Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 108

Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 108
18. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 76 YRSA GEFUR ÚT DNA Yrsa Sigurðardóttir leggur nú lokahönd á sína tíundu glæpasögu sem út kemur hjá Veröld í nóvember. Hún nefnist einfaldlega DNA. Bókin segir frá því þegar ung kona er myrt á skelfilegan hátt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Morðinginn lætur aftur til skarar skríða og skömmu síðar fær radíóamatör sérkennileg skilaboð á öldum ljósvakans sem tengir hann við bæði fórnarlömbin. - fb „Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferða- lag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðal- hlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafn- arfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þess- ir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lög- reglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn elti- hrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigur- jóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann. Sex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leik- ari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin form- leg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveimur dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeild- ina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft sam- band við hann og boðið honum hlut- verk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“ adda@frettabladid.is Myndi safna víkinga- skeggi fyrir Baltasar Leikarinn Darri Ingólfsson komst ekki á viðhafnarfrumsýninguna á Borgríki 2, þar sem hann var önnum kafi nn við að leika eltihrelli í spennuþáttunum Stalker. MISSTI AF FRUMSÝNINGU Darri missti af viðhafnarfrumsýningu Borgríkis 2 vegna þess að hann var upptekinn við að leika eltihrelli. FRÉTTABLADID/JULIA SANDBERG HANSSON *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðis- aukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað DORMA. „Erfitt að segja af hverju þetta er tabú, ætli það sé ekki margþætt,“ segja systurnar Katrín Helga Andrésdóttir og Anna Tara Andr- ésdóttir sem mynda hljómsveitina Hljómsveitt. Þær hafa vakið mikla athygli og hneykslan fyrir lagið og mynd- bandið Næs í rassinn, þar sem þær syngja opinskátt um endaþarms- mök karla og kvenna. „Hvernig ætla þeir sem hafa áhyggjur af skaðsemi endaþarmsörvunar að leysa vandann? Með því að tala ekki um það? Við heyrum ítrek- að af fólki sem nýtur endaþarms- örvunar en skammast sín fyrir það sem er svo sorglegt því það er fullkomlega líkamlega eðlilegt, þar sem við fæðumst með örvandi endaþarm.“ Systurnar segja jafn- vel meiri skömm vera á karlmönn- um sem njóti endaþarmsörvunar. ,,Ég ímynda mér að þegar fólk á erfitt með að tala um kynlíf þá eigi það einnig erfiðara með að stunda það. Ef orðin ein og sér eru erfið þá er líklegt að kynlífið verði það líka,“ segir Anna Tara. Systurnar segjast hafa vitað fyrirfram að þær myndu fá ein- hverja upp á móti sér en að marg- ir yrðu jafnframt þakklátir, hvort sem það væri í leyni eða ekki. Í bókinni Kynlíf – já takk stendur að þegar einhver bregður út af vananum geti það valdið óöryggi, streitu og skilningsleysi. Óörygg- ið sem við finnum til innra með okkur á það til að knýja okkur í vörn í formi alhæfinga og for- dóma. Við minnum á að við erum ekki að finna upp hjólið, aðeins að fjalla um það. Sagan setur hlutina í gott samhengi, til dæmis þóttu munnmök einu sinni afbrigðileg. „Fólk virðist skiptast í tvo hópa, þá sem hata okkur, þá sem elska okkur og fáir eru þar á milli.“ En hvað finnst góðborgurum eins og ömmu og afa um tónlistina? „Það má segja að það séu líflegar umræður við matarborðið okkar,“ segja þær. - þij Óhefðbundið kynlíf er tabú Systurnar í Hljómsveitt hafa vakið mikla athygli og hneykslan fyrir lagið Næs í rassinn. HLJÓMSVEITT BRJÓTA TABÚ Hljómsveitt vill stuðla að heilbrigðu kynlífi. MYND/KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR TÓK LAGIÐ Í LOS ANGELES Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti tróð upp í íslensku versluninni Reykjavík Outpost í Los Angeles á fimmtudag við mikinn fögnuð viðstaddra. Ásgeir er eins og er á tónleikaferð um Bandaríkin. Þaðan mun hann halda í tón- leikaferð um Danmörku, Þýskaland og Frakkland, með viðkomu á Ís- landi, en hann kemur fram á Iceland Airwaves þann 5. nóvember. - asi „Ég vildi að ég gæti spólað fimm ár fram í tímann, svo ég geti farið með son minn í go-cart og kynnt hann fyrir kvenfólki.“ SIMON COWELL UM SON SINN ERIC SEM ER ÁTTA MÁNAÐA. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Darri Ingólfsson Í ÍSLENSKRI HÖNNUN Á RAUÐA DREGLINUM Sundkonan Ragnheiður Ragnars- dóttir mætti á rauða dregilinn á tískuvikunni í Los Angeles í vikunni. Hún var að sjálfsögðu klædd í íslenska hönnun og var í kjól eftir söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur sem hannar undir merkinu Kali. Ragnheiður fluttist til Los Angeles í haust, en þar leggur hún stund á leiklistarnám. Vinkona Ragnheiðar, leikkonan Angelique Gerber, klæddist einnig í íslenskri hönnun og var í kjól frá Ziska. - asi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.