Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 112
NÆRMYND
„Í fyrsta lagi er Bryndís alveg ótrúlega
skemmtileg og hress. Hún er mjög vel
gefin, góð manneskja og góður vinur,
kemur sífellt á óvart, er bara þannig
týpa. Það er alltaf líf og fjör í kringum
hana, aldrei lognmolla. Við kynntumst í
bókabransanum og höfum átt ótrúlega
skemmtilegar stundir hérna í Eymunds-
son og annars staðar. Hún getur verið
afar óhagganleg og ákveðin, en það
truflar ekki okkar vinskap.“
Svanborg Þórdís
Sigurðardóttir, vin-
kona og fyrrverandi
samstarfskona
Bryndís Loftsdóttir
starfsmaður á skrifstofu Félags
íslenskra bókaútgefenda og
varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins
Bryndís vakti í vikunni athygli á að virðis-
aukafrumvarp fjármálaráðuneytisins gerði
ráð fyrir að hver máltíð einstaklings kostaði
248 krónur og að fjögurra manna fjölskylda
eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og
drykk. Sjálf telur hún sig verja tæpum
tveimur milljónum króna í mat og drykk
fyrir sína fimm manna fjölskyldu.
„Bryndís er bæði dugleg og útsjónar-
söm, en á það til að vera fljótfær í við-
leitni sinni við að klára verkefnin hratt.
Hún er mjög fylgin sér og treystir á
eigið hyggjuvit. Það er engin lognmolla
í kringum Bryndísi, enda erum við búin
að eiga mjög skemmtilegar stundir
saman. Svo er Bryndís alveg
einstaklega góður kokkur og
njótum við börnin góðs af.“
Arnbjörn Ólafs-
son, eiginmaður
„Bryndís, vinkona mín, er kona með
hjartað á réttum stað. Hún er réttsýn,
áreiðanleg, huguð og skemmtileg. Ég
man að þegar við spiluðum yatzy var
hún alltaf fengin til að leggja saman,
enda fær í reikningi– eins og hefur nú
komið á daginn. Við sitjum saman á
leikskólamyndinni sem
tekin var á Álftaborg á 8.
áratugnum. Síðan hefur
mér fundist gott að hafa
hana mér við hlið.“
Gerður Kristný,
vinkona
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
ht.is
Næsta bylgja
sjónvarpa
er komin
með Android