Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 2
4. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM TILVONANDI SENDIHERRA OG ÖRLÁTUR RÁÐHERRAGLEÐIFRÉTTIN VIKAN 28.09.➜04.10.2014 VERIÐ VELKOMIN Á 6 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ 2.–5. OKTÓBER AFMÆLISBOÐ PI PA R\ TB W A WW •S ÍA KRISTÍN ÞÓRUNN TÓMAS- DÓTTIR furðar sig á bænaskrá á Kristsdegi þar sem beðið var fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga. ÓLÖF ÁSTA FARESTVEIT, for- stöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. GEIR H. HAARDE, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, segist hlakka til að taka við stöðu sendi- herra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið. INGVI HRAFN ÓSKARSSON, formaður stjórnar RÚV, er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt af skuldabréfi að fjárhæð 190 milljónir króna eftir að hafa fengið frest til 31. desember 2014. ➜ Kristján Þór Júlíus- son heilbrigðisráðherra ákvað að úthluta 132 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra til 11 verk- efna. Rúmlega 60% af þeirri upphæð fara til verkefna í kjör- dæmi ráð- herrans. Hjartaknúsarinn George Clooney og mannréttindalög- fræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga í Feneyjum um síðustu helgi. Alamuddin er virt á sínu starfs- sviði og eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni er hún strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan fatastíl. STJÓRNSÝSLA „Ítrekað skal að engar vís- bendingar eru um annað en að framlög þessi hafi verið notuð í þágu byggingar- innar,“ segir í greinargerð Ríkisendur- skoðunar þar sem fjallað er um notkun á skattfé sem runnið hefur til uppbyggingar Þorláksbúðar í Skálholti. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hvatti í mars í fyrra Ríkisend- urskoðun til að „ljúka því verki að upplýsa um hvernig skattfé sem runn- ið“ hefði til Þorláksbúð- arfélagsins hefði verið varið. Árni Johnsen hefur verið aðalforsvarsmaður félagsins. Nú segir Ríkisendur- skoðun fullyrðingu þingnefndarinnar, um að Ríkisendurskoðun hafi í bréfi til for- sætisnefndar Alþingis í júní 2012 ekki lokið við að upplýsa hvernig skattfé sem rann til Þorláksbúðar hafi verið varið, bæði ranga og ómaklega. „Bréfið upp- lýsti einmitt um hvert fjármunirnir hefðu runn- ið,“ segir Ríkisendur- skoðun. Þá segir Ríkisendur- skoðun að tilefni gagn- rýni þingnefndarinnar á starf Ríkisendurskoðunar sé fyrst og fremst fullyrðingar svokallaðra áhuga- manna um velferð Skálholtsstaðar í bréfi til nefndarinnar. Í þeim hópi voru Eiður Guðnason, Vilhjálmur Bjarnason, Ormar Þór Guðmundsson og Jón Hákon Magn- ússon, sem nú er látinn. Ríkisendurskoð- un segir engan þeirra hafa haft samband til að afla gagna eða renna stoðum undir þessar fullyrðingar. „Fullyrðing bréfritara um að ekki hafi farið fram nein athugun á fylgiskjölum í bókhaldi félagsins á sér enga stoð í raun- veruleikanum og er bréf- riturum ekki sæmandi. Staðreyndin er einfald- lega sú að sá starfsmaður Ríkisendurskoðunar, sem annaðist athugun á fjár- reiðum félagsins, skoðaði hvert einasta fylgiskjal í bókhaldi þess sem og yfirlit bankareikninga,“ segir Ríkisendurskoðun. Að sögn Ríkisendurskoðunar er Þorláks- búðarfélagið skilgreint sem félagasam- tök og að engu leyti í eigu eða undir stjórn ríkisins eða annars opinbers aðila. Engu að síður hafi starfsmaður Ríkisendurskoðun- ar fengið að skoða hvert einasta fylgiskjal í bókhaldi Þorláksbúðarfélagsins og yfirlit bankareikninga. „Ekkert sérstakt þótti stinga í augu auk þess sem allt stemmdi,“ segir Ríkisendurskoðun. gar@frettabladid.is Ómakleg gagnrýni og ósæmandi fullyrðing Ríkisendurskoðun segir gagnrýni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á hendur stofnun- inni vegna Þorláksbúðar ómaklega og fullyrðingar Áhugamanna um velferð Skálholts ekki sæmandi. Ekkert sérstakt stingi í augun og allt stemmi í reikningi Þorláksbúðarfélagsins. Í SKÁLHOLTI Staðsetning Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju og