Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 98
4. október 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 62
TÓNLIST ★★★★★
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Einleikari Évgení Kissin
Stjórnandi Vladimir Ashkenazy
Verk eftir Brahms og Rakmaninoff
TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
ELDBORG Í HÖRPU
FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBER
Tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands á fimmtudagskvöldið
byrjuðu ekkert sérstaklega vel.
Vladimir Ashkenazy stjórnaði og
á dagskránni var þriðja sinfónía
Brahms. Þetta var endurtekning
frá kvöldinu áður. Kannski voru
hljóðfæraleikararnir bara þreyttir.
Spilamennskan var óttalega dauf-
leg og það voru nokkrar hroðaleg-
ar feilnótur í fyrsta kaflanum. Sem
betur fer lagaðist tæknilega hlið-
in eftir því sem á leið. En túlkun-
in varð samt aldrei þannig að tón-
listin gripi mann, sem var synd því
þessi sinfónía eftir Brahms er hríf-
andi fögur.
Flatneskjan skipti þó engu máli,
því einleikarinn í hinu verkinu var
allt annað en slappur. Það var einn
fremsti píanóleikari heims, Évgení
Kissin. Hann var í aðalhlutverkinu
í öðrum píanókonsert Rakman-
inoffs.
Tæknin var óaðfinnanleg, hröð-
ustu tónahlaup voru glitrandi og
flott. Kissin hristi þau fram úr
erminni. Svo var túlkunin sjálf
afar sannfærandi. Myrk stemning-
in sem einkennir þessa tónlist Rak-
maninoffs skilaði sér fullkomlega.
Allar sönglínurnar voru unaðs-
lega fallega mótaðar. Hljómsveitin
spilaði líka prýðilega hér. Heildar-
hljómurinn var safaríkur og mun-
úðarfullur. Hann var akkúrat eins
og Rakmaninoff á að hljóma.
Einkennandi fyrir spilamennsku
Kissins var hve mikið hann not-
aði allan líkamann. Hljómurinn í
píanóinu var ótrúlega breiður, en
samt sterkur. Krafturinn kom frá
þyngd alls efri hluta líkamans, það
var engin óþarfa vöðvaspenna.
Þetta gerði tóninn svo mjúkan og
eðlilegan.
Rakmaninoff þjáðist af minni-
máttarkennd á tímabili, hann var
eiginlega hættur að semja eftir
slæma útreið sem fyrsta sinfónía
hans hlaut. En geðlæknir tók hann
í tíma og dáleiddi hann. Það virk-
aði, afraksturinn var þessi vinsæli
píanókonsert sem Rakmaninoff til-
einkaði geðlækninum í þakklætis-
skyni. Óhætt er að segja að kons-
ertinn sé dáleiðandi – hann er svo
fagur.
Þegar Kissin var búinn að spila
æptu tónleikagestir af hrifningu
og stukku á fætur. Ég man ekki
eftir öðrum eins fagnaðarlátum
á nokkrum klassískum tónleikum
sem ég hef farið á. Vinsælir rokk-
tónlistarmenn kalla vissulega
fram svona viðbrögð, en ekki fólk
úr klassíska geiranum.
Kissin lék tvö aukalög, etýðu
opus 39 nr. 5 eftir Rakmaninoff og
vals í As-dúr eftir Brahms. Etýðan
eftir Rakmaninoff var stórbrotin
og glæsileg, valsinn var heillandi
í einfaldleika sínum.
Ég verð að segja að þrátt fyrir
sinfóníuna eftir Brahms voru tón-
leikarnir stórkostleg upplifun, þeir
voru með þeim bestu sem ég hef
farið á þetta árið. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Þriðja sinfónía
Brahms var slöpp, en einleikur
Évgenís Kissin í öðrum píanókonsert
Rakmaninoffs bætti það upp og vel
það. Hann ætti að fá sjö stjörnur í
það minnsta.
