Fréttablaðið - 23.10.2014, Qupperneq 12
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
4
37
17
„Námið hjálpaði mér að öðlast það sjálfstraust sem þurfti til
að sækja um nýtt og krefjandi starf. Ég fékk mjög gott starf á
frábærum vinnustað strax að loknu námi. Það er aldrei of seint
að byrja að læra eitthvað nýtt. Fyrir mig var þetta góð fjár-
festing og frábær tími í góðum félagsskap í frábærum skóla.“
Sóley Rut Ísleifsdóttir, þjónustufulltrúi
Skráning fer fram á www.promennt.is og þar má einnig finna allar nánari
upplýsingar.
STYRKTU
STÖÐU ÞÍNA
www.promennt.is
Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 • promennt@promennt.is
NÚ LÍÐUR AÐ LOKUM HAUSTANNAR OG VIÐ BJÓÐUM
UPP Á AUKAHÓPA AF VÖLDUM NÁMSKEIÐUM.
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI – SKRÁÐU ÞIG NÚNA!
ALMENNT TÖLVUNÁM
Sérlega hagnýtt nám fyrir þá sem einhvern tölvugrunn hafa til
að byggja á eða einhverja reynslu af tölvuvinnu en vilja auka
við hæfni sína og læra meira. Þátttakendur þurfa að hafa
lágmarksþekkingu á Internetinu og að hafa sent og tekið á
móti tölvupósti.
Morgun- og kvöldhópar hefjast 27. október
Lengd: 60 std. • Verð: 64.000 kr.
EXCEL – GRUNNUR
Hnitmiðað námskeið fyrir byrjendur þar sem tekin eru fyrir
helstu grundvallaratriði við notkun Excel við margs konar
útreikninga og úrvinnslu talna ásamt útlitsmótun skjala.
Morgun- og kvöldhópar hefjast 5. nóvember
Lengd: 21 std. • Verð: 39.000 kr.
EXCEL – FRAMHALD
Framhaldsnámskeið í Excel þar sem þátttakendur munu meðal
annars læra hvernig beita má Excel á stórar töflur og vinna úr
gögnum á fjölbreyttan hátt ásamt notkun Excel við flóknari
verkefni og til útreikninga.
Morgun- og kvöldhópar hefjast 17. nóvember
Lengd: 15 std. • Verð: 39.000 kr.
GRAFÍSK HÖNNUN
Vinsælt og sérlega hagnýtt nám í grafískri hönnun sem er
ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í grafískri vinnslu
eða fólki sem vill skapa sér forskot í frekara hönnunarnámi.
Þetta nám hentar einnig þeim sem vilja hanna sínar
auglýsingar sjálfir.
Kvöldhópur hefst 28. október • Lengd: 105 std. • Verð: 169.000 kr.
SVÍÞJÓÐ Skemmdarverk hafa
verið unnið á tveimur af hverjum
þremur moskum í Svíþjóð, sam-
kvæmt könnun meðal múslíma
þar. Sænska ríkisútvarpið segir
að krotað hafi verið á veggi og
rúður brotnar auk þess sem brot-
ist hafi verið inn í moskurnar.
Gestum einnar moskunnar
hefur oft verið veitt eftirför af bíl
á undanförnum mánuðum. Marg-
ir óttast að fara til bænastunda í
moskunum. Alls tóku 110 af 147
söfnuðum þátt í könnuninni. - ibs
Múslímum hótað í Svíþjóð:
Óttast að fara
til bænastunda
BANDARÍKIN Bandarískur kviðdómur komst
í gær að þeirri niðurstöðu að fjórir liðs-
menn Blackwater-fyrirtækisins væru
sekir, einn um morð og þrír aðrir um mann-
dráp.
Mennirnir urðu 17 manns að bana og
særðu um tuttugu til viðbótar á Nisúrtorgi í
Bagdad árið 2007. Heimamenn segja mann-
drápin hafa verið tilefnislaus og því hrein-
ræktuð fjöldamorð.
Mennirnir störfuðu fyrir bandaríska
utanríkisráðuneytið sem öryggisverðir á
verktakasamningum.
Kviðdómurinn hafði í gær ekki komist
að niðurstöðu í öllum ákæruatriðum, en
kynnti í gær þær niðurstöður sem komnar
eru. Kviðdómurinn mun svo halda áfram að
ræða önnur ákæruatriði, en alls eru þau 33.
Málið hafði mikil áhrif á samskipti
íraskra stjórnvalda við Bandaríkin. Írak-
ar kröfðust þess að mennirnir yrðu látnir
svara til saka og vildu að þeir kæmu fyrir
dómstóla í Írak.
Bandaríkin féllust ekki á það og átti þessi
afstaða þeirra stóran þátt í því að illa gekk
að gera samninga um samstarf Íraka við
Bandaríkjaher eftir að bandarískt herlið
yfirgaf Írak. - gb
Bandarískir Blackwater-liðar dæmdir sekir vegna fjöldamorða á götu í Bagdad árið 2007:
Einn sekur um morð, þrír um manndráp
TVEIR
BLACK-
WATER-
MANNA
Dómurinn
kann að
hafa áhrif á
framtíðar-
samskipti
Banda-
ríkjanna og
Íraks.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KANADA, AP Kanadískur her-
maður, sem stóð heiðursvörð við
minnismerki fyrir utan þinghús-
ið í Ottawa, var í gær myrtur af
byssumanni, sem síðan hélt inn í
þinghúsið og hleypti þar af fjölda
skota. Þá var einnig skotið af
byssu í verslunarmiðstöð skammt
frá þinghúsinu.
