Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 54
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 38
„Markmiðið er að dreifa karókí-
gleðinni,“ segir Ragnheiður Maí-
sól en hún blæs til útikarókís á
Menningarnótt ásamt Margréti
Erlu Maack. Útikarókíið verður að
erlendri fyrirmynd en þær stöllur
sækja innblástur til Mauerparks í
Berlín þar sem slíkt karókí á sér
stað alla sunnudaga.
„Núverandi karókíið okkar er að
New York-fyrirmynd,“ segir Mar-
grét Erla en stöllurnar hafa vakið
mikla athygli fyrir lífleg karókí
sem þær hafa haldið undir lista-
mannanafni sínu Hits&Tits.
„Við ætlum að láta fólk skrá sig
fyrir fram á Facebook-síðunni
okkar, þannig að þetta endi ekki á
að vera bara við að syngja,“ segir
Ragnheiður en karókíið fer fram á
torginu með útitaflborðinu á Lækj-
argötu.
Ragnheiður bætir við að þær
verði með ýmsa aukahluti til þess
að bæta frammistöðu söngvar-
anna. „Við Margrét erum alltaf
með alls konar aukahluti til að
ná hámarksstuði, við mælum líka
með að fólk mæti í búningum og
síðan verða margfrægu, heima-
gerðu konfettí-sprengjurnar á
sínum stað. Mamma er að vinna í
blómabúð og hún er að safna lauf-
blöðum og blómum fyrir okkur,“
segir Margrét Erla. „Við viljum
ekki sprengja konfettí sem meng-
ar alla Reykjavík.“
Gleðin hefst klukkan 16.00 og
stendur til 19.00. - bþ
Hámarksstuð í karókígleðinni
Margréti Erlu Maack og Ragnheiði Maísól þekkja efl aust margir sem karókídúóið
Hits&Tits en á Menningarnótt halda þær karókí að erlendri fyrirmynd.
VILJA DREIFA GLEÐINNI Stöllurnar í
Hits&Tits vilja hámarka stuðið á Menn-
ingarnótt.
„Málið er að ég var inni í öðrum
hópi sem kallast Andvaka og þar
var fólk sem var að tala um að það
væri einmana og andvaka, og ákvað
ég að búa til svoleiðis hóp,“ segir
hinn 34 ára gamli Hermann Þór
Sæbjörnsson Neffe en hann hefur
stofnað hóp á Facebook undir nafn-
inu Kúrufélaga grúbban.
Hópinn stofnaði Hermann Þór
þann 28. júlí síðastliðinn og eru
strax rúmlega 600 manneskjur
skráðar í hann, en er ekki erfitt að
halda utan um þetta? „Ég hef sett
inn reglur sem fólk þarf að fara
eftir eins og til dæmis að segja til
um aldur, svo að fólk sé nú á svip-
uðum aldri, og hvernig kúr það vill,“
segir Hermann Þór.
„Það eru alltaf einhverjir sem
vilja að kúrið endi með kynlífi en
fólk þarf að taka það fram svo það
fari í kúrið með sömu væntingar.“
Hann vill ekki að síðan breytist í
einhverja einkamálasíðu. „Það vita
allir að einkamál.is er bara sölusíða
fyrir vændi.“
Hermann Þór, sem er kallaður
Kúrubangsinn á síðunni, stofnaði
hópinn í fullri alvöru og vill með
honum búa til góðan og áreiðanleg-
an vettvang fyrir fólk til þess að
finna hlýju og vonandi góða vini.
„Það er alvara í þessu. Ef fólk er
með dónaskap og stæla þá hendi
ég því út úr hópnum um leið. Ég
hef þurft að henda nokkrum út úr
grúppunni,“ útskýrir Hermann
Þór. Honum barst ábending um
kynferðisafbrotamann á síðunni
og var sá aðili fjarlægður um leið.
„Ef ofbeldismenn eða glæpamenn
eru að reyna nýta sér hópinn þá
hendi ég þeim út um leið. Þetta á
að vera góður vettvangur. Ég veit
um nokkur dæmi þess að fólk hafi
farið á deit eftir að hafa kynnst
í hópnum,“ segir Hermann Þór.
Hann vill að hin ameríska stefnu-
mótamenning verði sterkari hér á
landi og telur hópinn kjörinn kost
til þess að bæta úr stefnumóta-
menningu Íslendinga.
Hermann Þór ætlar sér stóra
hluti og er með ýmsar hugmyndir
ef vel gengur. „Ef við náum ákveðn-
um fjölda fólks væri gaman að halda
viðburð, eins konar kúrukvöld, þar
sem fullt af kúrurum hittist. Það
gæti einnig verið gaman að fara
í bíó saman, það er oft góð stemn-
ing sem myndast þar,“ segir Her-
mann Þór. Þá útilokar hann ekki að
ef vel gengur fari meðlimir hópsins
saman í útilegu. „Það gæti einnig
verið gaman að fara í utanlandsferð
ef góður hópur myndast.“
gunnarleo@frettabladid.is
Kallaður Kúrubangsinn
Hermann Þór Sæbjörnsson hefur stofnað hóp á Facebook þar sem fólk getur
fundið sér kúrufélaga. Fjöldi fólks hefur óskað eft ir aðgangi í hópinn.
