Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 16

Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 16
4. október 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Árið 2006 var gert samkomulag við þáver- andi ríkisstjórn um stefnumörkun til að efla íslenska kvik- myndagerð 2007-2010. Aðilar voru sammála um að Kvikmyndasjóð- ur þyrfti að vera 700 milljónir króna til að geta rækt menningar- hlutverk sitt við fram- leiðslu á íslensku kvik- myndaefni og var sett upp áætlun hvernig því markmiði yrði náð á samningstímabilinu. 700 milljónir á verð- lagi dagsins í dag sam- svara tæplega 1.200 milljónum. Framlög í Kvikmyndasjóð á þeim tíma sem síðan er lið- inn hafa aldrei náð markmiðum samkomu- lagsins, þótt vissulega hafi þau farið nálægt því árið 2013. Öll hin árin er munurinn sláandi og samanlagt á árunum 2010-2014 vantar 2,6 millj- arða til að þetta markmið náist. Í fjár- lögum fyrir árið 2014 var framlag til Kvikmyndasjóðs skorið niður um hart- nær 40% milli ára, eða um 400 millj- ónir króna. Árið 2010 var Kvikmyndasjóður líka skorinn niður á milli ára um hartnær 30%. Þá var verið að vinna með fjár- lagagat upp á 240 milljarða króna. Í slíku árferði var ekki um auðugan garð að gresja og kvikmyndagerðinni var stillt upp við vegg þegar núverandi samkomulag var endurnýjað. Í sam- komulaginu sem gildir 2011-2015 var áætlað að framlag ársins 2015 yrði 700 milljónir króna. Á núvirði er sú tala 812 milljónir króna og því vantar enn þá nær 100 milljónir króna í áætlað framlag 2015 til að ná framlagi sem var í kreppu- samningnum frá árslokum 2010. Á sama tíma eru tekjur ríkissjóðs áætl- aðar að raunvirði 17,7% hærri en 2010 á verðlagi í ágúst 2014. Ekki áhugi Af þessum tölum er fátt annað hægt að álykta annað en að vilji stjórnvalda standi ekki til þess að hér sé framleitt íslenskt kvikmyndaefni af því magni og gæðum sem þó var víðtæk sátt um árið 2006. Þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs í dag og hærri framlög til mennta- og menningarmála en árið 2006, virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga á að efna samninga frá 2006 og 2010. Íslensk kvikmyndagerð er sú eina í heimin- um sem talar íslensku. Innlend kvik- myndagerð endurspeglar þá menningu og samfélag sem við lifum í og sú eina í heiminum sem endurspeglar íslenskt þjóðfélag. Og þetta er staðan, þrátt fyrir að fyrir löngu sé sýnt fram á að öll opinber fjárfesting í innlendri kvik- myndamenningu skili sér margfalt til baka í ríkiskassann í krónum talið. Kvikmyndasjóður er samkeppnis- sjóður. Rétt eins og tveir aðrir slíkir, varð hann fyrir miklum niðurskurði á síðustu árum. Kvikmyndaframleið- endur fagna því að stjórnvöld hafi séð að sér með frekari niðurskurð á tveimur af þessum mikilvægu sam- keppnissjóðum en finnst á sama tíma undarlegt að þriðji samkeppnissjóður- inn sé skilinn eftir. Þegar þróun þess- ara sjóða er skoðuð á sex ára tímabili sést greinilega hvernig Kvikmynda- sjóður hefur verið skilinn eftir. Árið 2009 eru Tækniþróunarsjóður og Kvik- myndasjóður nær jafnir að stærð, en árið 2015 stefnir í að sá síðar- nefndi sé einungis um helmingur af stærð hins fyrri, eða 1.373 m. kr. á móti 725 milljónum. Þarna munar því um 650 milljónir á framlagi til samkeppnissjóða sem voru nær jafn stórir árið 2009. Af framansögðu er kannski ekkert undarlegt að undirritaðir