Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 12
4. október 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar dagar styttast fer að bera á tilkynningum þar sem fjórðungi Íslendinga er sagt að nú megi þeir vera styttra úti á kvöldin. Þetta er tilkynnt á veggspjöldum með bros- andi klukkum og í tölvupósti sem lendir í pósthólfum íslenskra for- eldra. Gjarnan er minnt á eftirfar- andi lagatexta: „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukk- an 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, í þrótta - eða æskulýðssam- komu. Aldurs- mörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðing- ardag.“ Til að byrja með hljóta allir að sjá hve gallað þetta ákvæði er. Lesum það orðrétt. Mega þá börn 13-16 börn ekki vera á almanna- færi þótt þau séu með fullorðn- um ef þau eru ekki að koma heim af fimleikaæfingu? Aldursmörk- in eru svo ekki nægilega skýr og hefð virðist ráða túlkun þeirra. Loks má nefna hið augljósa: Hve- nær lýkur þessu útgöngubanni? Klukkan 6.00? Klukkan 7.00? Ákvæði sem felur í sér svona víð- tæka frelsisskerðingu getur ekki verið svona óljóst þegar kemur að gildistíma. Það má efast um að einhver dómari myndi einhvern tímann dæma einhvern fyrir brot á þess- um lögum. Þetta ákvæði ber öll þess merki að vera hugsað sem leynivopn rökþrota foreldra sem hafa sagt „af því að að ég segi það“ það oft yfir að þá vantar eitthvað eins og „af því að Alþingi segir það“ til að brjóta hlutina aðeins upp. SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Útgöngubannið Nú mun einhver spyrja: Verða ekki að vera ein-hverjar reglur? Svarið við því er: „Kannski.“ Það virðist gera börnum ágætt að setja ákveðnar, fyrirsjáanlegar reglur. En það er allt annað en sjálfsagt mál að ríkið verði að setja þær. Það ættu for- eldrar einfaldlega sjálfir að gera. Það eru fá svæði heimsins sem taka jafnmikið fram fyrir hend- urnar á þeim eins og Ísland gerir. Vissulega hafa margir bæir Bandaríkjanna sett sér útivistar- reglur. Sums staðar hefur verið dæmt að umræddar reglur stand- ist ekki stjórnarskrá, annars staðar hafa dómarar leyft þeim að halda gildi sínu. Það er ekki komin lokaniðurstaða í þessi mál vestanhafs. Hæstiréttur Bretlands hefur hins vegar dæmt á þann veg að óheimilt sé að handtaka börn sem ekki eru líkleg til vandræða. Bresku lögin tóku þó einungis til afmarkaðra svæða. Ísland er ein- stakt að því leyti að hér ná lögin til alls landsins. Þá má finna fréttir af því að árið 2006 hafi verið rætt um að setja sambærilegt útgöngubann milli 23.00 og 5.00 í nokkrum borgum Bosníu en að mannréttindahópar hafi mótmælt því. Fulltrúi svokall- aðrar Helsinkinefndar fyrir mann- réttindi í Bosníu taldi á sínum tíma að reglurnar væru brot á réttind- um barna eins og þau kæmu fyrir í barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Á Íslandi er umboðsmaður barna furðu meðvirkur stjórnvöld- um í þessu máli í ljósi þess hve sér- stök frelsisskerðingin er á heims- vísu. Útivistarlög eru oftar en ekki sett í kjölfar frásagna af glæpum þar sem börn eru gerendur. En virka þær? Um það er mjög deilt. Margir hafa þó bent á að fram- kvæmd þeirra vestanhafs feli gjarnan í sér kynþáttamismunun því í langflestum tilfellum er ein- faldlega verið að handtaka ungt, svart fólk sem er að dunda sér við að spila körfubolta eða eitthvað álíka saklaust. Verða að vera reglur … Haustið er komið. Á mörgum heimilum munu ungir frels-isaktívistar reyna að snúa ráðandi öflum á sitt band. Þeir munu benda á að „allir aðrir fái að vera úti lengur“. Að reglurnar vegi að frelsi þeirra, feli í sér mis- munun og dæmi allt ungt fólk fyrir óframin heimskupör nokkurra. Rökræðurnar geta verið lang- ar og erfiðar. Og þær geta verið erfiðar einfaldlega vegna þess að unga fólkið hefur rétt fyrir sér. Eins og áður sagði, foreldrar eiga að ráða þessu, en heildarútgöngu- bann alls fólks undir 16 ára aldri er óhefðbundið og ósanngjarnt. Aðstæður ungs fólks geta verið ólíkar. En ungt fólk á að geta verið úti á kvöldin án þess að vera hand- tekið. Kannski eru