Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 8
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
LÖGGÆSLA Öll lögregluembættin
á landinu hafa sent lögregluþjóna
sína á námskeið í notkun MP5-hríð-
skotabyssa.
Námskeiðin hófust á æfingasvæði
lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í
september og þeim lauk um miðjan
október. Hvert námskeið stóð í tvo
daga.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um gáfu Norðmenn lögreglunni 150
MP5-hríðskotabyssur sem eru enn
sem komið er í umsjá Embættis rík-
islögreglustjóra. Í framtíðinni er
ætlunin að dreifa þeim til lögreglu-
embætta landsins.
Ekkert lögregluembættanna
hefur þó enn sem komið er fengið
byssurnar til afnota.
„Það hefur ekki verið tekin form-
leg ákvörðun um að fá MP5-hríð-
skotabyssur en í ljósi þess að MP5 er
mun öruggara og betra vopn, komi
til þess að beita þurfi skotvopnum,
en Glock-skammbyssur þá er líkleg
niðurstaða að embættið fari fram
á að fá þær til afnota,“ segir Ásdís
Ármannsdóttir, sýslumaður á Siglu-
firði, en hún er jafnframt æðsti yfir-
maður lögreglunnar á Akureyri og
Dalvík.
Lögreglan í umdæmi lögreglu-
stjórans á Akureyri er ekki með
vopn í bílum sínum og Ásdís segir
að engin ákvörðun hafi verið tekin
um að breyta því. „Nýir lögreglubíl-
ar munu þó verða útbúnir til slíks
eftir því sem þeir verða endur-
nýjaðir,“ segir hún.
Yfirmenn í lögreglunni sem
Fréttablaðið hefur rætt við í Reykja-
vík, Húnavatnssýslum, Suður-
nesjum, Árnessýslu og Borgarfirði
segja að engin vopn sé að finna í
lögreglubílum á vegum embætta
þeirra.
Ný umdæmaskipan lögreglustjóra
og sýslumanna tekur gildi um ára-
mót. Þá stækka lögregluembættin
og þeim fækkar. „Þá er líklegt að
menn setji ákveðnar reglur í hverju
umdæmi um búnað bílanna og hvort
vopn verði hluti af búnaðinum. Mér
finnst líka líklegt að þegar nýir lög-
reglustjórar verða komnir til starfa
verði tekin ákvörðun um hvort
fengnar verði MP5-hríðskotabyssur
eða ekki,“ segir Theodór Þórðarson,
yfirlögregluþjónn í Borgarnesi.
Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á
Vestfjörðum, hefur upplýst að lög-
reglan sé með vopn í bílum sínum en
þar hefur ekki verið ákveðið hvort
MP5 verði bætt í vopnasafnið. Á
Austurlandi er lögreglan stundum
með vopn í bílunum og stundum
ekki, að sögn Jónasar Vilhelms-
sonar, yfirlögregluþjóns á Eskifirði.
„Við eigum eftir að sjá hvort
við höfum not fyrir MP5-byssur.
Ákvörðun um það hefur ekki verið
tekin,“ segir Jónas.
„Því er haldið leyndu að lögreglan
hafi eignast 150 nýjar byssur. Lög-
regla, utanríkisráðherra og innan-
ríkisráðherra hefðu átt að senda
frá sér tilkynningu og greina frá
því að Norðmenn vilji gefa okkur
vopn,“ segir Páll Valur Björnsson,
starfandi formaður allsherjar- og
menntamálanefndar Alþingis.
Allsherjarnefnd kom saman á
aukafundi í gær til að ræða vopna-
mál lögreglunnar. Haraldur Johann-
essen ríkislögreglustjóri og Jón
Bjartmarz yfirlögregluþjónn komu
á fund nefndarinnar.
Páll Björgvin segir að hefðu upp-
lýsingarnar legið á borðinu frá upp-
hafi hefðu menn getað rætt málið.
„Hvers vegna þessi leyndar-
hyggja?“ spyr Páll Björgvin. Hann
segir að það eina nýja sem hafi
komið fram hafi verið aðkoma ráð-
herranna að málinu án þess að það
kæmi fram í hverju hún væri fólgin.
Fréttablaðið óskaði eftir viðtali
við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkisráðherra og vildi fá að
vita hvenær ráðherra hefði vitað
af tilboði Norðmanna, og jafnframt
vildi blaðið fá að vita hver aðkoma
hennar hefði verið að málinu.
Hanna Birna neitaði viðtali eins og
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra.
Lögreglan upplýsti að Landhelgis-
gæslan hefði haft milligöngu í mál-
inu. Þar fást heldur ekki svör.
„Landhelgisgæslan hafði að
beiðni lögreglunnar, milligöngu
um að útvega lögreglunni búnað
frá Norðmönnum og var það gert
í samráði við þar til bær norsk og
íslensk yfirvöld,“ segir í tilkynningu
frá Landhelgisgæslunni.
johanna@frettabladid.is
Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörð-
un um að fá MP5 hríðskotabyssur en í ljósi þess
að MP5 er mun öruggara og betra vopn komi til
þess að beita þurfi skotvopnum en Glock
skammbyssur þá er líkleg niðurstaða að
embættið fari fram á að fá þær til afnota.
Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður
Erfðir Alzheimerssjúkdómsins
MP5 sögð öruggari en skammbyssa
Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir
hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. Leyndarhyggja í kringum málið er gagnrýnd.
Heckler & Koch MP5 er þýsk hríðskotabyssa sem fyrst var tekin í notkun hjá
þýska hernum árið 1966. Til eru um 30 tegundir af MP5-byssum, til dæmis MP5
A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1.
MP5 sem íslenska lögreglan hefur fengið að gjöf er lýst sem lítilli og léttri
byssu sem hafi lítinn slagkraft.
Lengdin á MP-byssum er frá 48 upp í 60 sentímetra, misjafnt eftir gerðum.
Skotin sem oftast eru notuð í byssuna eru 9×19 mm og komast yfirleitt 15-30
slík í magasínin. Skothraðinn er 400 metrar á sekúndu, eða 13 til 14 skot á
sekúndu. Óhlaðin vegur MP-byssa um 2,5 kíló.
13 til 14 skot á sekúndu
FARIÐ Á NÁMSKEIÐ Lögreglumenn landsins hafa verið sendir á námskeið til að
læra að fara með MP5-byssur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR