Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 50
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 34 SUND Ingibjörg Kristín Jónsdótt- ir, SH, stakk sér fyrst til sunds af íslensku keppendunum á Evrópu- meistaramótinu í 50 metra laug í Berlín í gær. Ingibjörg keppti í 50 metra flugsundi og kom í mark á 28,12 sekúndum. Hennar besti tími í greininni er aðeins 0,09 sekúnd- um betri. Þessi tími dugði Ingi- björgu þó ekki til að komast í undanúrslit. Hún hafnaði í 5. sæti í sínum riðli í undanrásunum og í 33. sæti af 38 keppendum alls- Ingibjörg verður aftur á ferðinni í fyrramálið þegar hún keppir í 100 metra skriðsundi. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, mætir einnig til leiks á morgun, þar sem hún keppir í 100 metra bringusundi. Komist Hrafnhildur áfram fara undan undanúrslitum um kvöldið. Hrafnhildur keppir einnig í 50 metra bringusundi á laugardaginn og 200 metra bringusundi á fimmtudaginn. - iþs Ingibjörg hafn- aði í 33. sæti Í LAUGINNI Ingibjörg keppir aftur á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað spjaldtölvan, leikjatölvan og sjónvarpið nota mikið rafmagn. Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í HEIMILISTÆKIN? FÓTBOLTI Marta Carissimi, leik- maður meistaraflokks kvenna- liðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mót- herjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg til- viljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Þetta eru allt stjörnur Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. Þekkja fögnin „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafn- framt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkr- um árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter ein- hverja keppni. Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leik- mönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikj- unum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjöl- miðlar og íbúar Mílanó. Sumir töl- uðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora. Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hætt- ir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Tvisvar í Dalinn Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á mið- vikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta. kristinnpall@365.is Ítalir vona að Stjarnan skori Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. Vinir hennar heima á Ítalíu bíða spenntir eft ir því að sjá fögn Garðbæinga en þeir munu því miður grípa í tómt. STJÖRNUKONA Marta Carissimi leikur nú með Stjörnunni og heldur með sínu liði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.