Fréttablaðið - 04.09.2014, Side 24
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN KRISTJÁNSSON
(GORM S. RÆVMANN)
búsettur í Danmörku,
lést 25. ágúst síðastliðinn á sjúkrahúsi á
Grænlandi þar sem hann starfaði. Hann
verður jarðsettur þriðjudaginn 9. september
í Danmörku.
Maria Doloris Solis
Davíð Sigurjónsson Kristín Ólafsdóttir
Þröstur Sigurjónsson Alda Steingrímsdóttir
Halldóra J. Rævmann G. Thomas R. Gettermann
Dana Yr Rævmann Jesus Castro Lira R.
Loa H. Rævmann Tobias Friis
Marcus Rævmann Brown
Leonor K. Rævmann Solis
José Carlos Solis
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
THEODÓR GUÐMUNDSSON
(TEDDI Á LEITI)
Dvalarheimilinu Stykkishólmi,
lést 30. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát hans.
Sigrún Theodórsdóttir Jón Ólafur Vilmundarson
Harpa Theodórsdóttir Frode F. Jakobsen
Theodóra Sigríður Theodórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR JÓNSSON
frá Litlu-Drageyri,
andaðist á Dvalarheimilinu Höfða
sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram
frá Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd
laugardaginn 6. september kl. 14.00.
Fjóla Einarsdóttir Ingimundur Olgeirsson
Jón Einarsson Fjóla Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir okkar og frænka,
HALLDÓRA THORODDSEN
Eskihlíð 6, Reykjavík,
sem andaðist 28. ágúst sl. verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. september,
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Krabbameinsfélag Íslands.
F.h. fjölskyldunnar,
Auður Thoroddsen
Magdalena Thoroddsen
Bróðir okkar,
JÚLÍUS FRIÐRIK MAGNÚSSON
frá Sunnuhvoli, Glerárþorpi,
til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést föstudaginn 29. ágúst síðastliðinn.
Jarðsett verður frá Glerárkirkju
föstudaginn 12. september kl. 13.30.
Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN BJÖRN SIGURÐSSON
Holtateigi 11, Akureyri,
áður bílstjóri og bóndi,
Róðhóli, Skagafirði,
lést fimmtudaginn 28. ágúst.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. september
kl. 13.30. Innilegar þakkir til starfsfólksins í Grenihlíð fyrir góða
umönnun. Þeim sem vilja minnast Jóns Björns er vinsamlegast
bent á Rakelarsjóð í Grunnskólanum á Hofsósi.
Jóhanna Marín Kristjánsdóttir
Sigríður S. Jónsdóttir Stefán Sveinbjörnsson
Jóna Guðný Jónsdóttir Þorsteinn Þ. Jósepsson
Helen Jónsdóttir Vilhjálmur J. Valtýsson
Dagbjört Hrönn Jónsdóttir Gunnsteinn Þorgilsson
Viðar Jónsson Hafdís Garðarsdóttir
Kristján B. Jónsson Steinunn Eyjólfsdóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS HELGI HELGASON
Baughúsum 20, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 27. ágúst. Útför hans fer fram
frá Grafarvogskirkju föstudaginn
5. september kl. 13.00.
Guðrún Sveinsdóttir
Sveinn Jónasson
Birgir Jónasson María Kristjánsdóttir
Rakel Jónasdóttir
Jónas Helgi, Jón Daði, Tinna Margrét, Mikael Darri,
Valgerður Sara, Kristján Gilbert, Þórdís Hrönn,
Kristín Fönn og Dagur Freyr
60 ára
brúðkaupsafmæli
Þórunn Pálsdóttir og
Sigurbjörn Þorgeirsson
Ástkær kona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
ÞÓRA KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR
Grensásvegi 56, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, deild 11-G,
fimmtudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
12. september kl. 13.00.
Jakob Unnar Bjarnason
Borghildur Ísfeld Magnúsdóttir Hafsteinn Viktorsson
Hildur Borg Bartel Christiansen Henning Bartel Christiansen
Arnar Már Þórisson
Borgar Þór Þórisson
Einar Sturla Möinichen Jóhanna Bjargey Helgadóttir
Guðlaug Ásta Vazquez
Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir
Borghildur Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Vilhjálmsson
og barnabörn.
„Ég get víst ekki neitað því að eiga
stórafmæli. Er bara glöð að hafa náð
þessum aldri og Guði þakklát fyrir
það,“ segir Helga Stephensen glaðlega
þegar hringt er í hana vegna sjötugs-
afmælisins í dag.
„Mér datt reyndar í hug að halda
dúfnaveislu og bjóða símaskránni
en hætti við,“ segir hún hlæjandi og
kveðst ætla að halda upp á afmæl-
ið með sínum krökkum. „Einn sonur
minn ætlar að bjóða mér til Þingvalla,
við ætlum að fá nasasjón af haustinu
þar, svo ætlum við að borða uppi á
Kjalarnesi hjá öðrum syni mínum sem
þar býr. Ég á sko þrjá stráka, sætar og
góðar tengdadætur og tíu barnabörn.
Við erum fyrirferðarmikil fjölskylda,
hávær, kát og stór í okkur,“ segir hún
kampakát. Bætir því við að hún hafi átt
góðan hund í tíu ár. „Hann hefur drif-
ið mig út að labba og verið mér góður
stuðningur eins og dýr geta verið.“
Helga er dóttir leikarans Þorsteins
Ö. Stephensen og Dórótheu Breiðfjörð
og á þrjú systkini á lífi, Guðrúnu leik-
konu og Kristján og Stefán, tónlistar-
menn sem báðir spiluðu með Sinfón-
íuhljómsveitinni. Helga er kennari að
mennt, lék með Leikfélagi Reykjavík-
ur um árabil, starfaði lengi í tónlistar-
deild Ríkisútvarpsins og var hvíslari í
Þjóðleikhúsinu í nokkur ár.
Hún er fædd og uppalin á Laufásvegi
4 og kveðst komin aftur heim. „Afi var
einn fyrsti blikksmiður landsins og
átti litla viðbyggingu við stóra húsið á
Laufásvegi 4, þar bý ég núna – í dósa-
gerðinni! Það er voða kósí.“
gun@frettabladid.is
Datt dúfnaveisla í hug
Helga Þorsteinsdóttir Stephensen leikari fagnar sjötugsafmæli í dag með nánustu fj öl-
skyldu sinni. Á dagskránni er meðal annars heimsókn á Þingvelli og matarboð á Kjalarnesi.
AFMÆLISBARNIÐ Helga kveðst búa í
dósagerðinni. „Það er voða kósí.“
STÓRFJÖLSKYLDAN „Við erum fyrirferðarmikil fjölskylda, hávær, kát og stór í okkur,“ segir Helga.