Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 23

Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 23
FIMMTUDAGUR 23. október 2014 | SKOÐUN | 23 Á heimasíðu ASÍ stendur: „Samtökin berjast fyrir bættum kjörum félags- manna sinna og standa vörð um réttindi þeirra.“ Það kom því á óvart þegar sam- tökin hvöttu landsmenn til að berjast fyrir hagsmun- um Palestínumanna með mótmælum fyrir framan bandaríska sendiráðið fyrir nokkrum vikum. Einnig komu seinustu kjarasamn- ingar á óvart, en megintilgangur þeirra var að ná niður verðbólgu, og standa þannig vörð um hagsmuni fjármagnseigenda. Virtir hagfræð- ingar, þar á meðal Paul Krugman, hafa bent á að verðbólga upp á t.d. 4% væri ágætur kostur fyrir megn- ið af fólki, á meðan stöðugt verðlag gagnast helst fjármagnseigendum. Athafnir ASÍ hafa í nokkurn tíma verið úr takti við yfirlýstan tilgang samtakanna. Á seinasta áratug, þegar skattbyrði var í miklum mæli flutt yfir á þá tekjulægri, með þeim afleiðingum að sett var heimsmet í aukningu ójafnaðar, þá heyrðist lítið frá samtökunum. Jafnvel þótt ASÍ sé með hagdeild og vitað sé að aukning ójafnaðar skaði hagvöxt og minnki það sem er til skiptanna. Einnig hafa samtökin lengi barist fyrir því að atvinnurekendur stjórni lífeyrissjóðum félagsmanna ASÍ, í stað þess að stjórna þeim sjálfir með hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi. Það er einnig skiljanlegt að stjórnendur samtakanna reyni að hugsa um annað en kjör félags- manna sinna þegar litið er til árangurs af starfsemi samtakanna. Á seinustu 15 árum, meðan raun- tekjur stjórnenda hafa hækkað um 46% hafa laun verkafólks og fólks í þjónustustörfum hækkað um 20%. Iðnaðarmenn hafa hækkað um heil 2%. Þannig hefur iðnaðarmaðurinn fengið 13 þúsund króna hækkun meðan stjórnandinn hefur hækkað um 327 þúsund krónur, eða 25 sinn- um hærri upphæð. Má búast við því að ASÍ fari á næstunni að berjast eingöngu fyrir hagsmunum félagsmanna sinna? Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, birti grein á þriðjudag um áhrif áformaðra neysluskatt- sbreytinga á ólíka þjóð- félagshópa. Gylfi stillti orðum sínum ekki í hóf heldur talaði meðal ann- ars um „fráleitar forsend- ur“ fjármálaráðuneytisins, „fjarstæðukenndar fullyrð- ingar“ og „mjög skýrar“ hagtölur. Að lokum skil- greinir Gylfi afleiðingu breytinganna sem meiri ójöfnuð í samfélaginu. Í því ljósi er áhugavert að skoða nánar þær forsendur, fullyrðingar og hagtölur sem komu fram í grein- inni og hver áhrif breytinganna á ólíka þjóðfélagshópa munu verða: 1 Matvælaútgjöld eftir tekju-hópum. Gylfi fullyrðir að útgjöld vegna kaupa á matvæl- um og drykkjarföngum hjá þeim Íslendingum sem hafi lægstar tekjur séu nær fjórðungi hærra hlutfall af öllum útgjöldum en hjá þeim sem eru með hæstar tekjur. Hið rétta er að hlutfallið er 14,7% hjá þeim tekjulægstu en 14,5% hjá þeim tekjuhæstu sam- kvæmt neyslukönnun Hagstofunn- ar. Gylfi margfaldar því mismun- inn með því að segja hann vera um 25%. 2 Raftækjaútgjöld eftir tekju-hópum. Gylfi fullyrðir að útgjöld vegna kaupa raftækja, sem eiga að lækka í verði við breytingarnar, séu meira en helm- ingi hærra hlutfall heildarút- gjalda hjá tekjuhæsta hópnum en þeim tekjulægsta. Hið rétta er að hlutfallið er 1% hjá þeim tekjulægstu en 1,1% hjá þeim tekjuhæstu. Aftur margfald- ar Gylfi því mismuninn og segir hann vera yfir 50%. 