Évgení Kissin er
algjör rokkstjarna
ÉVGÉNÍ KISSIN „Tæknin var óaðfinnanleg, hröðustu tónahlaup voru glitrandi og
flott. Kissin hristi þau fram úr erminni.“ MYND: SHEILA ROCK
„Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“
segir Rannveig Anna Jónsdóttir,
forstöðumaður Konubókastofu, um
dagskrá ljóðahátíðar í Rauða hús-
inu á Eyrarbakka á sunnudaginn
klukkan 14. Hún kynnir til sögunn-
ar Elísabetu Kristínu Jökulsdótt-
ur, Kristrúnu Guðmundsdóttur,
Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu
Haraldsdóttur sem allar lesa upp
úr bókum sínum. „Svo mun Anna
Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi
um skáldkonuna Erlu og Lay Low
og Agnes Erna Estherardóttir
ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð
kvenna.“
Rannveig Anna stofnaði Konu-
bókastofuna á síðasta ári. Hún er
bókmenntafræðingur og kveðst
alin upp í anda kvenréttinda.
Þetta tvennt hafi sameinast í hug-
myndinni um konubókastofu. „Ég
sá safn á Englandi 2008 sem er
eingöngu með bækur eftir konur.
Þegar ég gekk þar út ákvað ég að
stofna svona á Íslandi þegar ég
kæmi heim. „Ég sagði mörgum
frá fyrirætlan minni og eftir við-
tal við mig í Landanum fóru mér
að berast bækur eftir konur hvað-
anæva af landinu. Hellingur af
bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og
bækurnar streyma til mín stans-
laust. Ein kom núna í morgun,
afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin
hennar ömmu og þessi amma hét
Laufey Sigríður og var Kristjáns-
dóttir.
Rannveig Anna segir sveitar-
félagið Árborg hafa skaffað Konu-
bókastofunni herbergi í Blátúni á
Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið
of lítið þannig að næsta skref er að
finna stærra,“ segir hún. „En Rauða
húsið er svo elskulegt að leyfa mér
að halda ljóðahátíðina þar.“
Konubókastofan er varðveislu-
og fræðslusafn með vefsíðuna
konubokastofa.is. Elsta bókin þar
er frá 1886, það er handavinnubók
eftir þrjá höfunda, þar á meðal
Þóru biskups. „Hver sem er getur
komið og fræðst um bækurnar og
höfunda þeirra en við lánum þær
ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna
sem er í lokin spurð hvort hún sé
skáld. „Nei, því miður, það væri
dásamlegt. En ég hef heilmikinn
áhuga á skáldskap.“ gun@frettabladid.is
Ljóð kvenna lesin og
sungin á Bakkanum
Á ljóðahátíð Konubókastofu í Rauða húsinu á Eyrarbakka á sunnudaginn gæðir
fólk sér á kaffi og kökum og hlýðir á upplestur og ljúfa tónlist við ljóð kvenna.
SAFNVÖRÐURINN Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári og segir
þangað koma bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn. Stofan er hluti hins nýja
verkefnis Bókabæirnir austanfjalls. MYND/ÚR EINKASAFNI
Upplifið einstaka
teiknimynd í
2D eða 3D með
fjölskyldunni.
Stórskemmtileg og
meistaralega vel gerð
FRUMSÝND UM HELGINA
Orðaævintýri: sýning um lestrargleði
fyrir alla fjölskylduna verður opnuð í
Norræna húsinu í dag klukkan 14. Sýn-
ingin er hluti af lestrarhátíð Reykjavíkur
Bókmenntaborgar UNESCO og Páfugls
úti í mýri – Alþjóðlegrar barna- og ung-
lingabókmenntahátíðar í Reykjavík 2014
Á sýningunni má meðal annars finna
tveggja hæða kofa, sundlaug fulla af
bókstöfum, sögutjald, páfuglinn sjálfan,
sögusvið, veðurvegg, bókaísskáp og end-
urljóðblöndunarsegulvegg.
Sýningin er ávöxtur samstarfs þeirra
Davíðs Stefánssonar rithöfundar og
Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur mynd-
listarkonu sem hafa sökkt sér ofan í
söguheim þrettán norrænna barnabóka
og afraksturinn er litríkt ævintýraland
þar sem gestir ganga inn í veröld barna-
bókarinnar og verða þátttakendur í
sögum og sagnagerð.
Orðaævintýri í
Norræna húsinu
Söguheimur þrettán barnabóka hlutgerður.
MENNING