Lögreglan leitaði í gær að
einum eða tveimur öðrum mönn-
um, sem talið var að hefðu tekið
þátt í árásinni. Einn árásar maður
lét lífið í skotbardaga við lög-
regluna.
Þá særðust að minnsta kosti
tveir aðrir. Að sögn talsmanna
sjúkrahúss í Ottawa var ástand
þeirra beggja stöðugt.
Grunur vaknaði fljótlega um
að þarna væri á ferðinni skipu-
lögð hryðjuverkaárás og var fjöl-
mennt lið lögreglu og hermanna
kallað út. Stórum svæðum í mið-
borginni var lokað og allt starfs-
fólk þinghússins og fleiri bygg-
inga í miðbænum var beðið um að
halda kyrru fyrir. Þá var íbúum
almennt ráðlagt að vera ekki á
ferli utan dyra.
Bandarískir fjölmiðlar sögðu
árásarmanninn hafa heitið
Michael Zehaf-Bibeau, vera 32
ára gamlan og líklega frá Alsír.
Stuttu síðar birtu öfgasam-
tökin Íslamskt ríki, sem náð hafa
stórum svæðum í Sýrlandi og
Írak á sitt vald, mynd af manni
sem þau sögðu árásarmanninn.
Vitni segja árásarmann,
klæddan svörtum fötum og
með klút fyrir andliti, hafa
gengið upp að hermanninum
og skotið hann í návígi. Her-
maðurinn stóð heiðurs vörð við
stríðs minnismerki þegar árásar-
maðurinn lagði til atlögu.
Lögreglan varðist að mestu
frétta í gær, hugsanlega af ótta
við að annar árásarmaður gæti
notfært sér allar upplýsingar til
að komast undan eða gera fleiri
árásir. Kanadíska fréttastofan
CP hafði eftir Tony Zobl, 35 ára
manni sem sá atburðinn úr glugga
á fjórðu hæð: „Vörðurinn féll til
jarðar og byssumaðurinn lyfti
höndum sínum eiginlega eins og
sigri hrósandi og hélt um leið á
rifflinum.“
Stephen Harper forsætisráð-
herra var ekki í hættu staddur
og yfirgaf svæðið fljótlega eftir
árásina. Þá var bandaríska sendi-
ráðinu í Ottawa lokað í öryggis-
skyni.
Lögreglan í Ottawa var á varð-
bergi fyrir atburði gærdagsins
vegna árásar sem gerð var á tvo
kanadíska hermenn fyrr í vik-
unni. Þar var þó ekki skotárás á
ferðinni, heldur var ekið á her-
mennina. Annar þeirra lést en
hinn slasaðist.
Sá árásarmaður féll fyrir skot-
um lögreglu. Hann hafði nýverið
gerst múslimi, en lögreglan hafði
haft hann grunaðan um að ætla til
Sýrlands eða Íraks að berjast þar
með herskáum vígasveitum. Hann
hafði reynt að komast til Tyrk-
lands, en þá var vegabréf hans
tekið af honum.
gudsteinn@frettabladid.is
Öngþveiti í Ottawa
Rúmlega þrítugur maður, Michael Zehaf-Bibeau að nafni, myrti kanadískan her-
mann og hleypti af skotum inni í þinghúsinu í Ottawa í gær. Árásarmaðurinn féll
fyrir skotum lögreglu, en grunur lék á að einn eða fleiri væru í liði með honum.
VIÐBÚNAÐUR Lögreglumaður á hlaupum í miðborg Ottawa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
© GRAPHIC NEWSHeimild: Fréttastofur Ljósmynd: Google Earth
Kanadískur hermaður lét lífið
í skotárás fyrir utan þinghúsið.
Einn árásarmaður lét lífið
í skotbardaga við lögreglu.
Íslenska sendiráðið er staðsett
rétt utan kortsins, neðst til vinstri.
SKOTÁRÁSIRNAR
Austur-
byggingin
Ottawa-
háskóli
Langevin-byggingin
Bandaríska sendiráðið
Chateau Laurier-hótelið
Bókasafn
þingsins
Vestur-
byggingin
Þinghæðin
O T TA W A 200m
Ottawa-
fljótið
Skrifstofa forsætisráðherra Mörgum
skotum skotið inni í byggingunni. Einn
árásarmaður sagður fallinn fyrir skotum
lögreglu.
Stríðsminnismerkið
Kanadískur hermaður skotinn,
lést síðar á sjúkrahúsi.
Rideau-verslunarmiðstöðin:
Skotum var hleypt af.
Ottawa
Montreal
K a n a d a
Bandaríkin
500km
Skotárás í Ottawa, höfuðborg Kanada