Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 45

Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 45
 | FÓLK | 3HEILSA|F LK Það er alltaf verið að bjóða mér fæðubótarefni og vítamín til að prófa en ég er mjög skeptískur á allt slíkt. Mér er alveg sama hvort ég fæ slíka hluti gefins eða ódýrt, ég met þá bara út frá því hvort þeir gera eitthvað fyrir mig. Ég ákvað þó að láta til leiðast að prófa Berocca og fannst það virka vel,“ segir Steinar Sigurðar- son, einkaþjálfari og saxófónleikari. Steinar byrjar alla daga með því að blanda Berocca-freyðitöflu í kalt vatn og fá þannig ferskan drykk. „Mér finnst rosalega gott að fá mér þetta á morgnana, ég þarf ekki nema einn sopa til að vakna vel,“ segir Steinar sem finnst hann beittari og ferskari með aðstoð Berocca. Steinar er einkaþjálfari og kennir nokkra tíma í Boot Camp í hverri viku. Hann keppir reglulega, hefur í mörg ár tekið þátt í þrekmótaröðinni og náð á pall í hverri keppni. Um síðustu helgi tók hann þátt í tveimur flokkum í Lífs- stílsmeistaranum í Keflavík og sigraði í báðum. Þá keppir hann einnig í CrossFit. „Þegar ég er að keppa fæ ég mér Berocca oftar yfir daginn til að halda öllum vítamínunum og stein- efnunum í líkamanum,“ segir Steinar. Hann mælir hiklaust með Berocca fyrir þá sem stunda líkamsrækt af fullum krafti. LANGIR DAGAR Í TÓNLISTINNI Steinar er saxófónleikari og starfar sem slíkur meðfram einkaþjálfuninni. Hann er svokallaður session saxófón- leikari og hefur spilað með öllum helstu poppurum á Íslandi, Jónasi Sig, Bubba Morthens, Sálinni og fjölda annarra. „Ég spila mikinn djass og spila oft niðri í bæ með hinum og þessum, bæði fönk og djass,“ segir Steinar. Hann hefur mælt með Berocca við vini sína í tónlistarbrans- anum sem oft þurfa að vinna langa vinnudaga. „Ég veit að menn hafa verið að nota þetta til dæmis ef þeir þurfa að vera allan daginn og fram á kvöld að undirbúa sýningu. Berocca hjálpar mönnum að halda sér á tánum enda er það nauðsynlegt á sýningum þar sem ekkert má klikka.“ ÞARF EKKI ÖNNUR VÍTAMÍN Þegar Steinar byrjaði að taka Berocca ákvað hann um leið að hætta að taka önnur vítamín. „Það þarf ekkert ann- að,“ segir hann. Steinar tók sér langan tíma til að mynda sér skoðun á Berocca og er nú sannfærður um ágæti þess. Þó hann sjálfur fái sér Berocca daglega segir hann það einnig henta fólki sem sjái fram á tímabundna áreynslu, til dæmis fjallgöngu eða slíkt. BEROCCA PERFORMANCE Freyðitöflurnar Berocca Performance innihalda einstaka samsetningu af B- FERSKUR OG BEITTUR ICEPHARMA KYNNIR Steinar Sigurðarson einkaþjálfari notar Berocca-freyði- töflurnar til að vakna hress og til að halda sér á tánum í annríki hvers dags. EINKAÞJÁLFARI OG TÓNLISTARMAÐUR Steinar Sigurðarson fær sér alltaf Berocca á morgnana og fer þannig hressari inn í daginn. MYND/ERNIR SÖLUSTAÐIR Berocca-vörurnar fást í öllum helstu apótek- um landsins sem og í Krónunni, Hagkaup, Heimkaupum, Nettó og Víði. DRAGA ÚR ÞREYTU OG ÞRÓTTLEYSI Berocca hentar þeim sem stunda líkamsrækt af fullum krafti og eins þeim sem sjá fram á tímabundna áreynslu. eyeSlices og Ljósið ferskleiki & fegurð án fyrirhafnar Ljósi› er endurhæfingar- og stu›ningsmi›stö› fyrir krabbameinsgreinda og a›standendur fleirra. Markmi› Ljóssins er sérhæf› endurhæfing og stu›ningur, flar sem fagfólk a›sto›ar vi› a› byggja upp líkamlegt, andlegt og félagslegt flrek. www.ljosid.is Með kaupum á eyeSlices styður þú við starfsemi Ljóssins. S y k u r s ý k i Ríkt af andoxunarefnum 1 dós = 90 rauðrófur Sykursýki veldur skemmdum á æðum. SUPERBEETS eykur Nitric Oxice í líkamanum (30 mínútum eftir inntöku) sem bætir blóðflæði og jafnar blóðsykur svo minni líkur eru á æðaskemmdum af völdum sykursýki. Hand og fótkuldi minnkar og minni líkur eru á augnbotnaskemmdum. Ráðlagður dagsskammtur fyrir Nitric Oxide áhrif fyrir eðlilegt blóðflæði SUPERBEETS YFIRBURÐIR og C-vítamínum í stórum skömmtum auk þess að innihalda bæði magn- esíum og sink. Þessi bætiefni eiga það flest sameiginlegt að vera mjög mikilvæg fyrir starfsemi heilans og taugakerfisins en skortur á þeim getur meðal annars valdið depurð, þreytu og pirringi. Töflurnar eru leystar upp í vatni og henta vel fólki sem er önnum kafið eða undir miklu álagi. Berocca er framleitt með það í huga að bæta frammistöðu líkama og hugar. Varan er klínískt prófuð og rannsóknir sýna að Berocca Performance dregur úr þreytu og þróttleysi og bætir frammistöðu. Berocca er án sykurs og rotvarnar- efna. Ráðlagt er að drekka Berocca dag- lega til að ná sem bestum árangri. Berocca er framleitt af hinu virta fyrir tæki Bayer Healthcare og hefur verið á markaði í yfir 19 ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.