3 Kostnaður við hverja máltíð. Gylfi segir að fjármálaráðu- neytið geri ráð fyrir að hver mál- tíð kosti 209 kr. á mann fyrir fjög- urra manna fjölskyldu. Hið rétta er að eingöngu er gert ráð fyrir innkaupum í mat- vöruverslunum. Máltíðir í mötu- neytum í skólum, á vinnustöðum, kaffihúsum og veitingastöðum eru ekki inni í þessum tölum. Því er rangt að deila matvælaútgjöldum niður með þeim hætti sem Gylfi hefur gert. 4 Skilvirkni aðgerða til tekju-jöfnunar. Gylfi segir að aðrar aðgerðir en lækkun gjalda á nauðsynjavörur geti verið enn skilvirkari til að draga úr mis- skiptingu í samfélaginu. Gylfi gefur því til kynna að slík lækk- un geti verið skilvirk leið. Hið rétta er að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, OECD og fyrr- verandi ríkisskattstjóri hafa bent á að lægri virðisaukaskatt- ur á nauðsynjavörur sé óskilvirk leið til tekjujöfnunar. Það er því villandi að gefa til kynna að sú leið geti verið skilvirk. Ef heildaráhrif áformaðra breytinga á neyslusköttum á ólíka tekjuhópa eru skoðuð kemur í ljós að kaupmáttur allra mun aukast, enda er skipting útgjalda á milli hærra og lægra þreps virðisauka- skatts svipuð eftir tekjuhópum. Þar sem þeir tekjulægstu verja hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu eru áhrifin jákvæð- ust fyrir þann hóp. Eini þjóðfélagshópurinn sem ver hærra hlutfalli útgjalda í mat- væli en aðrir eru barnafjölskyld- ur. Í nýju fjárlagafrumvarpi er því gert ráð fyrir hækkun barna- bóta sem vegur rúmlega upp þá útgjaldahækkun sem barnafjöl- skyldur verða fyrir. Áhrifin á þann þjóðfélagshóp eru því einn- ig jákvæð. Fyrirliggjandi breytingar á neyslusköttum fela því í sér skattalækkun sem eykur kaup- mátt allra tekjuhópa og dregur á sama tíma úr ójöfnuði í samfé- laginu. Það er ofar skilningi und- irritaðs hvernig fræðimenn líkt og Gylfi Magnússon geta fengið út allt aðra niðurstöðu. Ein mögu- leg skýring er að Gylfi hafi látið ginnast af orðræðu stjórnmál- anna og sett fræðin til hliðar í þetta skipið. ➜ Fyrirliggjandi breytingar á neyslu- sköttum fela því í sér skattalækkun sem eykur kaupmátt allra tekjuhópa og dregur á sama tíma úr ójöfn- uði í samfélaginu. Það er ofar skilningi undirritaðs hvernig fræðimenn líkt og Gylfi Magnússon geta fengið út allt aðra niðurstöðu. ➜ Athafnir ASÍ hafa í nokkurn tíma verið úr takt við yfi rlýstan tilgang samtakanna. Á seinasta áratug, þegar skattbyrði var í mikl- um mæli fl utt yfi r á þá tekjulægri, með þeim afl eiðingum að sett var heimsmet í aukningu ójafnaðar, þá heyrðist lítið frá samtökunum. Gylfaginning FJÁRMÁL Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands ASÍ KJARAMÁL Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Ágæti Steingrím- ur Ari. Rammasamn- i n g u r m i l l i Sjúkratrygg- inga Íslands og sálfræðinga á að gera börnum sem glíma við geðrænan vanda kleift að fá niður- greidda sálfræði- þjónustu hjá sjálf- stætt starfandi sálfræðingum. Í umræðu um skort á framboði, tak- markað þjónustuaðgengi og biðlist- avanda í geðheilbrigðisþjónustu vil ég sjá þennan samning betur nýttan til handa börnum sem þurfa á sál- fræðiþjónustu að halda. Sem stend- ur nýtist hann að mjög takmörkuðu leyti þar sem aðeins fimm sálfræð- ingar á landinu eru á samningi. Af þessu leiðir að fá börn njóta þjón- ustunnar. Gera þarf verulega brag- arbót á rammasamningi þannig að fleiri sálfræðingar fáist til aðildar að honum og hægt verði að líta á niðurgreidda sálfræðiþjónustu sem gildandi meðferðarkost í geðheil- brigðisþjónustu