Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 18

Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 18
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18 ➜ Facebook og Apple bjóða einnig styrk til að standa straum af kostnaði við að láta geyma eggin. Þegar vetrarfrí elsta barns Haf- dísar Óskar Pétursdóttur og Svein- björns Jónssonar hófst á dögunum áttu þau ekkert frí inni frá síðasta sumri. „Það var því lítið sem við gátum gert til að eiga saman fjöl- skyldustundir,“ segir Hafdís sem á þrjú börn, 7, 3 og 1 árs. Yngri börn Hafdísar eru í leik- skóla, það eldra í hverfisleikskóla en það yngra á ungbarnaleikskóla þar sem Hafdís er deildarstjóri. Ekki er víst að báðum leikskól- unum verði lokað á sama tíma í sumar, að sögn Hafdísar. „Það er nefnilega kosið um það í öðrum leikskólanum hvenær sumarsins eigi að hafa lokað. Næsta sumar gæti þess vegna orðið höfuðverk- ur og ég sé fram á að við hjónin tökum hluta af sumarfríinu okkar hvort í sínu lagi til að ná örugglega að spanna allt sumarfrí barnanna. Við munum væntanlega ekki eiga neitt frí inni næsta vetur sem gott væri að eiga vegna vetrarfrís elsta barnsins og skipulagsdaga í skól- um allra barnanna.“ Skipulagsdagar í grunnskóla og leikskólum barnanna skarast að mestu leyti, að sögn Hafdísar. „Af sex skipulagsdögum í hverfisleik- skólanum eru þrír sameiginlegir með grunnskólanum. Það er gott að fá þessa þrjá daga en auðvitað væri best að þeir væru allir sam- eiginlegir en ég hef vissan skiln- ing á því hvers vegna svo er ekki. Grunnskólinn hefur skipulags- daga sem næst fríum eins og jóla- fríi, páskafríi og sumarfríi. Þessir skipulagsdagar henta ekki leik- skólunum sem fá fólk til að flytja fyrirlestra á sínum skipulagsdög- um. Það er erfiðara að fá fyrirles- ara í kringum frí.“ Skipulagsdagarnir í grunnskól- anum eru talsvert fleiri en í hverf- isleikskólanum en skipulagsdag- arnir í ungabarnaleikskólanum þar sem Hafdís starfar eru sex eins og í hverfisleikskólanum en ekki allir þeir sömu. „Leikskólinn sem ég starfa í er sjálfstæður skóli sem tekur á móti börnum úr öllum hverfum. Hann getur því ekki miðað við skipulagsdaga grunn- skólanna,“ greinir Hafdís frá. Hún segir foreldrana skipta á milli sín eins og hægt er að vera heima með börnunum þegar skól- ar eru lokaðir. „Fyrir utan jóla- og páskafrí þurfum við að manna um það bil 10 daga. Ég hef leyfi til þess að taka börnin með mér í vinnuna en þau geta ekki verið hjá mér í vinnunni allan dag- inn. Ég hugsa að ég verði heima fimm daga í vetur vegna skipu- lagsdaga og vetrarfrís. Maðurinn minn verður heima alla sex dag- ana þegar skipulagsdagar eru á ungbarnaleikskólanum því að þá þarf ég að vera í vinnunni. Svo erum við svo heppin að eiga góðar ömmur sem hjálpa til eins og þær geta.“ Hafdís tekur það fram að skipulagsdagar séu nauðsyn- legir í skólastarfi en hún veltir því fyrir sér hvort vinnumark- aðurinn þurfi ekki að laga sig að breyttum aðstæðum. „Í nágranna- löndum okkar er gert ráð fyrir að foreldrar fái frí á skólafrídögum til að geta verið með börnunum sínum. Það mætti einnig velta því fyrir sér hvort fólk ætti ekki að fá lengra sumarfrí á meðan börnin eru ung og þurfa mikla umönnun og dögunum fækkaði frekar þegar börnin væru betur í stakk búin til að hugsa um sig sjálf.