Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 10
18. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Brjóstakrabbamein á Íslandi og leitin að bættri meðferð www.hi.is Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir á krabbameini með áherslu á brjóstakrabbamein í hádegiserindi í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. október nk. kl. 12.10. Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem Háskóli Íslands hleypir nú af stokkunum og ber heitið Vísindi á mannamáli. Jórunn Erla hefur um árabil stundað rannsóknir á brjóstakrabbameini og átt í öflugu alþjóðlegu samstarfi. Eftir hana liggur fjöldi vísinda greina í mörgum af virtustu vísindaritum heims. Frá árinu 1988 stýrði hún erfða fræðirannsóknum á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði þar til rannsóknastofan flutti starf semi sína til Læknadeildar Háskóla Íslands árið 2007 þar sem hún er enn. Um fyrirlestraröðina Vísindi á mannamáli er ný fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem efnt er til að frum kvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands. Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks, t.d. baráttu við sjúkdóma eða náttúruöflin eða til að auka lífsgæði og takast á við nýjar áskoranir tengdar breytingum í umhverfinu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má finna á: www.hi.is/visindi_a_mannamali VÍSINDI Á MANNAMÁLI OPINN FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS ÞRIÐJUDAGINN 21. OKTÓBER NK. KL. 12.10 SAMGÖNGUR Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi árs- ins 2015, þrátt fyrir loforð Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjár- magn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og sam- göngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflug- velli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngun- um kæmi í nýtt flughlað á Akur- eyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnað- inn. Það fjármagn hefur ekki feng- ist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tæki- færið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsyn- legt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur. Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og sam- göngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir fram- kvæmdum við flughlað. Hann von- ast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerð- inni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumál- um og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norð- urland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór. sveinn@frettabladid.is Flughlað ekki á dagskrá þvert á loforð Endurbætur flugvallarstæðis á Akureyri er ekki að finna í fjárlagafrumvarpinu. Forsætisráðherra lagði á það áherslu að hefjast handa við gerðina á næsta ári. AKUREYRARFLUGVÖLLUR Nýtt flughlað er ekki á dagskrá. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON HÖSKULDUR ÞÓR ÞÓRHALLSSON MENNTUN Lesskimun sem gerð var í grunnskólum Reykjavík- ur vorið 2014 sýnir að 66% nem- enda í öðrum bekk luku tilskild- um árangri í lesskimunarprófi og teljast því samkvæmt skilgrein- ingu geta lesið sér til gagns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í lesskilningi, eða 483 af þeim 1.407 sem tóku prófið, þurfa stuðning í lestri með einstaklingsáætlun eða einstaklingsnámskrá. Sá hópur er samkvæmt skimuninni misstór eftir skólum eða frá engum nem- anda upp í 40% nemenda í árgangi. Niðurstöður skimunarinnar nú (66%) eru jafnar meðaltalshlutfalli þeirra sem hafa getað lesið sér til gagns síðastliðin 12 ár. Hlutfall nemenda sem lesa sér til gagns 2014 er um þremur prósentustig- um hærra en árið 2013 en það ár var hlutfallið það lægsta síðan 2005. Þrátt fyrir hækkun á milli ára er hlutfallið lægra nú en það var árin 2008-2012. - vh 66% nemenda í 2. bekk geta lesið sér til gagns: Þörf á að endurmeta lesskimunarpróf LÆGRA Hlutfall þeirra barna sem lesið geta sér til gagns er lægra nú en árið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.