Fréttablaðið - 04.09.2014, Side 4

Fréttablaðið - 04.09.2014, Side 4
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 107 tonn af ull voru flutt til landsins árið 2013 Sama magn af ull hefur verið flutt inn fyrstu sjö mánuði þessa árs. EFNAHAGSMÁL „Þetta eru jákvæð- ar vísbendingar þess efnis að við erum hugsanlega komin á það stig að hægt sé að taka næstu skref í afnámsferlinu,“ segir Ásdís Krist- jánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Seðlabankinn kynnti í fyrradag niðurstöður úr gjaldeyrisútboði sem fór fram þann 15. júlí síðast- liðinn, þegar bankinn bauðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Árið 2009 var gengi aflands krónu gagnvart evru um 245 krónur. Í upphafi árs var það komið niður í um 210 krón- ur, en það er nú komið í rúmar 180. Almennt gengi krónunnar gagnvart evru er aftur á móti 154 krónur um þess- ar mundir. Þetta þýðir að munurinn á útboðsgengi og almennu gengi krónu er nú helmingi minni en hann var í upp- hafi árs og er nú 17,5 prósent. Árin 2011-2013 var munurinn að jafnaði 41 prósent. Greining Íslandsbanka bendir á að þrýstingur vegna af- landskróna sé orðinn mun minni en hann var við upphaf útboðanna. Undir það tekur Ásdís. „Aflands- krónueigendur eru ekki eins óþolinmóðir og þeir voru. En við megum ekki gleyma því, og mér finnst það svolítið mikilvægt, að útboðin ná bara til erlendra aðila. Við erum með innlenda fjárfesta og lífeyrissjóði sem eru fastir innan hafta og hafa ekki möguleika á því að komast út með peninga í gegn- um útboðin,“ segir Ásdís. Núna sé kominn tími á að víkka útboðin og hleypa innlendum aðilum líka í gegn. „Þetta er alltaf spurning um það þegar við losum um höft- in hversu mikið útflæði verður og ég held að við fáum aldrei réttan mælikvarða á það nema við víkk- um útboðin og fáum að vita hver þessi þrýstingur sem við óttumst verður,“ segir hún. Hún bendir þó á að á sama tíma og bilið á milli útboðsgengis og álandsgengis, það er almenns gengis, hefur minnkað þá sjái fjár- festar sér ekki hag í því að koma með peninga inn í landið í gegnum útboðin í eins miklum mæli og var áður. Þá bendir Ásdís á að hagtölur hafi verið að þróast á jákvæðan hátt. „Og ríkissjóður fór í sumar í erlenda lántöku. Það var þreföld eftirspurn eftir bréfum og kjörin voru að batna verulega,“ segir hún. En hún ítrekar að á endanum snú- ist þetta allt um það að við vitum ekki réttan verðmiða á gjaldmiðl- inum okkar. „Útboðin byggjast á framboði og eftirspurn eftir krón- um og eru ágæt mæling á verð- miða gjaldmiðilsins og vísbending um hvers er að vænta þegar frek- ari losun á sér stað,“ segir hún. jonhakon@frettabladid.is Reiðubúin að taka næstu skref við afnám haftanna Munurinn á aflandsgengi og almennu gengi íslensku krónunnar er helmingi minni en hann var í upphafi árs. Þetta getur þýtt að aðstæður séu um það bil að skapast til að stíga ný skref í afnámi fjármagnshafta. ÁBYRGIR FYRIR FERLINU Forystu- menn ríkisstjórnar- innar og seðla- bankastjóri bera ábyrgð á ferlinu við afnám hafta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Seðlabankinn hefur jafnan kynnt hvenær næstu útboð fara fram um leið og niðurstöður undangenginna útboða eru kynntar. Sú var hins vegar ekki raunin í fyrradag. Fréttablaðið spurði Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, hvort þetta þýddi að ekki yrðu fleiri útboð á næstunni. Hann segir að verið sé að undirbúa ýmislegt varðandi næstu skref en það þýði ekki endilega að hætt hafi verið við útboðin. „Áður hefur komið fram að líklega verði tilkynnt um það sérstaklega áður en síðasta útboð verður haldið,“ segir í svari Seðlabankans. Þá spurði Fréttablaðið hvort Seðlabanki og fjármálaráðuneyti væru að fara að kynna slitastjórnum hvaða efnahags- legu skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi svo að hægt væri að ljúka við gerð nauðasamninga, en slíkir samningar eru hluti af ferlinu við afnám haftanna. „Ekki er hægt að búast við að neitt varðandi losun hafta verði fyrst kynnt í svörum við spurningum fjölmiðla. Það mun gerast í gegnum skipulögð ferli þegar mál eru tilbúin,“ segir í svari Seðlabanka Íslands. NÆSTU SKREF VIÐ AFNÁMIÐ Í UNDIRBÚNINGI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá MILT HAUSTVEÐUR Í dag verður víða nokkuð bjart en skýjað og væta á stöku stað SA- og A-til. Á morgun og laugardaginn spáir hægri SV-átt, þá verður skýjað og rigning eða súld vestan til en bjart suðaustan- og austanlands. 