auglýsi eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvik- myndamenningu. Auglýst eftir efndum og endurnýjun Er þörf fyrir breytt viðhorf til fóstureyð- inga? Að mínu mati er þörf fyrir umræðu og samtal um fóstureyðingu. Ástæðan er sú að hátt í 1.000 fóstureyðingar eru fram- kvæmdar á Íslandi ár hvert, sem þýðir að hátt í 2.000 manns taka árlega þá ákvörðun að binda enda á meðgöngu barns síns. Nú skyldi enginn halda að sú ákvörðun og fram- kvæmd láti nokkurt foreldri ósnortið. For- eldrið þarf að lifa við þessa ákvörðun og það reynist mörgum erfitt, fyrir suma er fóstur- eyðingin kveikjan að þung- lyndi sem aldrei læknast. Tilhugsunin og söknuðurinn yfir því lífi sem hefði getað orðið verður óbærileg, og engin geðlyf geta læknað þessa hjartasorg, Bæn til þjóðar Eflum forvarnir, fækkum þeim foreldrum sem neyð- ast til að enda líf barns síns. Upplýsum betur um stuðn- ing velferðarkerfisins sem er til staðar fyrir þá verðandi foreldra sem kjósa að ganga með barnið sitt. Hvetjum for- eldra unglinga til að ræða meira við ungling- inn sinn um kynlíf, engin getnaðarvörn veitir 100% vörn gegn þungun, því fylgir kynlífi alltaf áhætta á getnaði og fóstureyðing er engin lausn. Fóstureyðing er neyðarúrræði sem þarf að vera til staðar en henni fylgir áhætta, það er enginn samur eftir þetta neyðarúrræði. Bætum fræðslu um kynlíf, ræðum um afleiðingar kynlífs og áhættuna sem fylgir kynlífi. Spyrnum gegn markaðs- væðingu óhefts kynlífs, gerum athugasemdir þegar fjölmiðlar hvetja til óábyrgrar kyn- lífsiðkunar. Bætum sjálfstraust ungmenna okkar, þau þurfa ekki að vera kynferðislega virk til að þóknast tíðarandanum. Umfram allt rjúfum þagnarmúrinn. Bænin sem má ekki heyrast N r Hyundai i10 Verðlaunab ll fr 1.990.000 kr. Hyundai – Kauptúni 1 – Beint á móti IKEA – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 5 2 8 *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da N r Hyundai i10 hefur unnið til 10 verðlauna s ðastliðnum fj rum m nuðum og er n efa einn skemmtilegasti sm b llinn markaðnum. Með fullkominni 4G Wi–Fi tengingu geta farþegar auðveldlega breytt i10 minnsta skemmtistað heimi og sent beint fr skemmtilegum b lt r með g ðum vinum. Gerðu eitthvað skemmtilegt! Kynnið ykkur n ja l nam guleika hj s lum nnum Hyundai 5 ra byrgð takmarkaður akstur Hyundai i10 – eldsneytisnotkun: 4,7 l/100 km bl nduðum akstri* • 4G Wi–Fi tenging • ESP st ðugleikast ring • ABS hemlar með EDB hemlaj fnun • 6 loftp ðar • Upphituð sæti og leðurst ri • Aksturst lva • Þokulj s • ISO-fix barnab lst lafestingar Fyrsti b llinn markaðnum með Wi–Fi tengingu GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 10% TBORGUNINN N JANHYUNDAI N i b llinn er Hyundai OPIÐ DAG FR KL. 12-16 MENNING Hilmar Sigurðsson formaður Sam- bands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda Friðrik Þór Friðriksson formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra SAMFÉLAG Guðrún Sæmundsdóttir situr í stjórn félagsins Valkostir.is 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 KVIKMYNDASJÓÐUR 2006-2015 ma. kr. 1,8 1,6 1,4 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 ma. kr. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 ÞRÓUN SAMKEPPNISSJÓÐA 2009-2015 Rannsóknarsjóður Tækniþróunarsjóður Kvikmyndasjóður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.