Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 18
4. október 2014 LAUGARDAGUR | HELGIN | 18 Söngleikir, leyndardómar og samkynhneigð Framhaldsskólarnir eru nú í óðaönn að undirbúa leiksýningar vetursins. Fréttablaðið heyrði í nokkrum formönnum nemenda- og leiklistarfélaganna og ljóst er að framund- an er spennandi vetur í leiklistinni. Söngleikir og dramatískar ástarsögur verða vinsælar. Verzlunarskólinn Nemendafélag Versló setur upp söng- leikinn Saturday Night Fever, byggð- an á samnefndri kvikmynd með John Travolta í aðalhlutverki. Leikstjóri er Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Listafélag Verslunarskólans setur svo upp nýja útgáfu af Shakespeare- leikritinu Rómeó og Júlíu, en í þess- ari útgáfu verða elskhugarnir tvær stúlkur, þær Rómeyja og Júlía. Með aðalhlutverk fara þær Agnes Gísla- dóttir og Rannveig Eva Snorradóttir. Frumsýnt verður þann 7. nóvember. Verkmenntaskólinn á Akureyri „Leikfélagið okkar heitir Yggdrasill og í vetur ætla þau að setja upp leikritið 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helga- son,“ segir Stefanía Tara Þrastardótt- ir, formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, en flestir muna eftir kvikmyndinni sem gerð var eftir bók Hallgríms. „Við fáum flottan leikstjóra, hann Jón Gunn- ar Þórðarson, en hann hefur áður sett upp Rocky Horror, Ræflavík og Lísu og Lísu hjá Leikfélagi Akureyrar. Við stefnum svo að því að frumsýna 24. október, þetta verður gaman og við hlökkum mikið til að setja upp flotta sýningu.“ Rómeyja og Júlía Agnes Gísla- dóttir og Rannveig Eva Snorradóttir. Stefanía Tara Þrastar- dóttir, for- maður nem- endafélagsins Þórdunu Menntaskólinn við Hamrahlíð „Við í Leikfélagi Menntaskólans við Hamra- hlíð munum setja upp sýningu næsta vor. Leikstjórinn okkar í ár er enginn annar en Dóri DNA. Núna á haustönn verður sett upp sýning eftir Helga Grím Hermannsson, nem- anda í skólanum, en hann bar sigur úr býtum í handritakeppni sem haldin var í skólanum. Það er svakaleg leynd sem hvílir yfir því hvaða sýning verður síðan sett upp í vor en hún verður eflaust tilnefnd til Grímunnar sem snilld ársins,“ segir leikfélagsstjórn Menntaskólans við Hamrahlíð. Leikfélagsstjórnin RÓMEÓ OG JÚLÍA LEIKFÉLAGIÐ YGGDRASILL BEETLEJUICE Menntaskól inn í Reykjavík Rakel Björk Björnsdóttir, for- maður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, var dularfull þegar hún var spurð út í hvaða verk yrði sett upp í vetur, og gat því miður ekki ljóstrað því upp hvaða sýning hefði orðið fyrir valinu. „Þetta verður ein stærsta sýning sem við höfum sett upp, enda afmælissýning því þetta verður 170. sýningin sem Herranótt setur upp,“ segir Rakel. „Stefán Hallur Stefánsson, leikari og leikstjóri, mun leik- stýra verkinu sem verður sýnt í Gamla bíói og við stefnum að því að frumsýna þann 27. febrúar,“ segir Rakel. „Verkið verður bæði fyndið og dramatískt, tónlistin mjög góð og skemmtileg. Þetta verður magnað!