Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 48
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 32 PEPSI-DEILDIN 2014 STAÐAN Stjarnan 15 10 5 0 28-16 35 FH 14 9 5 0 25-9 32 KR 14 8 2 4 22-15 26 Víkingur R. 15 8 2 5 20-17 26 Valur 16 6 3 7 24-26 21 Keflavík 15 4 6 5 22-22 18 Breiðablik 16 3 9 4 24-25 18 Fylkir 16 5 3 8 24-29 18 ÍBV 16 4 5 7 22-26 17 Fjölnir 15 3 6 6 25-27 15 Fram 16 4 3 9 18-30 15 Þór 16 2 3 11 21-33 9 NÆSTU LEIKIR Miðvikudagurinn 20. ágúst: 18.00 FH - Keflavík, 18.00 KR - Fjölnir. Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason (12.), 2-0 Stefán Ragnar Guðlaugsson (23.), 2-1 Hlynur Atli Magnússon (40.), 3-1 Oddur Ingi Guðmundsson (69.), 4-1 Albert Brynjar Ingason ( 76.) FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 (81. Hákon Ingi Jónsson -), Agnar Bragi Magnússon 6, Ásgeir Eyþórsson 6, Tómas Þorsteinsson 6 - *Finnur Ólafsson 8 (71. Daði Ólafsson -), Oddur Ingi Guð- mundsson 6, Ásgeir Örn Arnþórsson 7 - Gunnar Örn Jónsson 6 (89. Andrew Sousa -), Ragnar Bragi Sveinsson 7, Albert Brynjar Ingason 8. ÞÓR (4-3-3): Sandor Matus 6 - Sveinn Elías Jónsson 4, Orri Freyr Hjaltalín 3, Atli Jens Alberts- son 2, Ingi Freyr Hilmarsson 3 - Ármann Pétur Ævarsson 3 (84. Kristinn Þór Björnsson -), Hlynur Atli Magnússon 4, Jónas Björgvin Sigurbergsson 4 - Sigurður Marinó Kristjánsson 4 (74. Orri Sigur- jónsson -), Jóhann Helgi Hannesson 3 (74. Jóhann Þórhallsson -), Chukwudi Chijindu 5.. Skot (á mark): 10-5 (5-2) Horn: 4-6 Varin skot: Bjarni 0 - Sandor 1 4-1 Fylkisvöllur Áhorf: 802 Kristinn Jakobsson (8) Mörkin: 0-1 Ian Jeffs (38.), 0-2 Arnar Bragi Bergs- son (48.), 1-2 Matt Garner (86. sjálfsm.). VÍKINGUR (4-3-3): Ingvar Þór Kale 5 - Kjartan Dige Baldursson 6, Óttar Steinn Magnússon 5 (78., Viktor Jónsson -), Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 7 - Kristinn Jóhannes Magn- ússon 6, Igor Taskovic 5, Aron Elís Þrándarson 7 - Páll Olgeir Þorsteinsson 6 (85. Ívar Örn Jónsson -), Pape Mamadou Faye 4, Ventseslav Ivanov 3(62. Michael Maynard Abnett 7). ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 5 - Jökull Elísabetarson 6, *Andri Ólafsson 7, Matt Garner 6, Jón Ingason 6 - Gunnar Þorsteinsson 5, Agnar Bragi Bergsson 7, Ian Jeffs 7 - Víðir Þorvarðarson 4 (81. Atli Fannar Jónsson), Þórarinn Ingi Valdimarsson 7, Jonathan Glenn 5. Skot (á mark): 11-7 (3-6) Horn: 12-3 Varin skot: Ingvar 4 - Abel 3 1-2 Víkingsvöllur Áhorf: 923 Vilhjálmur A. Þórarins. (7) Mörkin: 1-0 Árni Vilhjálmsson (78.), 2-0 Guðjón P. Lýðsson (80.), 3-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (84.) BREIÐABLIK (4-4-2): Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Damir Muminovic 5, Elfar Freyr Helgason 6, Finnur Orri Margeirsson 6, Arnór Sveinn Aðal- steinsson 5 - Höskuldur Gunnlaugsson 5 (66., Ellert Hreinsson 5), Guðjón Pétur Lýðsson 7 (85., Jordan Halsman -), Baldvin Sturluson 5, Andri Rafn Yeoman 6 (88., Stefán Gíslason -) - Elfar Árni Aðalsteinsson 7, *Árni Vilhjálmsson 8. FRAM (4-5-1): Denis Cardaklija 5 - Hafsteinn Briem 4, Tryggvi Sveinn Bjarnason 5, Ingiberg Ólafur Jónsson 5, Ósvald Jarl Traustason 6 - Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62., Arnþór Ari Atlason 5), Jóhannes Karl Guðjónsson 5, Aron Bjarnason 6, Orri Gunnarsson 5, Haukur Baldvinsson 6 - Guð- mundur Steinn Hafsteinsson 5.. Skot (á mark): 11-4 (9-2) Horn: 10-1 Varin skot: Gunnleifur 2 - Denis 6 3-0 Kópavogsvöllur