Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 16
18. október 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is V issulega kom á óvart að hið stóra neyðarlán Seðla- banka Íslands hafi verið veitt og afgreitt í símtali milli Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi for- stjóra Kaupþings, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans. Eins vekur furðu að ekki hafi nein skuldaskjöl eða tryggingar verið undirrituð áður en Seðlabankinn millifærði um 85 milljarða íslenskra króna, eða réttara sagt fimm hundruð milljónir evra, inn á reikning Kaupþings. Þetta minnir á smálánaþjónustuna sem auglýst er ítrekað. Þar er reyndar, ef rétt er skilið, stuðst við sms-skilaboð, og peningar eru þá lagðir inn á reikninga við- komandi samtímis. En 85 milljarðar króna. Rétt um helmingur gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar á þeim tíma. Hreiðar Már skrifaði ágæta grein hér í Fréttablaðið í gær. Þar lýsir hann atburðarásinni, séðri frá hans eigin sjónar- horni. Hann skrifar meðal annars: „Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaup- þings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín. Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabank- inn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings.“ Þetta sjónarhorn á atburði dagsins 6. október 2008 kallar enn frekar á að við fáum að vita allt, fáum að vita hvaða ákvarðanir voru teknar og hvers vegna var ákveðið að lána Kaupþingi svo mikla peninga, dagsparti áður en neyðarlögin voru sett á sama dag. Símtal þeirra Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde skiptir þar miklu máli. Miklir peningar voru millifærðir frá Seðlabankanum og til Kaupþings þennan dag. Hreiðar Már segir, í greininni góðu, að stjórnendur Kaupþings hafi trúað að með þá peninga myndi takast að bjarga Kaup- þingi. Hvað um það. Hann segir í framhaldi af því: „Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raun- hæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi.“ Nú er upplýst að jafnvirði um 85 milljarða króna var lánað án þess að gengið hefði verið frá lánaskjölum og tryggingum. Hvers vegna? Hvað vakti fyrir mönnum? Hægt og hljótt skýrist atburðarásin 6. október 2008: Símalánaþjónusta Seðlabankans Aðstoðarmaður!“ „Bjarni! Manstu enn þá ekki hvað ég heiti?“ „Nei, ég man bara hvað Svan- hildur heitir. En nóg um það. Hvað heldurðu að ein máltíð kosti?“ „Úff, ég veit það ekki. Ég elda aldrei.“ „Einmitt, ekki ég heldur, ég er með þjónustufólk sem eldar fyrir mig.“ „Eigum við að skálda eitthvað sem er líklegt?“ „Eitthvað eins og 248 kr.?“ „Já, einmitt, hljómar líklega. Reiknum með að hver máltíð kosti 248 kr. og reiknum allar forsend- ur ríkisfjármálanna út frá því.“ „Skal gert! Djöfull erum við með’etta.“ Þekkt þema: Ráðamaðurinn sem er úr öllum tengslum við raunveruleik- ann. Sé maður pólitískur and- stæðingur Bjarna Benedikts- sonar þá er gott að sannfæra fólk um að hann hafi átt sitt „Af hverju borðar fólkið ekki köku?“- móment. En fjármálaráðherra sagði ekkert um að máltíð kostaði 248 krónur. Ekki fremur en Marie Antoinette sagði nokkuð um köku. Skoðum aðeins forsendurnar fyrir tillögunum að breyttum virðisaukaskatti. Í frumvarp- inu gefa menn sér að það sé til fjögurra manna fjölskylda, með tveimur fullorðnum sem sam- anlagt þéna og eyða 570 þús- und krónum á mánuði. (Það eru til fleiri dæmi í frumvarp- inu en þetta var það sem oftast var nefnt.) Reyndar er meðaltal eyðslu barnafjölskyldna hærra, 625 þúsund á mánuði, en ég vona að ég afhjúpi ekki tengslaleysi mitt við veruleikann ef ég held því fram að það séu til barnafjöl- skyldur sem lifi af 570 þúsundum eftir skatta á mánuði. Og þær eru ekki einu sinni þær allra fátæk- ustu í landinu. Talan sem enginn trúði Tökum slíka fjölskyldu. Hvað eyðir hún miklu í mat? Við vitum að meðal- barnafjölskylda eyðir 16,2% í flokkinn „matvæli“. Fjármála- ráðuneytið gerir ráð fyrir að hlutfallið sé það sama fyrir fátækari fjölskyldur. Andstæð- ingar breytinganna vilja meina að það hljóti að vera að hlut- fallið hækki eftir því sem menn verða fátækari. Það hljómar rök- rétt. En það er bara ekkert sem styður þessa „augljósu“ tilgátu. Tekjuháir eyða hlutfallslega jafnmiklu í mat og tekjulágir skv. Hagstofunni. Það er því síður en svo galið að gera ráð fyrir að þessi fjölskylda muni eyða 16,2% af peningum sínum í flokkinn „matvæli“. Það eru um 92 þúsund kr. á mánuði. Það er vissulega kannski slump en samt ansi gott slump. Fólk er með þessar tekjur. Fólk eyðir þessu hlutfalli í matvæli. Þeir sem gagnrýna þetta slump eru í raun að gagnrýna raunveruleik- ann fyrir að vera úr tengslum við þeirra upplifun af honum. Áður en menn fara að hamast á deilingartakkanum og draga ályktanir um verð á hverja mál- tíð verður þó að hafa í huga að þessar tölur segja ekki allt um fyrirhugaðan kostnað vegna næringar. Ef fólk borðar heima hjá ömmu, ef fólk borðar á veit- ingastöðum, ef fólk borðar í vinnunni, þá stendur það fyrir utan þessa tölu. Jafnvel tilbúnar samlokur teljast ekki með. Reiðir raunveruleikanum En bíddu … eru mötuneyti og veitingastaðir ekki með í þessari tölu? Vill Bjarni Ben þá bara að fólk smyrji nesti? Hvaða rugl er það? spyrja sumir. Til að byrja með verður að taka það fram að flokkunin sem Hag- stofan notar og ráðuneytið endur- nýtir er ekki eitthvað sem Íslend- ingar búa til. Þetta er flokkun sem Sameinuðu þjóðirnar notast við og flestar hagstofur heimsins. Í þess- ari flokkun fellur matur sem fólk kaupir í búð til að elda heima hjá sér í einn flokk, „matvæli“, en til- búinn, aðkeyptur matur í flokkinn „veitingar“. Það væri sannarlega forkast- anlegt að sleppa veitingunum úr útreikningum á áhrifum breyt- inganna. Þar með væri verið að fela hluta þess sem hækkar. En í útreikningunum er liður sem heitir „Hækkun virðisaukaskatts á öðru [en matvælum]“. Þær upp- hæðir sem þar standa virðast passa við þau áhrif sem hærra verð á veitingum, hita, bókum o.fl. munu koma til með að hafa. Lágur virðisaukaskattur á mat er verulega óhagkvæm leið til að gera vel við fátækt fólk. Hafi menn áhyggjur af hag tekju- minnstu heimilanna er meira en hægt að auka ráðstöfunartekjur þeirra með öðrum og skilvirkari hætti. Ég skil þó hvað vakir fyrir vinstri flokkunum. Fyrsta mark- mið stjórnarandstöðu er að kom- ast í stjórn. Það er fínt plan að ætla sér að ávaxta fylgið með því að treysta á óánægju með verð- hækkanir á þekktum vörum. Það er fínt plan. En það er ekki góð stefna. Alþjóðleg fl okkun ht.is Næsta bylgja sjónvarpa er komin UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Philips Ambilight sjónvarp með Android stýrirkerfinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.