Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 118

Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 118
4. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 82 www.mimir.is Ennþá eru laus pláss. Taktu skrefið og hringdu í síma 580 1800 og byrjaðu upp á nýtt hjá Mími-símenntun Menntastoðir hefjast 20. október og þeim lýkur í maí 2015 Langa r þig í hás kóla en he fur e kki stúde ntspr óf? Ef þú hefur nám í Menntastoðum hjá Mími-símenntun núna þá gætir þú komist í Frumgreinadeild HR eða Háskólabrú Keilis haustið 2015 DON CARLO eftir Giuseppe Verdi Frumsýning 18. október kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 Magnús Scheving segist fagna allri umræðu um mál af þessu tagi og er sammála því að heilbrigði sé jafn- vægi. „Það er frábært að foreldrar skuli láta sig þetta varða og ég er alveg sammála því að heilbrigður maður sé maður í jafnvægi. Aftur á móti stend ég 100% bak við þau skilaboð að sykur sé ekki góður fyrir börn. Það eru fleiri þúsund- ir rannsókna sem hafa kom- ist að sömu nið- urstöðu og það er meira og meira að koma í ljós að sykur sé ástæðan fyrir nánast öllum lífsstílssjúk- dómum sem eru að koma upp,“ segir Magnús. „Íþróttaálfur- inn er fyrir- mynd barna og ef hann getur stuðlað að því að börn borði minni sykur, þá er það bara frábært. Sem hefur reyndar sýnt sig að hann gerir – krakkar taka það alvar- lega og borða hollari mat.“ „Í fyrsta lagi er ég alveg sam- mála því að sykur sé óhollur, ég held að ég og Magnús séum á sömu línu hvað hollt mataræði og hreyf- ingu varðar,“ segir Elva. „Það sem ég er að benda á í bréfinu er kannski hættan við svarthvítan hugsunarhátt sem við viljum forð- ast þegar kemur að börnunum okkar. Það vantar svolítið skilaboð um að hófsemi sé líka í lagi. Ef við kennum börnum að sykur sé alveg bannaður þá erum við líka að kenna þeim að fela eitthvað eða skamm- ast sín. Rannsóknir sýna að við tengjum alls konar nei- kvæða þætti við feitt fólk frekar en grannt fólk. Mér finnst það kannski ekki eiga heima sem skilaboð til barna að grannt útlit sé það sem telst flottast. Annars vil ég taka fram að Tinna Gunn- laugsdótt- i r þ j ó ð l e i k - hússtjóri svaraði bréfinu og ég er mjög ánægð með viðbrögð þeirra, að taka vel í þessar athugasemdir og íhuga þær.“ thorduringi@frettabladid.is Telur sum skilaboð í Latabæ óæskileg Sálfræðikennari og námsráðgjafi gagnrýnir ýmislegt í Latabæjarsýningunni. Magnús Scheving segist fagna umræðunni en stendur við skilaboðin. ÆVINTÝRI Í LATABÆ Þó að Elva Björk væri ekki sátt við allt í sýningunni segir hún að synir sínir hafi skemmt sér konunglega á henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ ÞORVALDUR Á RAUÐA DREGLINUM Í LONDON Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjáns- son, og unnusta hans Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, voru stórglæsileg á rauða dreglinum í London á mið- vikudagskvöld. Tilefnið var frum- sýning nýjustu myndar Þorvaldar, eða Thor eins og hann kallar sig ytra, Dracula Untold. Í myndinni fer Þorvaldur með hlutverk Bright Eyes sem er austur- evrópskur morðingi. Myndin fær góða dóma hjá gagn- rýnendum og er með einkunnina 6,8 á vefnum IMDB. - asi Sálfræðikennarinn og námsráð- gjafinn Elva Björk Ágústsdóttir ritaði opið bréf til þjóðleikhússtjóra, Íþróttaálfsins og höfunda Ævintýris í Latabæ, þar sem hún segist telja sum skilaboðin í leiksýningunni ekki stuðla að heilbrigðum lífsvenjum barna „… þegar hafðir eru í huga ýmsir andlegir þættir sem geta haft áhrif á sjálfsmynd og líkamsmynd barna“. Elva segir að þótt skilaboð Íþróttaálfsins um mikilvægi þess að hreyfa sig og borða hollan mat séu góð, þá séu „… skilaboðin sem börnin okkar fá frá Íþróttaálf- inum í leiksýningunni […] rosalega ýkt og bera lítil sem engin merki um einhvers konar hófsemi í hegðun.“ Í leikritinu er atriði þar sem Stína símalína fær sér kanilsnúð og felur það síðan fyrir öðrum en Elva segir það ekki vera góð skilaboð „… þar sem krakkarnir læra að smá sætindi séu algjörlega bönnuð og fela þurfi sæt indaþarfir. Ennþá ýktari skilaboð um skaðsemi sætinda komu fram þegar Íþróttaálfurinn hreinlega fellur í dá við það eitt að bíta í sykrað epli.“ Forsaga málsins Kolfinna Kristófersdóttir ofur- fyrirsæta hélt til kóngsins Kaup- mannahafnar á dögunum. Á milli þess að vinna á Jolene, barnum sem stofnaður var af engum öðrum en Dóru Takefusa, hefur Kolfinna verið að sinna listagyðjunni en ekki vissu margir af því að Kolfinna hefur fengist við skriftir á ljóðum og textum og teikningar. „Þetta er búið að vera ljúft og gaman að fá smá frí. Núna heldur maður aftur í kuldann og rokið,“ segir Kolfinna. - þij SINNIR LISTAGYÐJUNNI FAGNAR Á UFC Landsliðskonan og Valsarinn Mist Edvardsdóttir sem þessa dagana glímir við krabbamein í eitlum lætur það ekki stoppa sig og er farin út til Stokkhólms að fylgjast með Gunnari Nelson keppa í UFC gegn Rick Story. Mist skrifar á Facebook-síðu sína að hún sé nú hálfnuð með lyfjagjöf gegn krabbameininu og af því tilefni fór hún í ferðalag með móður sinni. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við séum jafn spenntar fyrir bardaganum en það er bara svo erfitt að segja nei við lítinn, veikan krabba- meinssjúkling,“ segir Mist. - fbj Tinna Gunnlaugs- dóttir Þjóð- leikhússtjóri svaraði bréfinu og ég er mjög ánægð með viðbrögð þeirra Elva Björk Ágústsdóttir. „Ég vil bara ekki að börnin mín verði hálfvitar. Mér finnst nefnilega mörg börn vera það þessa dagana.“ SEGIR LEIKKONAN MILA KUNIS Í VIÐTALI VIÐ MARIE CLAIRE FYRIR STUTTU EN HÚN EIGNAÐIST SITT FYRSTA BARN Í VIKUNNI, DÓTT- URINA WYATT ISABELLE KUTCHER, ÁSAMT UNN- USTA SÍNUM, ASHTON KUTCHER.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.