Áhorf: 1.575 Ívar Orri Kristjánss. (5) FÓTBOLTI Gylfi Sigurðsson var hetja Swansea gegn Manchest- er United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Gylfi átti frábæran leik, en hann skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Swansea í 2-1 sigri. Mikið var rætt um nýja tíma hjá Manchester United fyrir leikinn og fáir höfðu trú á því að Svanirnir myndu taka stigin þrjú. „Það eru allir himinlifandi yfir að fara með þrjú stig af Old Traf- ford. Ég held að það hefðu allir verið sáttir hefðum við farið með eitt stig aftur heim til Wales, en að taka þrjú stig úr fyrsta leiknum er algjör- lega frábært,“ sagði Gylfi sem var nýkominn frá sjúkraþjálfara þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Gylfi var stuðningsmaður United í æsku og segir hann að það hafi verið stórkostleg tilfinning að skora í Leikhúsi draumanna (e. Theatre of Dreams), Old Trafford. „Ég var stuðningsmaður Uni- ted þegar ég var yngri og það var frábært að skora loksins á þessum velli, hvað þá sigurmarkið í leikn- um.“ Fengu ekki mörg dauðafæri Leikurinn var fyrsti leikur liðs- ins í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn hollenska knattspyrnustjór- ans Louis Van Gaal. Hollendingur- inn hefur notast við leikkerfið 3-5-2 undanfarnar vikur en leikmönnum Swansea tókst vel að loka á það í leiknum. „Það er dálítið öðruvísi að spila við þá, þar sem þeir eru með þrjá miðverði og bakverðir þeirra eru mjög ofarlega á vellinum. Við bökk- uðum aftar og ég og Bony (Wil- fried, framherji Swansea) sáum bara um miðjumenn þeirra. Við leyfðum þeim ekki að byrja neitt spil frá miðjumönnunum.“ Wayne Rooney jafnaði metin fyrir Manchester United í upphafi seinni hálfleiks en leikmönnum Swansea gekk vel að verjast sókn- um heimamanna. „Þeir fengu ekki mörg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir breyttu svo um leikkerfi í hálf- leik og fóru í 4-4-2. Þeir skoruðu úr hornspyrnu og það var mikil pressa á okkur í síðari hálfleik og við fórum of aftarlega, en við náðum að loka vel á þá og þeir sköpuðu sér ekki mörg dauðafæri.“ Miklar breytingar frá Landsliðsmaðurinn er ánægður með að vera kominn aftur til Swan- sea og segir að félagið sé að þróast í rétta átt, frá því hann spilaði þar hálft tímabil. „Það hafa verið töluverðar breyt- ingar síðan ég var hér síðast. Það eru komin tvö aukaár sem félagið er búið að vera í úrvalsdeildinni og það er á uppleið. Það er verið að byggja nýtt æfingasvæði sem er nánast tilbúið, en það verður fullklárað í janúar eða febrúar. Aðstæður eru miklu betri og allt í kringum liðið hefur batnað síðan ég var hér síðast,“ sagði spyrnusér- fræðingurinn og segir að leikmenn Swansea hafi ekkert farið fram úr sér eftir sigurinn á United. „Það skiptir mestu máli að tryggja okkar sæti í deildinni á næsta tímabil og síðan förum við að hugsa um að enda tímabilið í efri hlutanum,“ sagði hann og segir að það hafi verið dálítið skrýtið að vera með Garry Monk sem þjálf- ara í upphafi, en Garry og Gylfi spiluðu saman síðast þegar Gylfi var hjá Swansea. Hann tók við lið- inu af Michael Laudrup í febrúar eftir að hafa verið fyrirliði þess undanfarin ár. „Það var dálítið skrýtið að vera með hann sem þjálfara fyrstu vik- urnar. Maður er að venjast þessu núna og hann er mjög fínn. Hann bjóst ekki við þessu; að fá starf svona ungur sem þjálfari í úrvals- deildinni, en hann er að nýta það tækifæri. Hann er mjög vel