Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 42

Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 42
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 42 HENSON LAGERSALA Aðeins í 3 daga Laugardag 4. o któber kl.11-18 , sunnudag 5.o któber kl.11-18 og mánudag 6. október kl.11- 18 Staðsetning: B rautarholti 24 TRIPIT Frábær leið til að fá upplýsingar um stöðu á flugi og til að halda utan um ferðalög. VEÐUR Því það er síbreytilegt og gagnlegt eftir að ég fór að ferðast meira um á reiðskjóta. TWITTER Þar eru ferskustu fréttirnar– ef maður fylgist með rétta fólkinu og fréttaveitunum. XIÐ Mjög gott app til að hlusta á uppáhaldsútvarpsstöðina og fylgjast með hvað fer næst í spilun. SPOTIFY Þar finnast gersemar, nýjar og gamlar. QUIZUP Skemmtilegt app til að viðhalda yfirborðsþekkingu. CHATSECURE Til að eiga örugg og dulkóðuð samskipti. GOOGLE MAPS Til að forðast villur vegar. Fjölmörg tæknifyrirtæki, eins og Apple, Google, Samsung, LG, Motor ola, Sony og mörg fleiri, hafa markaðssett snjallúr á síð- ustu misserum, en þó hefur mark- aðurinn ekki tekið við sér eins og þau höfðu vonast eftir. Greinendur segja þó að mark- aðurinn muni taka stakkaskiptum á næstu árum og að snjallúr fari frá því að vera eitthvað sem „nördar“ sækjast í yfir í það að almenn- ingur taki þeim opnum örmum. Með stækk- un markaðarins munu fjölmörg smærri fyrir- tæki framleiða snjallúr, en þrátt fyrir það segja greinendur að lítið verði um tækninýjungar. Þróun og hönnun snjall- úra muni snúast í kringum stýrikerfi sem þegar séu til og getu þeirra. Þar að auki eru snjallúr að verða að tískuvöru í stað raftækja og sem dæmi fékk Apple heimsfræg- an hönnuð til þess að taka þátt í þróun Apple Watch-snjallúrsins, sem kynnt var í síðasta mánuði. „Það er best að horfa á snjall- úr sem hagnýtan fylgihlut frek- ar en raftæki,“ segir Sweta Dash, framkvæmdastjóri rannsókna hjá markaðsrannsóknafyrirtækinu IHS. Gífurleg stækkun markaðar Markaðsfyrirtækið Juniper Re- search telur að markaðurinn fyrir snjallúr muni hafa fjórfaldast árið 2017. Þá hafi 116 milljónir slíkra úra selst, samanborið við 27 millj- ónir á þessu ári. Þá telja þeir að snjallúrin muni ryðja hlaupaúrum úr vegi, þar sem flestir, ef ekki allir, notkunarmöguleikar hlaupa- úra séu fáanlegir í flest snjallúr. Þó segja þeir að það verði ekki fyrr en árið 2017 sem fleiri einstaklingar muni eiga snjallúr en hlaupa- úr. Rannsakendur IHS halda því fram að árið 2023 muni um 800 milljón- ir snjallúra hafa komið í hillur verslana, saman- borið við 54 millj- ónir núna í ár. Enn eitt grein- ingarfyrirtæk- ið segir að sölu- tölur snjallúra muni hækka um allt að 400 pró- sent á næsta ári. Tæknifyrir- tæki sjá mikil tæki- færi í því að þróa og selja snjallúr sem tengjast sérstaklega snjallsímum fyrir- tækjanna. Þannig vonast þeir til að auka mjög tekjur sínar frá sömu notendum. Líklegt þykir að einn af hverjum tuttugu snjallsímum verði tengdur snjallúri innan nokkurra ára. IHS segir þróun teygjanlegra skjáa vera lykilatriði í þróun snjall- úra. Slíkir skjáir hafi þegar opnað nýja möguleika í þróun og hönnun þeirra. Einnig þurfi að þróa skjái sem noti ekki mikið rafmagn. Þannig hefur LG hafið framleiðslu UPPÁHALDS- ÖPPIN8 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata 3G 9:41 AM Veður Tripit Spotify QuizUp Xið Twitter ChatSecure Google Maps MINECRAFT ★★★★ ★ XBox NETLEIKUR Frelsi og sköpunargleði í ævintýralegri veröld Spá 400 prósent vexti snjallúrasölu Þrátt fyrir að fj ölmörg fyrirtæki hafi framleitt snjallúr hafa neytendur ekki tekið þeim opnum örmum. Enn er þróun úranna mikilvæg og nauðsynlegt að þau lækki í verði. Greinendur telja að á næstu árum muni markaðurinn sem og úrin sjálf taka stakkaskiptum. 116 MILLJÓNIR SNJALLÚRA VERÐA Í NOTKUN ÁRIÐ 2017 800 MILLJÓNIR SNJALLÚRA MUNU HAFA KOMIÐ Í HILLUR VERSLANA ÁRIÐ 2023 Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er ein- stakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirfram- gefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upp- lifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta. Kjartan Hreinn Njálsson Það er best að horfa á snjallúr sem hagnýtan fylgihlut frekar en raftæki. Sweta Dash, framkvæmdastjóri rannsókna hjá IHS Samúel Karl Ólason samuel@365.is á skjáum sem haldið geta upplausn sinni án orku. Þannig er hægt að draga verulega úr rafmangsnotkun snjallúra. Þrjú atriði nauðsynleg Til þess að neytendur taki snjall- úrin í almenna sátt og þau geti leyst gömlu góðu úrin af, eru þrjú atriði sem þau þurfa að uppfylla. Getan þarf að vera í lagi. Þar er átt við endingu rafhlaðna og hve öflug þau eru. Þá þurfa þau að líta vel út. Einnig þarf viðmót þeirra að vera þægilegt og þau auðveld í notkun. Auk þessara þriggja atriða þurfa snjallúr að lækka í verði. Þar til þessi atriði náist að fullu er ekki víst að markaðurinn muni taka það stökk sem greinendur reikna með. EITT AF MÖRGUM JK Shin, framkvæmda- stjóri þróunar- og farsíma- sviðs Samsung, kynnti Galaxy Gear-snjallúrið á tæknisýningu í Berlín í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFPNORDIC
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.