Fréttablaðið - 04.09.2014, Side 48

Fréttablaðið - 04.09.2014, Side 48
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Fræðsla 20.00 Fræðslufundur Tilveru, samtaka um ófrjósemi verður í kvöld kl. 20.00 í sal Icepharma á Lynghálsi 13. Fyrirlesari er Hilmar Björgvinsson, líffræðingur á ART Medica. Hann mun fræða okkur um allt sem við viljum vita um það hvað gerist á rannsóknarstofunni. Gestir eru minntir á að virða trúnað um hverjir mæta. Fundir 19.30 Boðað hefur verið til aðalfundar Hallveigar– Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í kvöld klukkan 19.30 á Hall- veigarstíg 1. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk ræðu heiðursgests. Upplýsingar um framboðsmál verða aug- lýst síðar og lagabreytingar má senda á hallveig@uj.is. Hönnun 17.00 Hönnuðurinn Elísabet Ásberg mun kynna nýja línu fyrir heimilið í dag í Persónu á Hafnargötu 52 í Reykjanesbæ. Línan nefnist Hraun Sushi sett. Það verð- ur tilboð á hönnun í tilefni Ljósanætur. Sýningin stendur yfir alla helgina. Námskeið 13.00 Eigandi og helsti barþjónn danska barsins Mikropolis, á vegum Mikkeller brugghússins, verða með námskeið í dag á Hilton klukkan 13.00. Þeir ætla að miðla af þekkingu sinni og lífsskoðunum á bjórgerð og kokteilsnilli með gestum. Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við Slippbarinn. Barnatónleikar 21.00 Raftónlistarmaðurinn og klám- leikarinn Basshunter spilar fyrir dansi á nýnemaballi Verzlinga í Kaplakrika í kvöld klukkan 21.00. Einnig munu koma fram Steindi Jr, Bent, DJ JAY-O og DJ R&B. Verðið er 3.000 krónur innanskóla en utanskólamiðar eru uppseldir. Tónlist 19.30 Hljómsveitarstjórinn Andrew Litton, einn virtasti hljómsveitarstjórinn í Bandaríkjunum, opnar haustdagskrá Hörpu með sjöundu sinfóníu Beeth- ovens. Eftir það verður Wagner tekinn fyrir. Suðurafríska sópranósöngkonan Golda Schultz, sem útskrifaðist úr Juilli- ard, mun syngja og dansa við tónlistina. 20.00 Café Flóra og Reykjavik Sessions kynna Sumartónleikaröð Flórunnar 2014. Í kvöld verða það dúettinn Uni Jon og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl sem skemmta gestum Café Flóru. Tón- leikarnir byrja kl 20 og er frítt inn. Flóran er staðsett í Grasagarðinum. 21.00 Hljómsveitin Bellstop leikur á Café Rosenberg. Bellstopp er skipuð þeim Elínu Ólafsdóttur og Rúnari Sigur- björnssyni en þau hafa spilað saman um margra ára skeið, m.a. í Kína. Þau spila kröftugt þjóðlagarokk með hráum gítar- hljómi og sérstakri raddbeitingu. 21.00 DJ Smutty Smiff spilar vel valin lög á Bar 11 í kvöld. 21.00 Hljómsveitin The Roulette kemur fram klukkan 21.00 á Dillon ásamt fleiri tónlistarmönnum. 21.00 Hljómsveitin Óregla / Bagoura spilar á Gauknum í kvöld klukkan 21.00. 22.00 Fimmta Fótafimikvöldið er í kvöld þar sem raftónlistarstefnurnar juke og footwork, sem eiga uppruna sinn í Chi- cago-borg, og tengdir tónar fá að hljóma fyrir dansi. Plötusnúðar kvöldsins eru Ozy, Kocoon, Tandri og Hlýnun Jarðar. Stuðið hefst kl 22 og stendur til kl 1. 22.00 Í kvöld verður slegið upp heljar- innar veislu á Paddy’s í Keflavík þar sem hljómsveitirnar Klassart og Kiriyama Family munu koma fram. Miðasala fer fram við hurð og kostar miðinn litlar 2.000 krónur. Tónleikarnir hefjast kl 22.00. Bækur 17.00 Ætar kökuskreytingar, ný ljóðabók eftir Emil Hjörvar Petersen, kemur út í dag hjá Meðgönguljóðum. Í tilefni þess verður blásið til útgáfuhófs kl. 17.00 í Bókabúð Máls og menningar. Höfundur mun lesa upp úr bók sinni auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Myndlist 11.00 Myndlistarkonan Karlotta Blöndal mun sýna verk eftir sig í Týsgalleríi á Týsgötu 3. Í verkum hennar er oft mikið unnið með texta og sækist listakonan eftir að kanna eðli tungumála. 17.00 Lista-, kvikmyndagerðar- og tón- listarkonan Dodda Maggý mun sýna vídeóverk sín á kaffihúsi Listasafni Íslands í dag. Í list sinni reynir hún að útfæra innri víddir drauma, minninga og hugmyndaflugsins. 17.00 Karlotta Blöndal opnar einka- sýningu í Týsgalleríi í dag kl. 17.00. Í sýningunni Mót / Print af einum stað á annan, sýnir Karlotta verk sem unnin voru úti í náttúrunni fyrr á þessu ári á samsýningunni STAÐIR / PLACES í Tálknafirði á Vestfjörðum. Verkin hafa tekið á sig nýja mynd, gengið í gegnum umbreytingarferli og birtast í nýju sam- hengi á nýjum stað. 20.00 Í kvöld opnar myndlistarmaðurinn Kristján Guðmundsson sýninguna Sýningarsekúndur í menningarhúsinu Skúrnum. Verk Kristjáns er skoðað í gegnum gluggann á Skúrnum, sem stendur að þessu sinni við silfurreyninn á Grettisgötu 17, og er því opið allan sólarhringinn. Listamaðurinn mun gang- setja verkið með SMS-skeyti kl. 20.00. Samkoma 20.00 Röskva býður í nýannar- og útgáfuteiti í kvöld á skemmtistaðnum Húrra. Nýnemar, gamlir nemar, skipti- nemar og allir nemar eru meira en velkomnir ásamt þeim sem stunda ekki nám við HÍ. Frír bjór á meðan birgðir endast. 20.00 Bears on Ice er árleg samkoma samkynhneigðra skeggjaðra karlmanna í þykkari kantinum. Í kvöld klukkan átta er boðið upp á skráningar- og opnunarpartí samkomunnar á þriðju hæð Iðu á Lækjargötu 2. Hægt verður að fá passa fyrir Bears on Ice vikuna og að sjálfsögðu stuttermabol með. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.