sögulegt gildi búðarinnar er umdeilt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEINN ARASON EIÐUR GUÐNASON ÁRNI JOHNSEN „Ríkisendurskoðun vill að lokum lýsa vonbrigðum sínum með að þáverandi stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd skuli hvorki hafa talið ástæðu til að kalla forsvarsmenn stofnunarinnar á sinn fund til að gera grein fyrir athugun sinni né að gefa henni kost á andmælum við drög að skýrslu nefndarinnar. Skýrslan verður þó hvorki skilin eða túlkuð á annan hátt en sem hörð gagnrýni af hálfu nefndarinn- ar á það hvernig Ríkisendurskoðun stóð að verki við athugun sína. Í henni er gagnrýnislaust tekið undir alvarlegar en tilhæfulausar athugasemdir áhugamannanna við fyrri könnun Ríkisendurskoðunar á fjárreiðum Þorláksbúðarfélagsins.“ Úr greinargerðinni HÖRÐ GAGNRÝNI SUNNUDAGUR Beittu táragasi í Hong Kong Lög- reglan í Hong Kong beitti táragasi eftir að til átaka kom á milli lögregluþjóna og mótmælenda í borginni. Margir mótmælendur voru handteknir en þeir eru ósáttir við að yfirvöld í Kína leyfi ekki lýðræðislegar kosningar í Hong Kong. MÁNUDAGUR Prestar undrast bænaskrá Fréttablað- ið greindi frá því að prestar þjóðkirkjunnar hefðu undrast bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. ÞRIÐJUDAGUR Segist saklaus Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag hélt því fram að konan hefði svipt sig lífi. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu. MIÐVIKUDAGUR Ný stjórnsýslustofnun undirbúin Fréttablaðið greindi frá því að allar líkur væru á því að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndar- stofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk annars sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. FIMMTUDAGUR Lýsti yfir vanhæfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, brást við niðurstöðu ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinns- málinu, en hún kvaðst vera vanhæf vegna fjölskyldutengsla. „Ég mun fara yfir erindi ríkissaksóknara og bregðast við því á viðeigandi hátt, eins fljótt og kostur er,“ sagði hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. FÖSTUDAGUR ESB-umsókn verði dregin til baka Hanna Birna Kristjánsdóttir telur rétt að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli hennar á fundi með Sambandi eldri sjálfstæðismanna. LAUGARDAGUR Samstarf við Ísland eftirsóknarvert „Okkar vilji stendur til þess að koma á fót framsæknum sjávarútvegi í eigu lands- manna. Það er langtímaverkefni og samstarf við önnur lönd, eins og Ísland, sem hafa þekkinguna er okkur afar mikilvægt.“ SÍÐA 4 Samuel Ankama, sjávarútvegsráðherra Namibíu. KJARAMÁL Það er fátt sem bendir til þess komið verði í veg fyrir að verkfall lækna hefjist 27. október. Mikið ber í milli hjá deiluaðilum og enginn fundur hefur verið boð- aður. Rafræn kosning hjá Lækna- félagi Íslands og Skurðlækna- félagi Íslands stendur yfir og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Sigurveig Pétursdóttir, formað- ur samninganefndar lækna, segir að hún eigi ekki von á öðru en að læknar samþykki að boða til verk- falls. „Ég geri fastlega ráð fyrir því og ég er bjartsýn á að þeir samþykki þessa beiðni þó að það sé okkur ekki ljúft að fara í verk- fall.“ Sigurveig segir að takmarkað umboð samninganefndar ríkisins til að mæta kröfum lækna tor- veldi viðræður. Fast sé haldið í þá stefnu stjórnvalda sem sett var í byrjun árs að miða eigi við 2,8 prósenta hækkun hjá opinberum starfsmönnum. Þau takmörk séu hins vegar fokin út í veður og vind og forsendur fyrir slíkum samn- ingum löngu brostnar. „2,8-3 prósent duga ekki því við vitum að það er flótti lækna frá landinu og við læknar vitum um hvað málið snýst. Við verðum að sporna við því og það verður ekki gert öðruvísi en að hækka laun,“ segir Sigurveig. - hh Forystumenn lækna segja þá ekki geta sætt sig við þriggja prósenta hækkun: Fátt kemur í veg fyrir verkfall Á LANDSPÍTALA Læknar greiða þessa dagana atkvæði um verk- fallsboðun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.