und- irbúinn og fínn þjálfari,“ sagði Gylfi um fyrrverandi liðsfélaga sinn og núverandi þjálfara. - ail Frábært að skora sigurmarkið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea á Old Traff ord um helgina gegn liðinu sem hann studdi í barnæsku. Hann segir að það sé margt breytt hjá Swansea frá því þegar hann var síðast í láni hjá félaginu. SÁTTUR Gylfi átti góðan leik um helgina en hann skoraði sigurmark leiksins á Old Trafford um helgina ásamt því að leggja upp fyrsta mark leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- landsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefáns- son flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slag- inn með liðinu annað kvöld í mikil- vægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveim- ur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í sam- ráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að kom- ast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBas- ket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigr- inum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frá- bærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassan- um. Saman hafa þeir spilað 148 A-lands- leiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir h a f a þ v í séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frá- bærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir. - óój Mætum með öll tromp á hendi annað kvöld Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon verða með íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Bretlandi MÆTTUR TIL LONDON Jón Arnór Stefánsson hefur spilað með íslenska landsliðinu frá 2000 en liðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og nú. FÓTBOLTI Þór er í slæmri stöðu á botni Pepsi-deildar karla eftir fjórða tapið í röð gegn Fylki, 4-1, í Árbænum í gærkvöldi. Þór er áfram sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Eyjamenn unnu mikilvægan sigur í Víkinni þar sem heimamenn töpuðu í fyrsta sinn í sumar, 2-1. Ian Jeffs og Arnar Bragi Bergsson skoruðu mörk gestanna sem komust upp í 9 sæti. Breiðablik vann svo Fram, 3-0, og sigurganga Framara því á enda. Meira um leikina á Vísi. Þórsarar í vondum málum á botninum EKKERT MARK Chuck er ekki enn búinn að skora fyrir Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Chelsea byrjar vel í ensku úrvalsdeildinni, en lærisveinar Josés Mourinho völtuðu yfir nýliða Burnley, 3-1, á Turf Moor í lokaleik fyrstu umferðar í gærkvöldi. Spila- mennska Chelsea var frábær í leiknum og liðið augljós- lega til alls líklegt eins og spáð hefur verið. Burnley komst yfir í leiknum á 14. mínútu, en það gerði lítið annað en að reita Chelsea-menn til reiði sem skoruðu öll þrjú mörkin áður en fjörutíu mínútur voru liðnar. Diego Costa skoraði í frumraun sinni í ensku úrvals- deildinni og þá bættu André Schürrle og Branislav Ivanovic við mörkum. Mark Þjóðverjans var einstaklega fallegt eftir magnaða sendingu Fábregas. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri, en sigurinn aldrei í hættu hjá Chelsea. Liðið sýndi svo sannarlega hvers vegna flestir spá því sigri í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Nýliðarnir afgreiddir Ég var stuðnings- maður United þegar ég var yngri og það var frábært að skora loksins á þessum velli, hvað þá sigurmarkið í leiknum. Gylfi Þór um sigurmarkið SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.