Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 8
18. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEILBRIGÐISMÁL „Ég er alltaf á leiðinni í með- ferðina. En ég bý á Reyðarfirði og það er svo erfitt fyrir mig að komast. Fjarlægðin gerir okkur mjög erfitt fyrir,“ segir Lára Antonía Halldórsdóttir, en hún og maðurinn hennar hafa verið að reyna að eignast barn án árang- urs í átta ár. Eftir rannsóknir lækna fengu þau greining- una óútskýrð ófrjósemi þar sem ekkert fannst að sem gæti útskýrt erfiðleikana við að geta barn. Hún segir fjarlægðina við höfuðborgina helstu ástæðuna fyrir því að þau hafi enn ekki hafið meðferð þar sem ferðakostnaður og tekju- tap vegna hennar setji stórt strik í reikninginn. Lára fagnar þingsályktunartillögu Silju Dagg- ar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokks- ins, en með þingsályktunartillögunni er lagt til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þann- ig að stuðningur ríkisins verði meiri. Einnig að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferða- kostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða. „Við byrjuðum að reyna að eignast barn 2006 en vorum svo sem ekkert að stressa okkur þrátt fyrir að ég yrði ekki ólétt strax. Ég minntist á þetta við lækninn minn 2008 og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur þar sem ég væri enn þá svo ung. Við fluttum síðan til Reyðarfjarðar vorið 2010 og það sama haust eignaðist vinkona mín barn. Þá small eitthvað í mér og ég hugsaði að þetta gæti ekki átt að vera svona erfitt.“ Í kjölfarið pantaði Lára tíma hjá Art Medica, tæknifrjóvgunarmiðstöð sem er sú eina sinnar tegundar á landinu. Einnig þurfti að gera rann- sókn á manni hennar þannig að þau ferðuðust saman til Reykjavíkur bjartsýn um að fá aðstoð- ina sem þau þyrftu. Þau fengu niðurstöðuna úr þeirri rannsókn í mars 2011. „Það tók langan tíma að fá niðurstöðuna þar sem það er ekki auðvelt fyrir okkur að skreppa í bæinn. Heim- ilislæknirinn minn var skráður í Reykjavík þannig að við gátum ekki fengið niðurstöðurnar í gegnum hann. Okkur var tjáð að ekkert hefði fundist að hjá okkur. Við værum með það sem er kallað óútskýrð ófrjósemi. Þó að það væri auðvitað léttir að það væri ekkert að, þá voru það samt ákveðin vonbrigði líka því ef það hefði verið eitthvað að þá væri hægt að laga það. Það er nefnilega erfiðara en marga grunar að ganga í gegnum þetta ferli. Það er líka erfitt að svara spurningum um af hverju maður á ekki barn. Í dag tala ég þó alveg opinskátt um það.“ Í framhaldi af þessum niðurstöðum var ákveðið að næsta skref hjá Láru og manni hennar væri meðferð hjá Art Medica. Hún útskýrir að til þess að komast suður í meðferðina þyrftu bæði hún og maður hennar að taka frí frá vinnu í ótilgreindan tíma þar sem óljóst er hversu langan tíma það taki fyrir meðferðina að bera árangur. Hún segir með- ferðina, tæknisæðingu, kosta með lyfjum um 100.000 krónur. Hún yrði að vera framkvæmd á réttum tíma í tíðahringnum og flug með stutt- um fyrirvara kosti fyrir þau tvö um 80.000. „Síðan þyrftum við að eiga sjóð til þess að geta tekist á við tekjutapið sem við yrðum fyrir á meðan. En vegna fjarlægðarinnar og kostnað- arins sit ég enn þá hérna þremur árum seinna og er ekki enn byrjuð á meðferðinni.“ hannarut@frettabladid.is Kostnaðurinn of mikil hindrun Hefur reynt að eignast barn án árangurs í sex ár. Segir kostnað of háan til að komast í nauðsynlega meðferð. Fagnar þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknar, um aukna greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða. IÐNAÐUR Bæjaryfirvöld í Grinda- vík gera ekki ráð fyrir að fram- kvæmdir við tómatagróðurhús hollenska fyrirtækisins EsBro hefjist á næsta ári. Fyrirtækið hefur viljað hefja framkvæmdir á þessu ári en enn er unnið að fjár- mögnun verkefnisins. „Við gerum ekki ráð fyrir að sveitarfélagið fái tekjur eða leggi út gjöld vegna þessa verkefnis í fjárhagsáætlun ársins 2015 sem verður kynnt í byrjun nóvember,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjar- stjóri Grindavíkur. Hollenska fyrirtækið áform- ar að reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús undir framleiðslu á tómötum til útflutnings. Það hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Mölvík sem er um tíu kílómetra frá Grindavík. Róbert segir forsvarsmenn fyrirtækisins nú stefna að því að gróðurhús- ið verði reist í þremur fimm hektara áföng- um. Fyrri áætl- anir EsBro hafi gert ráð fyrir að húsið yrði byggt í einum 15 hekt- ara áfanga. „Okkur skilst að það sé enn unnið að fjármögnun verkefnisins og að þessar breyt- ingar á framkvæmdinni tengist breyttum markaðsaðstæðum í Austur-Evrópu. Skipulag svæðis- ins heimilar hins vegar að verk- efnið sé unnið í nokkrum áföngum og það ætti því ekki að vera neitt vandamál,“ segir Róbert. Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi í Grindavík fyrir ári. EsBro hefur síðan þá gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári en Róbert telur útilokað að það náist. „Þetta hefur tafist og það er meðal annars ástæðan fyrir því að við erum ekki að reikna með þessu á árinu 2015. Fyrirtækið hefur tvisvar sett upp tímaplan sem hefur ekki staðist og við erum því ekki að halda niðri í okkur and- anum út af þessu,“ segir Róbert. Heildarkostnaður verkefnis- ins er áætlaður um 35-40 millj- ónir evra, eða 5,4 til 6,2 millj- arðar króna. Tekjur Grindavíkur vegna gróðurhússins gætu að sögn Róberts numið allt að 60 milljón- um króna á ári. „Ef þetta kemur árið 2015 þá verður það frábært en annars erum við einungis að gera ráð fyrir þessum hefðbundna rekstri hjá okkur sem byggir á sjávarút- vegi og ferðaþjónustu.“ haraldur@fretabladid.is LÁRA ANTONÍA HALLDÓRSDÓTTIR Segir ferðakostnað og tekjutap vegna ferðalags frá Reyð- arfirði vera helstu ástæða þess að hún hafi ekki hafið frjósemismeðferð. MYND/AÐSEND Síðan þyrftum við að eiga sjóð til þess að geta tekist á við tekjutapið sem við yrðum fyrir á meðan. En vegna fjarlægðarinnar og kostnaðarins sit ég enn þá hérna þremur árum seinna og er ekki enn byrjuð á meðferðinni. Lára Antonía Halldórsdóttir RÓBERT RAGNARSSON Ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við risagróðurhús hefjist á næsta ári: Bæjaryfirvöld í Grindavík búast ekki við tekjum frá gróðurhúsi M YN D /O D D G EIR GRINDAVÍK Bæjaryfirvöld gengu frá öllum skipulagsmálum vegna gróður- hússins í mars síðastliðnum. VERÐ FRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.