“ Menntaskól inn á Ísafi rði „Það er ekki búið að negla niður hvaða verk við ætlum að sýna en valið stendur á milli Beetlejuice, Rock of Ages eða Mamma mia!,“ segir Ísak Emanú- el Róbertsson í Nemendaráði MÍ. „Við sýnum leikritið alltaf í svokallaðri Sól- risuviku, en það er menningar- og listavika sem nemendur skól- ans sjá um. Við tilkynnum hvaða verk verður fyrir valinu fljótlega og hefjast æfingar í nóvember. Frumsýnt er Sólrisuvikunni í mars,“ segir Ísak. Ísak Emanúel Róbertsson Nemendaráði Rakel Björk Björns- dóttir formaður Herra- nætur Adda Soffía Ingvarsdóttir adda@frettabladid.is Benedikt Freyr Jónsson, tón- listarmaður og plötusnúður Fjölskylduhelgi Ég er ekkert að spila um helgina og verð því með fjöl- skyldunni alla helgina. Einnig mun ég æfa með Dillalude fyrir gigg sem við erum með átjánda október á Prikinu. Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur Styttri ferð í Djúpið Við í ritnefnd bókmenntaritsins Styttri ferða förum í Djúpið, sem er í kjallara veitingahússins Hornsins, og afhjúpum hverjir skrifuðu sögurnar í ritinu sem kom út í vor. Síðan ætla ég að reyna að sjá meira á RIFF, helst mynd eftir Mick Leigh. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna Bíður eft ir skemmtilegum tilboðum Planið var að vera á flokksráðsfundi Vinstri grænna á Akur- eyri um helgina en fundurinn var blásinn af vegna meintrar ófærðar. Spáin var svo slæm að við þorðum ekki að halda fundinn eins og til stóð. Þannig að helgin er alveg óráðin og ég bíð nú eftir tilboðum frá vinum og vandamönnum um vandað skemmtiprógramm. Á óskalistanum er virkilega góður matur sem hefur tekið langan tíma að elda og jafnvel óvissuferð í góðum félagsskap. Daníel Þorsteinsson, grafískur hönnuður Hengja upp drasl Ég ætla að tjilla,kannski fá mér ein, tvö öllýs. Klára að mála þvottahúsið og hengja upp eitthvert drasl til að hengja upp föt. Svo ætla ég að æfa með Sometime og ábyggilega horfa á einhverjar vídjómyndir. Á TÓNLEIKA Elektra En- semble með Sigríði Thorlacius á Kjarvalsstöðum kl. 20.00 sunnudagskvöld. Sigríður flytur ástsæl íslensk söng- og dægurlög, en aðrir flytjendur eru Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. HELGIN 4. október 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Á BEINA LEIÐ fyrstu og mest seldu plötu KK bandsins. Á plötunni eru m.a. lögin Vegbú- inn, Þjóðvegur 66 og Ó borg mín borg, sem Björk söng með bandinu. Síðan er upplagt að fara beinustu leið á Blúskvöld Blúsfélags Reykja- víkur í Rosenberg á mánudagskvöldið og hlýða á KK, Þorleif Guðjónsson bassaleikara og Kormák Geirharðsson trommuleikara. KAR- ITAS ÁN TITILS eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur. Sagan gerist í upphafi 20. aldar og hverfist um unga stúlku, sem elst upp í stórum hópi föður- lausra systkina. Hana dreymir um öðruvísi tilveru og þráir að hlýða kalli listagyðjunnar. Meginþráður sögunnar er hlutskipti kvenna á Íslandi fyrr og síðar, ekki síst þeirra sem feta aðrar slóðir en samfélagið ætlar þeim. Þjóð- leikhúsið frumsýnir leikrit eftir bókinni um miðjan október. Á 42 drama- tíska bíómynd kl. 21.15 á Stöð 2 í kvöld, Myndin fjallar um hafnaboltaleik- manninn Jackie Robinson (1919-1972), sem braut blað í bandarískri íþróttasögu þegar hann gerðist leikmaður efri deildar í hafnabolta fyrstur þeldökkra manna árið 1947. Í aðalhlutverkum eru Chadwick Boseman og Harrison Ford.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.