Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 20
18. október 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélags- þegn, stofnaði meðal ann- ars fyrsta bakaríið í Hafn- arfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkom- endur hans erum það ekki. Claus var hvítur karl- maður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki. Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könn- un sem sýndi að um 42% Íslend- inga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mann- réttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim. Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkær- ingi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vit- leysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúar- brögðum, kyni og litar- hætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hug- myndum sem hafa skot- ið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúar brögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn við- eigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu. Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissu- lega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengl- uðu skoðun að skjóta rótum að ein- hver séu öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitt- hvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarp- inu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dags- ins eigi heima í dagskrá Ríkisút- varpsins. Hættum að hlæja góðlát- lega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvern- ig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra. Ég ákæri Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og enda- þarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 pró- sent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni rist- ilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni. Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körl- um en um 70% hjá konum. Ristil- krabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globo can, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþætt- ir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimm- tugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstakling- ar með sjúkdóminn á aldrin- um 45-65 ára. Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir rist- ilkrabbameini megi fækka dauðs- föllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabba- meini er hagkvæm forvarnaríhlut- un. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðan- ir um forgangsröðun í heilbrigðis- málum. Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálf- an milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu ein- staklinga sem greinast með ristil- krabbamein. Þá er ótalinn sá kostn- aður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurs- hópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna. Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heil- brigðisráðherra var falið að undir- búa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráð- herra að gerð krabbameinsáætl- unar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðar- hagræði auk þess sem hægt verð- ur að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms. Mein í meinum Fyrir þá sem halda að fyrir- sögnin bendi til þess að hér eigi að fjalla um snjómokst- ur þá er það fjarri lagi. Á hinn bóginn er vert að hugsa um hvað myndi ger- ast ef hætt yrði að moka snjó af vegum vegna skorts á fjármagni og við sem ein- staklingar kæmust ekki leiðar okkar sama hversu áríðandi erindið væri, t.d. að komast á áríðandi fundi eða til læknis. Ansi er hætt við að það færi um marga við slíka til- hugsun. Samt er það svo að í sjálfu vel- ferðarríkinu er þjóðfélagshópur sem núna býr við þetta ástand. Enn á ný, því að þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað skipti, standa heyrnar- lausir frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að geta ekki nýtt sér sjálfsagða og nauðsynlega þjónustu eins og t.d. að leita til lækna, fara á foreldrafundi, leita til yfirvalda, fá fyrirgreiðslu hjá opinberum aðilum eins og kirkju eða stunda nám. Heyrnarlausir geta ekki nýtt sér sjálfsagða þjónustu nema með aðstoð táknmáls- túlka. En þar stendur hníf- urinn í kúnni því að áætl- að fé til þeirrar þjónustu er uppurið og því er ekki hægt að greiða fyrir táknmáls- túlkun. Eigum við að hætta að moka snjó í október og bíða þangað til fjármagn fæst á næsta fjárlagaári? Eiga heyrnarlausir að bíða það sem eftir lifir af árinu án þess að geta leitað sér hjálpar? Til skammar Ef um er að ræða annaðhvort þjóð- arhagsmuni, t.d. að halda vegakerf- inu opnu eða veita fé í svokölluð gæluverkefni eins og að sjá heilum árgangi í skólakerfinu fyrir spjald- tölvum, þá virðist fjármagn finnast til þess. En það virðist ekki finnast fjármagn þegar um er að ræða að sjá litlum hópi einstaklinga fyrir grundvallar mannréttindum. Það er svo skrítið oft með stjórnmála- menn að á meðan þeir eru í stjórn- arandstöðu þá er svo sjálfsagt og eðlilegt að leysa mál en um leið og sama fólkið er komið í stjórn, verð- ur allt annað uppi á teningnum. Vissulega getur það flækt málin að þarfir heyrnarlausra deilast á mörg ráðuneyti eins og heilbrigð- isráðuneyti, menntamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti, sem hvert um sig þarf þá að leggja fram áætlað fjármagn til túlkaþjónust- unnar. En þetta er fyrirsjáanlegt og hefði átt að vera búið að leysa þann vanda fyrir löngu. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til velferð- arráðherra, heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra hvernig þeir ætla að finna varanlega lausn á túlkaþjónustu við heyrnarlausa þannig að núverandi staða komi ekki aftur upp. Það er sjálfsagt aldrei hægt að áætla raunhæfan kostnað við túlkaþjónustu heyrnar- lausra en fari hann fram úr áætlun þá þarf að vera viðbúið að bæta við það sem á vantar. Þetta ástand er stjórnvöldum til skammar. Á að hætta snjómokstri? Fyrir ári voru Hraunavin- ir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsam- legum hætti framkvæmd- um við lagningu Álftanes- vegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og sett- ir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dög- unum féll dómur í héraðs- dómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktak- ans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Sam- tals voru níu Hraunavinir sak- felldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verð- ur aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatna- móta koma hringtorg og undir- göng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveit- arfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulags- nefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunn- ar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfsvald sett hvern hún handtekur, hve- nær og hvar og hvort mótmælend- ur séu handjárnaðir eða mjó plast- bönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögregl- an beitti við handtökur í Gálga- hrauni. Að minnsta kosti virti lög- reglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla. Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kap- ítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vett- vangi, tók á móti þeim á lögreglu- stöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lög- sækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og lang- rækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndar- samtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavin- um vísað frá innan stjórnsýslunn- ar í Gálgahraunsmálinu á þeim for- sendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þing- mönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta rétt- arbót síðari tíma í sögu náttúru- verndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að rétt- arbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit. Dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli SAMFÉLAG Kolbeinn Óttarsson Proppé afk omandi inn- fl ytjanda HEILBRIGÐIS- MÁL Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Fram- sóknarfl okksins ➜ Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. SAMFÉLAG Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur NÁTTÚRU- VERND Gunnsteinn Ólafsson formaður Hraunavina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.