Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 90
18. október 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 „Fyrir nokkuð mörgum árum kom ég að máli við þáverandi forstöðumann Listasafnsins á Akureyri og kom þeirri skoð- un minni á framfæri að mér fyndist skorta á að það væri skoðað hvað byggðasöfn eru í rauninni stútfull af myndlist,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, um upphafið á samstarfi hennar og Lista- safns Akureyrar. „Ég bauðst til að koma með einhverja gripi á safnið en á þeim tíma reyndist ekki áhugi fyrir því. Fyrir einu og hálfu ári hringdi hann svo í mig og bauð mér að gera þessa sýningu sem verður opnuð í dag.“ Sýningin nefnist Myndlist minjar / Minjar myndlist og þar gefur annars vegar að líta muni markaða af sögu, menn- ingu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningar- sögu Dalvíkurbyggðar. Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28 til 70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sam- eiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefáns- dóttir, Sara Jóhanna Vilbergs- dóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason. „Ég velti því mjög lengi fyrir mér hverja ég ætti að velja,“ segir Íris Ólöf. „Ég vildi hafa breitt aldursbil, fleiri konur en karla, fólk sem ynni í ólíka miðla og svo framvegis. Að lokum ákvað ég að gerast bara egósentrísk og velja þá mynd- listarmenn sem ég vildi helst fá. Sterka listamenn sem ég treysti í þetta verkefni og vissi að færu alla leið með það.“ Auk nýju listaverkanna ellefu og munanna sem þau eru unnin út frá eru á sýningunni tutt- ugu gripir sem Íris Ólöf hefur valið. „Ég sýni þá gripi án sög- unnar í kringum þá þannig að þeir standa bara sem sjálfstæð verk,“ segir hún. Sýningin stendur til 7. des- ember og er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. fridrikab@frettabladid.is Að lokum ákvað ég að gerast bara egósentr- ísk og velja þá mynd- listarmenn sem ég vildi helst fá. Sterka lista- menn sem ég treysti í þetta verkefni. Ellefu ný verk unnin út frá gömlum munum Sýningin Myndlist minjar / Minjar myndlist verður opnuð í Listasafni Akureyrar í dag. MYNDLIST OG MINJAR Nokkrir listamannanna sem eiga verk á sýningunni ásamt Írisi Ólöfu sýningarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN „Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöl- listakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópa- vogi í dag. Hinar eru Halla Mar- grét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrir- tækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jón- ínu, Bara ef … og útgáfufyrir- tækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutím- um. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veit- ingar verða á boðstólum. Í Anar- kíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónas- ar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynn- inguna. - fsb Listakonur spretta úr spori Listasprettur nefnist dagskrá sem fram fer í Anarkíu í dag. Þar leiða fj órar listakonur saman hesta sína, lesa og syngja. AKSJÓNISTAR Jónína Leósdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir skemmta gestum í Anarkíu í dag. MYND ÚR EINKASAFNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.