við börn. Einhliða ákvarðanir Rammasamningur tók gildi 1. janú- ar 2008. Frá upphafi samnings hafa Sjúkratryggingar einhliða ákveðið nánar um framlengingar og gjald- skrárhækkanir án nokkurs sam- ráðs við sálfræðinga. Útkoman er lág gjaldskrá sem gerir að verk- um að aðeins fimm sálfræðingar á landinu eru með aðild að samn- ingi. Algengt viðtalsgjald hjá sjálf- stætt starfandi sálfræðingum sem starfa með börnum mun vera um það bil 40% hærra en sálfræðivið- tal í rammasamningi. Þá er gjald- skrá Sjúkratrygginga fyrir viðtal hjá barnageðlækni um 90% hærri en sálfræðiviðtal í rammasamningi. Sálfræðingar sem starfa á samningi þurfa að uppfylla strangar fagleg- ar kröfur um menntun og reynslu ásamt því að fara í gegnum sérstakt umsóknarferli til að fá aðild sam- þykkta. Það verður því ekki séð að samræmi sé á milli hæfniskrafna og þeirra launa sem Sjúkratryggingar bjóða sálfræðingum. Ég tók ákvörðun um að sætta mig tímabundið við lág laun samn- ingsins þar sem ég tel að það eigi að vera sjálfsögð mannréttindi í samfélagi sem okkar, að börn hafi sömu möguleika á niðurgreiddri heilbrigðisþjónustu hjá sálfræðingi og t.d. barnageðlækni eða barna- lækni, óháð vanda eða sjúkdómi. Til þess að svo verði, hlýtur að þurfa að hækka gjaldskrána og fá þannig fleiri sálfræðinga til starfa á samning. Ennfremur þarf að opna betur á aðgengi að þjónustunni og þá sérstaklega fyrir þau börn sem hafa ekki möguleika á þjónustu hjá opinberum stofnunum eins og sál- fræðiþjónustu skóla, Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS), Barna- og unglingageðdeild (BUGL), Greiningar- og ráðgjafar- stöð (GRR), og heilsugæslustöðvum. Fleiri meðferðarkosti Eins og staðan er í dag hafa aðeins þau börn möguleika á niðurgreiddri sálfræðiþjónustu sem hafa farið í gegnum langa biðlista og þjónustu á ÞHS, BUGL, GRR eða Heilbrigðis- stofnun Suðurlands. Ég fæ ekki séð gagnsemi þess að nýta rammasamn- inginn til þess að veita viðbótar- meðferð fyrir hóp barna sem þegar hefur fengið þverfaglega meðferð á meðan ákveðinn hópur barna á mjög erfitt með að komast að í opinberri geðheilbrigðisþjónustu. Opinbera kerfið er fyrir löngu sprungið og tala biðlistarnir þar sínu máli. Það verður að ráða bót á þessum vanda og bjóða fleiri meðferðarkosti eins og niðurgreidda sálfræðiþjón- ustu hjá sjálfstætt starfandi sál- fræðingum. Aðgengið á að vera það sama og aðgengi að barna- og barna- geðlæknum, börnin okkar eiga rétt á því. Eðlilegast væri að heilsu- gæslur, barna- og barnageðlæknar og sérfræðiþjónusta skóla gætu til viðbótar við fyrrgreindar stofnan- ir vísað börnum í niðurgreidda sál- fræðiþjónustu. Ég vil fara þess formlega á leit við Sjúkratryggingar Íslands að rammasamningur verði tekinn til gagngerðrar endurskoðunar og að þegar í stað hefjist samninga- vinna við Sálfræðingafélag Íslands. Grundvallaratriði eru að hækka gjaldskrá og opna á aðgengi svo sem tilvísanir frá áðurnefndum aðilum. Fyrst þá fer rammasamn- ingur um niðurgreidda sálfræði- þjónustu fyrir börn að nýtast fleiri börnum og skila sér í bættri líðan og geðheilsu þessa mikilvægustu og viðkvæmustu þegna samfélags okkar. ➜Það verður að ráða bót á þessum vanda og bjóða fl eiri meðferðarkosti eins og niðurgreidda sálfræði- þjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Opið bréf til forstjóra Sjúkratrygginga HEILBRIGÐIS- MÁL Íris Stefánsdóttir sálfræðingur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.