Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 74
FÓLK|HELGIN
GRILLAÐ NAUTAKJÖT
800 g gott nautafilet eða lund
4 msk. ólífuolía
safi úr einni sítrónu
2 tsk. salt
1 tsk. pipar
4 tsk. paprikuduft
4 tsk. engiferduft
4 tsk. cumin
4 1/2 tsk. túrmerik
4 tsk. kanill
4 grillspjót
MAHAMARA
3 grillaðar paprikur, niðursoðnar
11/2 dl valhnetur
1 dl ólífuolía
2 msk. harissa
1 msk. ljóst síróp
2 msk. tahini
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
Skerið kjötið í nokkra stóra bita.
Blandið ólífuolíu, sítrónusafa og
þurrkryddum saman í skál. Setjið
kjötbitana í marineringuna og látið
liggja í henni yfir nótt.
Þræðið kjötbitana upp á spjót.
Setjið allt sem á að fara í mahamara-
sósuna í matvinnsluvél og maukið.
Skiljið nokkrar hnetur eftir til að
skreyta með. Gott er að gera þetta
tímanlega og geyma í ísskáp.
Grillið kjötið vel á öllum hliðum og
berið fram með mahamara-sósunni,
salati eða brauði eftir smekk.
BRAUÐ FRÁ MAROKKÓ
Khobz þýðir brauð á marokkósku
en það er gjarnan borðað með
heitum mat. Brauðið er hringlaga,
eins og hamborgarabrauð. Hér er
uppskrift.
11/4 bolli volgt vatn
7 g þurrger
2 tsk. hunang
1/2 tsk. salt
2 bollar hveiti
11/2 bolli heilhveiti
1/4 bolli ólífuolía
sesamfræ
Setjið gerið í volgt vatn og leysið það
upp með hunangi. Setjið hveitið og
heilhveiti í skál, bætið gerblöndunni við
ásamt restinni af vatninu, salti og olíu.
Hnoðið. Fletjið deigið út í kringlóttar
kökur, um 22 cm, og leggið bökunar-
pappír á milli þeirra. Alls fást sex brauð
úr þessari uppskrift. Breiðið plastfilmu
yfir og látið standa í eina klukkustund.
Hitið bakaraofninn í 200°C. Penslið
brauðin með olíu, stráið sesam-
fræjum yfir og bakið í 15-18 mínútur.
Berið fram heit.
Í stað þess að baka brauðin í ofni má
setja þau á heitt grill. Þegar deigið
myndar bólur þá er því snúið við.
Sleppið sesamfræjum ef brauðið er
bakað á útigrilli.
GIRNILEGUR MATUR
FRÁ MAROKKÓ
LJÚFFENGT Matargerð í Marokkó er spennandi, enda maturinn bragðmikill og
flestum finnst hann góður. Hér er uppskrift fyrir þá sem kunna að meta bragðgóð-
an og nýstárlegan mat. Með réttinum er mahamara, sósa sem er vinsæl sem með-
læti í Marokkó og passar mjög vel með þessum rétti. Uppskriftin miðast við fjóra.
KRYDD Krydd er fjölbreytt í Marokkó og setur svip sinn á umhverfi sem mat.
BRAUÐ Brauð er mikið borðað í Marokkó.
EITTHVAÐ ÖÐRUVÍSI Bragðmikið og gott nautakjöt á grillið. MYNDIR/GETTY
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Flott föt, fyrir flottar konur
Stærðir 38-58