slag- inn með liðinu annað kvöld í mikil- vægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveim- ur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í sam- ráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að kom- ast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBas- ket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigr- inum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frá- bærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassan- um. Saman hafa þeir spilað 148 A-lands- leiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir h a f a þ v í séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frá- bærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir. - óój Mætum með öll tromp á hendi annað kvöld Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon verða með íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Bretlandi MÆTTUR TIL LONDON Jón Arnór Stefánsson hefur spilað með íslenska landsliðinu frá 2000 en liðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og nú. FÓTBOLTI Þór er í slæmri stöðu á botni Pepsi-deildar karla eftir fjórða tapið í röð gegn Fylki, 4-1, í Árbænum í gærkvöldi. Þór er áfram sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Eyjamenn unnu mikilvægan sigur í Víkinni þar sem heimamenn töpuðu í fyrsta sinn í sumar, 2-1. Ian Jeffs og Arnar Bragi Bergsson skoruðu mörk gestanna sem komust upp í 9 sæti. Breiðablik vann svo Fram, 3-0, og sigurganga Framara því á enda. Meira um leikina á Vísi. Þórsarar í vondum málum á botninum EKKERT MARK Chuck er ekki enn búinn að skora fyrir Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Chelsea byrjar vel í ensku úrvalsdeildinni, en lærisveinar Josés Mourinho völtuðu yfir nýliða Burnley, 3-1, á Turf Moor í lokaleik fyrstu umferðar í gærkvöldi. Spila- mennska Chelsea var frábær í leiknum og liðið augljós- lega til alls líklegt eins og spáð hefur verið. Burnley komst yfir í leiknum á 14. mínútu, en það gerði lítið annað en að reita Chelsea-menn til reiði sem skoruðu öll þrjú mörkin áður en fjörutíu mínútur voru liðnar. Diego Costa skoraði í frumraun sinni í ensku úrvals- deildinni og þá bættu André Schürrle og Branislav Ivanovic við mörkum. Mark Þjóðverjans var einstaklega fallegt eftir magnaða sendingu Fábregas. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri, en sigurinn aldrei í hættu hjá Chelsea. Liðið sýndi svo sannarlega hvers vegna flestir spá því sigri í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Nýliðarnir afgreiddir Ég var stuðnings- maður United þegar ég var yngri og það var frábært að skora loksins á þessum velli, hvað þá sigurmarkið í leiknum. Gylfi Þór um sigurmarkið SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.