9° 2 m/s 11° 3 m/s 12° 4 m/s 12° 5 m/s Yfi rleitt hæg S-læg eða breytileg átt. Strekk- ingur allra vestast, annars hægviðri. Gildistími korta er um hádegi 28° 31° 21° 23° 22° 21° 24° 20° 20° 26° 22° 32° 32° 29° 26° 23° 20° 24° 12° 2 m/s 10° 8 m/s 11° 3 m/s 10° 3 m/s 12° 2 m/s 11° 2 m/s 7° 3 m/s 12° 11° 9° 9° 10° 11° 11° 14° 12° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN ÁSTRALÍA, AP Samtökin ONE, sem berjast gegn fátækt í heiminum, hvetja leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims til þess að grípa til harðra aðgerða gegn spillingu, peningaþvætti, mútum og skatt- svikum. Í nýrri skýrslu segja samtökin að spilling í heiminum kosti fátæk- ustu lönd heims meira en þúsund milljarða Bandaríkjadala á ári, eða um það bil 115.000 milljarða króna. Samtökin segja að með þessu fé væri hægt að koma í vega fyrir allt að 3,6 milljónir dauðsfalla í heim- inum. „Þróunarlöndin tapa þúsund milljörðum dala á hverju ári vegna peningaþvættis, mútugreiðslna og skattsvika, og hinn harði sannleikur er sá að í mörgum tilfellum auðveld- ar stefna G20-ríkjanna þetta pen- ingastreymi frá fátæku löndunum. Fulltrúar samtakanna kynntu skýrsluna í Ástralíu í gær, en þar í landi verður næsti leiðtogafundur G20-ríkjanna haldinn í nóvember. - gb Skorað á G20-ríkin að vinna gegn peningaþvætti, mútum og skattsvikum: Spilling kostar milljónir lífið OLÍUSPILLINGU MÓTMÆLT Í NÍGERÍU Samkvæmt skýrslunni fer hagnaður af auðlindum fátækari landa heims sjaldn- ast til íbúa landanna. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Karlmaður í borg- inni Detroit í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í að minnsta kosti sautján ára fangelsi fyrir að skjóta til bana óvopnaða nítján ára konu á verönd sinni. Renisha McBride hafði bankað upp á hjá Theodore Wafer um nótt- ina. Við réttarhöldin sagðist hann hafa óttast um líf sitt og því skotið hana. McBride hafði klessukeyrt bíl sinn fyrr um nóttina og ætlaði hugsanlega að óska eftir hjálp. Hún var mjög drukkin. - fb Drap nítján ára konu: Dæmdur í 17 ára fangelsi DANMÖRK, AP Lögreglan í Dan- mörku hefur handtekið einn karl- mann og tvær konur sem eru grunuð um stuðning við Íslamska ríkið og þar með brot á lögum um hryðjuverkastarfsemi. Rúmar tvær milljónir króna voru gerðar upptækar við handtökuna. Ali Daghim, sem er af pakist- önskum uppruna, sagðist ekkert tengjast samtökunum en hann hafði selt um tuttugu límmiða fyrir bílstuðara. Hann sagði að límmiðanir með lógói, hvítum arabískum texta á svörtum bak- grunni, væru notaðir af mörgum múslimum, þar á meðal Íslamska ríkinu. - fb Seldu límmiða á stuðara: Þrjú handtekin í Danmörku KAUPMANNAHÖFN Fólkið var handtekið í höfuðborg Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR INDLAND Hálfnakið lík unglings- stúlku, sem talið er að hafi verið niðurlægð af eldri þorpsbúum fyrir að mótmæla yfirgangi þorpsbúanna gegn föður sínum, fannst skammt frá lestarteinum í fylkinu Bengal í austurhluta Indlands. Lögregluna grunar að hinni fimmtán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt. Að sögn fjölskyldu hennar var hún látin hrækja á jörðina og sleikja svo upp hrákann, sem telst vera sér- lega niðurlægjandi á Indlandi, að því er kom fram á vefsíðu BBC. - fb Indversk stúlka myrt: Niðurlægð af þorpsbúum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.