Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 44

Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 44
FÓLK|HELGIN VIDDI, ELSA EÐA SIMBI Þór Breiðfjörð syngur lög úr þekktum teiknimyndum í Salnum á morgun ásamt Felix Bergssyni og Valgerði Guðnadóttur. MYND/STEFÁN Fólk á öllum aldri kom á tón-leikana í vor, börn, foreldrar, ömmur og afar. Þór á von á að sjá jafnmörg andlit á morgun. „Það myndaðist einstök stemn- ing, börnin sungu með af innlifun, enda þekkja þau lögin ekki síður en foreldrarnir,“ segir Þór sem er menntaður í söngleikjatónlist frá Arts Educational London Schools. Þór söng í mörgum þekktum söngleikjum í London þar sem hann bjó í ellefu ár. Meðal þeirra eru Vesalingarnir, Superstar og Óperudraugurinn. Einnig tók hann þátt í Rómeó og Júlíu-ævin- týri Vesturports á West End. Hann flutti síðar til Kanada þar sem hann starfaði í þrjú ár. Eftir heimkomu vakti Þór mikla athygli í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum og hlaut Grímuna fyrir frammistöðu sína. HAKÚNA MATATA Frá því hann flutti heim árið 2010 hefur hann tekið að sér hin fjöl- breyttustu verkefni. Meðal annars hafa þau Valgerður farið um landið og sungið söngleikjatónlist. „Teiknimyndalögin komu í fram- haldinu og þar sem Felix, ekki síð- ur en Valgerður, er þekkt rödd úr svo mörgum myndum var frábært að fá hann til samstarfs,“ segir hann. „Lögin þekkja allir og við erum grallarar sem höfum gaman af því að ærslast svolítið á sviðinu. Það seldist upp á tvenna tónleika í vor en við höfðum ekki tök á að halda fleiri þannig að upplagt var að taka upp þráðinn að nýju núna. Þakið ætlaði beinlínis að fljúga af Salnum þegar við sungum Hakúna Matata úr Lion King svo mikil var hrifningin. Síðan þekkja allir lagið Vinur minn úr Toy Story.“ Þór og Valgerður stýra söng- leikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz annað árið í röð. „Við erum að gera nýja hluti með þessari deild en okkur fannst vanta þjálfun á þessu sviði. Deildinni hefur verið afskap- lega vel tekið. Við erum að þróa námskrá fyrir deildina með leyfi menntamálaráðuneytisins, þetta er ekki vetrarnám- skeið heldur söng- nám sem endar með prófum.“ ÆRSLAST MEÐ DISNEY SKEMMTILEGT Þór Breiðfjörð, söngvari og leikari, syngur þekkt lög úr teikni- myndum í Salnum á morgun ásamt Valgerði Guðnadóttur og Felix Bergssyni. Tónleikarnir voru fyrst fluttir í vor og komust þá færri að en vildu. EÐAL JÓL Þór er sömuleiðis að undirbúa tónleika með Kristjönu Stefáns- dóttur, söng- og leikkonu, sem verða í næsta mánuði. „Þetta verða frásagnir og undurfalleg lög en þemað er börn og foreldrar á Íslandi í gegnum aldirnar. Mínir fyrstu jólatónleikar verða síðan 28. nóvember í Salnum. Þeir heita Jól í stofunni en þar mun ég flytja klassísku jólalögin. Ég verð meðal annars með gömlu meistarana, Bing Crosby, Nat King Cole og Hauk Morthens en þeir hafa gert þessi yndislega fallegu jólalög að perlum. Þetta á að vera afslappað og notalegt kvöld, líkt og sjón- varpsþáttur því ég ætla að spjalla meðfram lögunum í jólalegu um- hverfi,“ segir Þór. „Ég hef strax fengið fín viðbrögð og er farinn að hlakka mikið til.“ ÚTIVIST OG HUNDAÞJÁLFUN Um helgina er nóg að gera hjá Þór. „Ég er að syngja í einka- samkvæmi í dag, síðan eru það teiknimyndalögin á morgun. Við verðum líka með æfingar svo það verður nóg að gera,“ segir hann. Þór tekur að sér söng í jarðar- förum, brúðkaupum og stærri veislum auk þess sem hann er vinsæll veislustjóri. Þór er kvænt- ur Hugrúnu Sigurðardóttur en þau eiga soninn Kristin, sem nýlega hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Hann var að þreyta próf fyrir Hamrahlíðarkórinn og stóð sig með prýði. Við erum tveir stoltir feður og söngvarar, ég og Gunnar Guðbjörnsson, sem eigum syni í kórnum,“ segir ánægður faðir. Þegar Þór er spurður um áhugamálin er hann fljótur til svars. „Okkur hjónunum finnst gaman að elda góðan mat, smakka góð rauðvín auk þess sem ég er maltviskí-áhugamaður. Ég hef einnig mikinn áhuga á hunda- þjálfun en við eigum hundinn Glóa. Auk þess er ég mikill útivist- armaður og hef gaman af að njóta íslenskrar náttúru. Við reynum alltaf að komast út fyrir borgar- mörkin, upp á heiðar á vorin og á sumrin, en foreldrar mínir eru sömuleiðis útivistarfólk.“ GAMLAR REVÍUR Söngleikir eru ekki algengir hér og Þór tekur undir það. „Vissulega er ekki mikið um söngleiki og sannarlega eru þeir vinsælir. Hér eru fá atvinnuleikhús en mikill metnaður, mörg leikverk frumsýnd á hverju ári. Þess vegna er kannski erfiðara að koma söngleikjum fyrir.“ Er kominn tími á gömlu reví- urnar og miðnæturskemmtanir eins og Leikfélag Reykjavíkur setti upp? „Það er eiginlega fyrirtaks hug- mynd. Gamla bíó er yndislegt hús fyrir söngleiki. Ég væri að minnsta kosti til í eitthvað slíkt,“ segir Þór. ■ elin@365.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Smart föt, fyrir smart konur Stærðir 38-52 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.