KÚRUBANGSI Hermann Þór Sæbjörnsson Neffe stofnaði hópinn Kúrufélaga grúbban á Facebook en fjöldi fólks hefur óskað
eftir aðgangi í hópinn. Hópurinn á að vera góður vettvangur fyrir fólk til þess að kynnast og líða vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
Hermann Þór lýsti fyrir okkur hvernig gott kúr fer fram: „Gott kúr er til
dæmis þegar horft er á góða bíómynd og fólk spjallar og hlær saman. Fólk
kúrir og knúsast yfir myndinni. Oft leiðir kúrið út í kynlíf en fólk þarf að
taka það fram hvort það vilji kynlíf eftir kúrið svo það sé nú með sömu
væntingarnar,“ segir Hermann Þór um gott kúr.
UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KÚRI
Rannsókn sem birt var í tímaritinu Comprehensive Psychology sýnir fram
á að regluleg faðmlög og kúr hafi góð áhrif á heilsuna. Samkvæmt rann-
sókninni lækkar tíu sekúndna faðmlag blóðþrýstinginn og hleypir horm-
ónum í blóðstreymið sem láta okkur líða vel. Á meðan á þessu stendur
lækkar magn stresshormónsins kortisóls í blóðinu. Þá geta faðmlög einnig
minnkað einkenni þunglyndis og minnkað líkur á hjartaáföllum.
ALLRA MEINA BÓT
DORMA Holtagörðum, Reykjavík 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100
Húsgagnahöllinni, Reykjavík 558 1100
HE
IL
SU
DÝ
NU
DA
GA
R
Nature’s Rest
Stærð cm. Verð Dýnudagar
80x200 62.900,- 53.465,-
90x200 68.900,- 58.565,-
100x200 72.900,- 61.965,-
120x200 79.900,- 67.915,-
140x200 92.900,- 78.965,-
160x200 99.900,- 84.915,-
180x200 117.900,- 100.215,-
Nature’s Comfort
Stærð cm. Verð Dýnudagar
100x200 99.900,- 84.915,-
120x200 119.900,- 101.915,-
140x200 138.900,- 118.065,-
160x200 149.900,- 127.415,-
180x200 164.900,- 140.165,-
Nature’s Luxury
Stærð cm. Verð Dýnudagar
120x200 129.900,- 110.415,-
140x200 155.900,- 132.515,-
160x200 169.900,- 144.415,-
180x200 189.900,- 161.415,-
„Uppáhaldsdýrið mitt er kötturinn.
Ég elska kattardýrin, í öllum form-
um, tígrisdýr, pardusdýr, ljónin og
heimiliskettina, allt saman uppá-
halds.“
Anna Hlín söngkona.
UPPÁHALDSDÝR
„Ég var búin að hugsa þetta lengi,“
segir Sigrún Þorvaldsdóttir Norð-
fjörð en hún lét nýverið húðflúra
eiginhandaráritun Jóns Jónssonar á
handlegginn. „Ég sendi honum bara
skilaboð og sagðist vera pínu klikk-
uð en samt ekki,“ segir Sigrún og
hlær. „En hann var mjög til í þetta,
hann er svo yndislegur og var alveg
smá stressaður að skrifa áritunina.“
Sigrún er mikill aðdáandi Jóns og
hlustar á tónlistina hans nánast dag-
lega. „Þetta hljómar kannski fárán-
lega en hann lagði bara einhver álög
á mig, ég er alveg heltekin af tónlist-
inni,“ segir Sigrún. „Ég spurði hann
einmitt hvort hann færi ekki að gera
aðra plötu, ég er með
hina bara á repeat
á bílnum,“ segir
hún og hlær.
Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem
Sigrún fer undir
nálina en hún er
með þó nokkur húð-
flúr. „Þetta toppar
samt öll hin.“
Sigrún virðist þó hafa grætt
meira en bara húðflúrið á atvik-
inu þar sem Jón bauð henni að vera
heiðursgestur á tónleikum sínum í
desember. „Ég er alveg í sæluvímu.“
baldvin@365.is
Flúraði Jón Jónsson á handlegginn
Sigrún Þorvaldsdóttir Norðfj örð er mikill aðdáandi tónlistarmannsins Jóns Jóns-
sonar sem var meira en reiðubúinn að gefa henni eiginhandaráritun til fl úrunar.
Í SÆLUVÍMU Sigrún er með nýjustu
plötu Jóns á „repeat“ í bílnum.