“ ibs@frettabladid.is Erfitt er skipulagsdagar í skólum barna dreifast Skipulagsdagar í grunn- og leikskólum í sama hverfi eru ekki alltaf þeir sömu. Foreldrar þurfa að taka sér lengra frí að vetri og skiptast á að vera í sumarfríi. Á UNGBARNALEIKSKÓLANUM Hafdís Ósk Pétursdóttir með Degi Kára sem er 18 mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Af sex skipulags- dögum í hverfisleikskól- anum eru þrír sameigin- legir með grunnskólanum. Það er gott að fá þessa þrjá daga en auðvitað væri best að þeir væru allir sam- eiginlegir en ég hef vissan skilning á því hvers vegna svo er ekki. Hafdís Ósk Pétursdóttir, deildarstjóri á leikskóla. Facebook og Apple bjóða konum sem starfa hjá fyrirtækjunum styrk til að láta frysta egg til þess að þær geti einbeitt sér að frama sínum og stofnað fjölskyldu síðar á ævinni, að því er NBC-sjónvarpsstöðin greindi frá. Konur í fyrirtækjunum og fleiri fyrirtækjum í sama geira hafa verið í minnihluta starfsmanna og að undanförnu hefur því verið þrýst á þau að jafna kynjahlutfallið. Þess vegna bjóða Facebook og Apple konum styrk upp á um 10 þús- und dollara til að láta frysta egg. Fyrirtækin bjóða einnig styrk til að standa straum af kostnaði við að láta geyma eggin og bjóða þess vegna allt að 20 þúsund dollara styrk. Facebook hefur þegar greint starfsmönnum sínum frá þessum bónus og Apple hyggst gera það eftir áramót. Ekki hefur verið greint frá því í fréttum hvort karlkyns starfsmönnum verði boðið að sameina frama og fjölskyldulíf á einhvern hátt. - ibs Facebook og Apple vilja jafna kynjahlutfallið: Bjóða konum styrk til að láta frysta egg Nemendur í nokkrum sveitarfélögum í Sví- þjóð eru svo hræddir um að teknar verði myndir af þeim þegar þeir eru í sturtu í skólanum að þeir eru farnir að hætta að þvo sér eftir íþróttatíma. Nemendur eru einnig ragir við að fara á salerni. Þess vegna er nú verið að breyta sturtuaðstöðu og salern- um í skólunum, að því er segir í frétt á vef Dagens Nyheter. Sett hafa verið upp skil- rúm í sturtunum og salernin hafa verið ein- angruð til að draga úr hljóði frá þeim. Í Gautaborg voru gerðar breytingar á um 600 salernum á árunum 2011 til 2013 og í fyrra voru gerðar breytingar á 16 rýmum þar sem nemendur skipta um föt og fara í sturtu. - ibs Breytingar gerðar vegna hræðslu við myndatöku: Þora ekki í sturtu í skólanum BARNEIGNUM FRESTAÐ Með bónus á að reyna að fá konur til að fresta barneignum. NORDICPHOTOS/GETTY STURTA Sett hafa verið upp skilrúm í sturtuaðstöðu í sænsk- um skólum. NORDICPHOTOS/GETTY Aðeins um 15 prósent manna hafa gagn af því að drekka eitt glas af rauðvíni á dag sér til heilsubótar. Þetta eru niður- stöður rannsóknar norskra og sænskra vísindamanna sem gerð var við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Niðurstöður franskrar rannsóknar frá 1995 gáfu vísbendingar um að sérstakt afbrigði af geni gæti valdið því að áfengi hefði verndandi áhrif. Vísindamennirnir í Gautaborg ákváðu að sannreyna þetta á 618 manns með hjartasjúkdóma og á um 3.000 manns í viðmiðunarhópi. Þátttak- endur í rannsókninni voru flokkaðir eftir því hversu mikið þeir sögðust drekka af áfengi. Þar að auki var rannsakað hvort þeir bæru fyrrgreint afbrigði af geni. Rannsóknin leiddi í ljós hið sama og franska rannsóknin gerði fyrir um tuttugu árum. Miklu færri þeirra sem eru með þetta sérstaka gen og drekka áfengi í hófi eru með hjartavandamál. Á norska vísindavefnum forskning.no er haft eftir norska prófessornum Dag Thelle að eitt og sér verndi genið ekki fyrir sjúkdóm- um. Þegar áfengi komi við sögu veiti það hins vegar góða vernd gegn hjarta- áfalli. Greint er frá niðurstöðunum í rit- inu Alcohol. - ibs Rannsóknir vísindamanna á áhrifum áfengis til verndar heilsunni: Áfengi heilsubót fyrir aðeins 15 prósent SARA REGINSDÓTTIR MÆLIR MEÐ NEOSTRATA Fyrir ári síðan fékk ég óútskýrð útbrot um augun og þorði varla að mála mig eða setja á mig krem. Ég las mér til um sýrukrem, fór beint í næsta apótek og kom he im með augn- og andlitskrem frá NeoStrata.  Ofnæmið hvarf og ég er enn að nota NeoStrata. bionic face creme Ráðgjafi verður 23. október í Lyfju Lágmúla frá kl. 14-17. 25% afsláttur meðan á kynningu stendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.