Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 18. október 2014 | HELGIN | 27 HERRAGARÐUR Næst á dagskrá er að byggja hænsnakofa og sánu. heimsókn til mín í Vatnasafnið til að ræða málin sem hann þáði. Ég átti mér einskis ills eða góðs von þegar ég opnaði fyrir honum en ég var bara eins og lostin eldingu, varð ástfangin á sekúndubroti og gjörsamlega miður mín allt kvöld- ið að reyna að stramma mig af svo þessi bláókunnugi maður héldi ekki að ég væri galin.“ Ástin reyndist gagnkvæm og í júní árið 2011 giftu þau Guðrún Eva og Marteinn sig með pompi og prakt. Hún í hvítum kjól þótt dóttirin væri komin undir. „Ég var 35 ára, ég held að fólk hafi nú alveg vitað að ég var ekki hrein mey! (Hlátur) Maður er aldrei sak- lausari en þegar maður er óléttur.“ Ástir „miðaldra“ hjóna Barneignir voru ekki eitthvað sem Guðrún Eva hafði hugsað sér þegar hún var yngri en eins og hún orðar það þá kemur að því að lífið klapp- ar á öxlina á manni og maður fær þá köllun að fjölga sér. Og auð vitað fylgir maður henni. „Ég hafði aldrei hugsað mér að eignast börn. Ég vissi alveg að lítið barn myndi eiga mig með húð og hári og mig hryllti við tilhugsuninni um að verða slitin í tvennt milli móðurhlutverksins og ritstarfanna. Nú er ég búin að vera að skrifa í tuttugu ár og fyrstu fimmtán árin varð ég bara að gefa skáldskapnum allt, það kom ekk- ert annað til greina. Eftir að Mín- erva fæddist hefur það komið mér á óvart hversu gerlegt það er að sinna bæði henni og skrifunum. Hún valdi sér líka hárréttan tíma til að koma í heiminn, örfáum dögum eftir að „Allt með kossi vekur“ kom úr prentun. Törnin nýbúin. Dótt- ir mín er bæði tillitssöm og þolin- móð við mömmu sína. Börn eru líka svo góðar músur. Þau halda manni við efnið, í núinu og á jörðinni, það hjálpar mikið til. Mínerva var tveggja vikna þegar hugmyndin að „Englaryki“ kviknaði. Sjokkið sem fylgdi nýju lífi ásamt næturvökum og öllu tilheyrandi reyndist hug- víkkandi og innblásandi.“ Fyrir tveimur árum festu hjón- in kaup á einbýlishúsi með þúsund fermetra lóð í Hveragerði og unnu hörðum höndum að því að gera það upp. Guðrún Eva segist reyndar aldrei hafa getað ímyndað sér að hún myndi flytja aftur út á land. „Ég kvaddi sveitina í fússi um leið og ég var orðin nógu gömul til að einhver knæpa í Reykjavík vildi ráða mig í vinnu og ætlaði sko aldrei til baka. Settist að í miðbænum og það var ekki fyrr en ég fattaði að ég var eiginlega aldrei þar heldur í sum- arbústöðum eða lánshúsnæði úti á landi sem ég fór að skilja að senni- lega væri ég bara að verða miðaldra og flutti aftur í sveitina. Það hent- ar mér alveg ótrúlega vel. Í mínum huga er miðaldra sko ekki skamm- aryrði heldur fallegt og heimilis- legt orð yfir hugarástand sem hefur ekkert með aldur að gera. Ég þekki fullt af rúmlega tvítugu fólki sem er óskaplega miðaldra og fimmtugt fólk sem er það alls ekki. Ég kýs það núna að líta á mig sem svolítið mið- aldra sem þýðir fyrst og fremst að ég er komin með ró í beinin og hef bara áhuga á að vinna vinnuna mína og hlúa að og byggja upp sem mest í kringum mig. Ég ætlaði reyndar að gerast stórtækur grænmetisbóndi um leið og ég flytti í Hveragerði en bæði hef ég ekki tíma og svo er miklu einfaldara að labba yfir göt- una og kaupa ferskt og ódýrt græn- meti úr gróðurhúsi nágrannanna. Svo er á planinu að koma okkur upp hænum og byggja sánu sem þarf auðvitað að vera á öllum skandinav- ískum herragörðum, en þetta tekur allt sinn sinn tíma. Sveitin dregur nefnilega fram í manni bóndann. Matti er alltaf að smíða og ég er farin að gera alls konar sultur og baka brauð í tíma og ótíma. Lang- afar okkar og -ömmur væru örugg- lega hreykin af öllum þessum mynd- arbúskap, sem er kannski ekkert takmark í sjálfu sér en samt nota- leg tilhugsun.“ Skáldskapurinn er lyf við einmanaleikanum Eitt af einkennum rithöfundar er áhugi á öðru fólki og forvitni um hagi þess. „Það hafa allir svo ríka sögu að segja. Við erum svo flókin og lífið er svo flókið og það verða allir fyrir áföllum. Það sleppur enginn að fullu við sorg og áföll sem dýpka okkur og breyta okkur og um þetta fjallar skáldskapurinn. Um öflin sem móta mannfólkið. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hæg- ara sagt en gert fyrir eina mann- eskju að skilja aðra. Allt okkar tal og öll okkar skrif eru bara tilraun til að byggja brú á milli fólks en sú brú verður alltaf dálítið gisin, það fer svo mikið til spillis á leiðinni. Þess vegna er svo ótrúlega mikil- vægt að vanda sig í samskiptum. Við eigum að reyna að skilja hvert annað og tengjast, þess vegna þurf- um við sögur af öllu tagi til þess að þjálfa okkur í því að setja okkur í annarra spor. Ég veit að ég hef mikið fjallað um þetta í bókunum mínum enda hefur þetta verið mér hugleikið lengi. Það er erfitt að setja sig í þær stellingar að horfast í augu við þetta, maður getur fundið fyrir skerandi einmanakennd, en mér finnst öll þessi viðleitni okkar til þess að reyna að skilja hvert annað svo fögur og mikilfengleg.“ Ég átti mér einskis ills eða góðs von þegar ég opnaði fyrir honum en ég var bara eins og lostin eldingu, varð ástfangin á sekúndubroti og gjörsamlega miður mín allt kvöldið að reyna að stramma mig af svo þessi bláókunn- ugi maður héldi ekki að ég væri galin. www.opera.is 2. sýning 25. október kl. 20 3. sýning 1. nóvember kl. 20 4. sýning 8. nóvember kl. 20 Frumsýning í kvöld Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 eftir Giuseppe Verdi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.