margir sem eru búnir að gleyma því en margt ungt fólk upplifir þessi sérstöku íslensku útivistarlög sem talsvert ranglæti. Og þau eru ranglát. Það versta við lögin er að þau glæpa- væða algerlega saklausa hegðun. Einhver fimmtán ára er bara að labba heim klukkan korter yfir tíu frá vini eða vinkonu. Hvern er verið að skaða? Hvert er fórnar- lambið? Afglæpavæðum labbitúrinn Komdu í yoga Lækkar blóðþrýstinginn Betri svefn Áhersla á mjóbak og axlir Rétt öndun góð slökun Yoga I - Ertu með stirðan kropp - Ertu í yfirþyngd - Ertu að ná þér eftir veikindi - Ertu með vefjagigt - Ertu komin á efri árin Kennt í Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði 691 0381 Kristin Björg Yoga II - Ertu að æfa en vilt ná lengra - Meiri liðleiki - Meiri styrkur og jafnvægi - Yngri og sterkari líkami - Með krefjandi yogaæfingum Þ egar við Íslendingar vegum og metum stöðu okkar gagn- vart öðrum þjóðum grípum við oft til þess að segja að innviðirnir hér séu svo sterkir. Því sé staða okkar sterk, möguleikar okkar miklir, og meiri en flestra annarra þjóða, til að komast yfir erfiða hjalla. En er það svo? Erum við betur stödd en flestar aðrar þjóðir? Sé það rétt í ein- hverjum tilfellum, fer fjarri að það sé svo alls staðar. Fréttablaðið var með langt viðtal við ríkissaksóknarann í gær þar sem kom glögglega fram að ekki er allt sem sýnist og álag á embættið og það fólk sem þar starfar er mikið. Grípum aðeins niður í viðtalið: „Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu?“ spurði saksóknarinn. Það er ekkert annað. Verkefnin eru fleiri og meiri en embættið hreinlega ræður við. Þetta gengur svo langt að saksóknara verður ekki svefnsamt. Saksóknari var þá spurður hvort embættið réði við að sinna lögbundnum skyldum, sem hlýtur jú að vera lágmark. „Nei. Það finnst mér ekki. Ég hugsa að ég þyrfti tvo starfsmenn til viðbótar, þá værum við betur sett. Málatölurnar eru aðeins að batna, en mál hafa alveg orðið skrambi gömul hérna.“ Og svo þetta: „Við erum öll meðvituð um þetta en við bara getum ekki hlaupið hraðar. En ég held við séum bara að standa okkur nokkuð vel miðað við málafjöldann og allt klárast þetta náttúrulega að lokum en tekur heldur langan tíma. Þetta er bara spurning um réttaröryggið; að málin skemmist ekki og það má ekki gleyma öllu þessu fólki sem þarf að bíða eftir of hægri afgreiðslu.“ Þannig lýsir saksóknari ríkisins innviðunum í sínu embætti. Sérstakur saksóknari talar á svipuðum nótum, dómstólarnir eru önnum kafnir, málafjöldinn vex endalaust, en dómurum fjölgar fjarri að sama skapi. Dómsvaldið, þriðja stoðin í þrískiptingu valdsins, er illa sett. Jafnvel er sú stoð lömuð að hluta. Þar eru innviðirnir greinilega ekki traustir. Heilbrigðiskerfið, sem á tyllidögum er sagt eitt það besta, ef ekki bara það besta í heimi, er í sýnilegum vanda. Aðbúnaður er ekki nægilega góður, læknar undirbúa verkfall, það er þeir sem hafa ekki flúið til útlanda, þar skortir hús og þar skortir tæki. Við sjáum öll og vitum öll að við erum ekki með besta heilbrigðis- kerfi í heimi. Samt töluðum við eins og staðan væri allt önnur og betri. En við erum lánsöm. Meðal okkar er, enn að minnsta kosti, vel menntað og hæft fólk sem hefur tekist við erfiðar aðstæður að vinna afrek nánast hvern dag. Það þekkja þau sem hafa þurft að treysta á burði heilbrigðiskerfisins. Þegar við berum saman námsárangur íslenskra nemenda og næstu þjóða kárnar gamanið enn. Við stöndum illa í samanburð- inum. Við meira að segja hikum ekki við að útskrifa fólk úr grunnnámi sem alltof margt getur ekki einu sinni lesið sér til gagns. Brottfall úr framhaldsskólum er meira hér en víða annars staðar. Og það sárasta er að áfram er hægt að telja upp þætti sem sanna að innviðir menntakerfisins eru ekki með neinum ágætum. Því miður. Ríkissaksóknari er með í maganum og sefur ekki af áhyggjum. Ætli það eigi við um margt annað fólk sem hefur tekið að sér vera í forsvari hér og þar? Eru innviðirnir eins góðir og við höldum fram? Með í maganum Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.