Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 107

Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 107
LAUGARDAGUR 4. október 2014 | LÍFIÐ | 71 Ingólfshvoli | 816 Ölfus | fakasel.is | fakasel@fakasel.is | sími 483 5050 Hlökkum til að sjá þig. YNDISLEGUR DAGUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Í FÁKASELI SUNNUDAGINN 5. OKTÓBER KL. 12–16 • Keppni í skeifukasti: Fákaselsmeistari í skeifukasti • Andlitsmálning • Stígvélakast og ýmsar þrautir • Íslensk framleiðsla til sölu á staðnum • Dásamlegur bröns í yndislegu umhverf i Leikarinn Ashton Kutcher og leikkonan Mila Kunis eignuðust sitt fyrsta barn, Wyatt Isabelle Kutcher, á þriðjudag. Skötuhjúin stríða aðdáendum sínum á heimasíðu Ashtons þar sem þau birta fullt af barna- myndum og mynd af geit. „Hérna er barnamyndin. Tja, ein af þeim er sú rétta. Getur þyrlan núna hætt að fljúga yfir húsið okkar, það er barn sofandi hér inni! Og hún er súper sæt,“ skrifar Ashton við myndirnar. „Mila og ég viljum bjóða Wyatt Isabelle Kutcher velkomna í heiminn. Megi líf þitt verða fullt af undrum, ást, hlátri, heilbrigði, hamingju, forvitni og einkalífi. Getið þið fundið það út hvaða barn er okkar eða skiptir það ein- hverju máli? Öll börn eru sæt.“ - lkg Stríða aðdá- endum sínum MILA KUNIS Varð stjarna þegar hún lék í þáttaröðinni vinsælu That 70’s Show. AFP/NORDICPHOTOS „Enginn segir að Stevie Wonder sé í raun ekki blindur. Enginn er að halda því fram. En að því sögðu, Stevie Wonder er kannski ekki blindur,“ segir í grein á bandaríska miðlinum Dead- spin, sem er vinsæll fréttavefur í Bandaríkjunum. Þar hefur nú birst úttekt á þeim samsæris- kenningum sem snúast um að söngvarinn frægi Stevie Wonder sé í raun ekki blindur. Deadspin hefur fjallað um hinar ýmsu samsæriskenningar að undanförnu og bætti þessum kenningum, sem fjalla um blindu Stevie Wonder, við í gær. - lkg Segja Wonder ekki blindan STEVIE WONDER AFP/NORDICPHOTOS Venkata Garimella hjá Aalto- háskóla í Finnlandi hóaði saman nokkrum vinum sínum til að rann- saka hvaða áhrif sambandsslit hafa á fylgjendafjöldann á Twitter. Venkata og vinir fundu fjörutíu þúsund pör á Twitter og fylgdust með hvað gerðist á samfélagsmiðl- inum þegar slitnaði upp úr sam- böndum paranna sem um ræðir. Í ljós kom að fylgjendum þeirra fækkaði um fimmtán til tuttugu, en líklega eru einhverjir af þeim sameiginlegir vinir fyrrverandi parsins. - lkg Vinafærri eft ir sambandsslit FÆRRI VINIR Á TWITTER Fylgjendum fækkar eftir sambandsslit. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna ver hálfri milljón dollara, rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna, í nýja rann- sókn um stefnumótavenjur of feitra tán- ingsstúlkna. Í texta um rannsóknina stendur að stúlkur í yfirþyngd fari á færri stefnu- mót og stundi sjaldnar kynlíf en þær stúlkur sem eru ekki of þungar. Þá taka þær oftar áhættu í kynlífi, til dæmis með því að nota ekki getnaðarvarnir. Vísindamenn ætla að fylgjast með kynlífsvenjum of feitra stúlkna og þeirra sem eru ekki í yfirþyngd í fjögur ár til að reyna að komast að því hvort tengsl séu á milli þessarar áhættuhegðunar í kynlífi og þeirrar staðreyndar að of þungar táningsstúlkur fari sjaldnar á stefnumót en jafnöldrur þeirra sem eru í kjörþyngd. Doktor Aletha Akers hjá University of Pittsburgh School of Medicine stýr- ir rannsókninni ásamt samstarfsfólki sínu, en í rannsóknum hennar hefur áður komið fram að stúlkur, sem finnst þær of feitar þó að þær séu það ekki endilega samkvæmt stöðlum, séu líklegri til að byrja að stunda kynlíf fyrir þrettán ára aldur en stelpur sem finnst þær grannar eða passlega þungar. - lkg Rannsaka tengsl á milli þyngdar og kynlífs Aletha Akers stýrir rannsókn um stefnumótavenjur og áhættuhegðun táningsstúlkna í kynlífi . LÍKLEGRI TIL AÐ BYRJA AÐ STUNDA KYNLÍF FYRR Stelpur sem upplifa sig of feitar, þó þær séu það ekki samkvæmt stöðlum, eru líklegri til að byrja að stunda kynlíf fyrir 13 ára aldur. AFP/NORDICPHOTOS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.