Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 24
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 17. október birt- ist pistill í Frétta- blaðinu eftir Sif Sigmarsdóttur undir heitinu I’ll be back. Ágæt- ur pistill eins og endranær frá Sif. En það er eitt atriði í pistlinum sem gæti vald- ið misskilningi. Vitnað er til ísraelska sagnfræð- ingsins Yuval Noah Harari, sem notar stundum sterka pensil drætti til að leggja áherslu á mál sitt. Hann heldur því til dæmis fram: að mann- fólkið sé vistfræðilegir fjöldamorð- ingjar, að mannfólkið muni fljót- lega hverfa (breytast í eitthvað annað) og að landbúnaðarbyltingin hafi verið stærstu prettir sögunnar – að hveitið hafi tamið manneskj- urnar en ekki öfugt. Þessi mælsku- list minnir á annan fræðimann sem sló í gegn á ritvellinum, Richard Dawkins. Hann talaði til dæmis um genin sjálfselsku. Með því átti hann ekki við að genin hefðu sjálf- stæðar meiningar, en honum tókst að vekja athygli með þessu orðalagi. Í pistli Sifjar segir sem sé á einum stað: Þrátt fyrir að landbúnaðarbylt- ingin sé lofuð í sögubókum sem ein mesta framför mannkynsins er hún ein stærstu mistök sögunnar. Þessu heldur ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari fram … Sú fullyrðing að landbúnaðar- byltingin sé ein mesta framför mannkynsins er sjaldséð í bókum á Vesturlöndum síðustu áratugi. Yfir- leitt er fjallað um landbúnaðarbylt- inguna sem staðreynd sem hafði ákveðnar orsakir og afleiðingar. Og þegar sagt er að landbúnaðar- byltingin sé ein mestu mistök sög- unnar, sem reyndar hefur heyrst frá ýmsum undanfarin ár, þá er það harla ónákvæmt orðalag vegna þess að forsenda fyrir mistökum er ákvörðun. Og það tók enginn ákvörð- un um landbúnaðarbyltinguna. Lífsháttabreyting Í stuttu máli: Hin svonefnda land- búnaðarbylting við lok síðasta jök- ulskeiðs var lífsháttabreyting sem varð ekki í einni svipan, og var ekki heldur sérstök eða kærkomin „uppfinning“. Hún kom til sögunn- ar þegar útbreiðsla dýra breyttist og gróðurbelti færðust til. Akur- yrkjunni fylgdi meira erfiði, lengri vinnudagar og minna frelsi en líf veiðimanna og safnara hafði boðið upp á. Við upphaf landbúnaðar- byltingarinnar voru vistkerfin einfölduð stórlega vegna þess að fólk valdi til nytja vissar tegund- ir jurta og dýra og útilokaði aðrar. Mannfólkið reiddi sig á hjarðdýr og plöntur sem mynda þéttar breiður, til dæmis hveitiplöntuna og aðrar korntegundir. Þegar mannfólkið tamdi umhverfi sitt, plöntur og dýr og fór að búa í þéttbýli sem krafðist ýmiss konar umgengnisreglna og sjálfsstjórnar, tamdi það sjálft sig í leiðinni. Maðurinn er í þeim skiln- ingi best tamda dýr jarðar. Með landbúnaðinum komu til sögunnar þéttbýli, auðsöfnun, strit og sællífi, stéttaskipting, skrásetning, sérhæfð störf, fjölbreyttur tækjabúnaður og nýir sjúkdómar í miklu úrvali. Landbúnaðarbyltingin hefur mikið verið rannsökuð af fræðifólki og því er allmikið vitað um þessa lífs- háttabreytingu. Dæmi um splunku- nýtt rit þar sem fjallað er um land- búnaðarbyltinguna af yfirvegun er The Story of the Human Body, eftir Daniel Lieberman, prófessor við Harvardháskóla. Læknar hafa, líkt og aðrir starfs- menn Landspítala, þungar áhyggjur af þróun mála á stærsta vinnustað landsins. Við metum stöðuna þann- ig að um alvarlegan bráðavanda sé að ræða sem bregðast þurfi við án tafar. Við vitum að slæm staða Landspítala er almenningi ekki að skapi, enda vilja allir Íslendingar geta reitt sig á þjónustu spítalans þegar á þarf að halda. Fyrirheitin Landsmenn fylktu liði um þjóðar- sjúkrahúsið á síðasta ári. Þingmenn úr öllum flokkum skynjuðu þungann í málflutningnum og endurskoðuðu forgangsröðun í fjárlagafrumvarp- inu sem þá var til afgreiðslu. Fyrir vikið komst spítalinn tímabundið fyrir vind og það lofaði góðu fyrir sjúklinga okkar og starfsfólk. Flest- ir héldu að botninum væri náð, enda ætluðu þingmenn allra flokka að fylkja sér um að viðhalda nauðsyn- legri þjónustu spítalans. Nú er liðið ár og fyrirheitin um að snúa þróun- inni við virðast gleymd eða eru í besta falli mjög óljós. Komi til frek- ari niðurskurðar á þessu ári sam- hliða verkföllum er óhjákvæmilegt að landsmenn búi sig undir skerta þjónustu strax á næsta ári. Margþættur vandi Vandi spítalans er margþætt- ur. Ítrekað hefur komið fram að tækjakostur spítalans er víða úreltur og sífelldar bilanir dag- legt brauð. Húsnæði sumra deilda er heilsuspillandi og aðstaða sjúk- linga og starfsfólks ófullnægjandi. Til dæmis er skortur á viðunandi salernisaðstöðu (aðeins 4% salerna standast byggingarreglugerð), sem eykur smithættu. Það er einnig staðreynd að illa gengur að fá íslenska lækna sem lokið hafa sérnámi erlendis til að ráða sig á Landspítala. Ekki veldur síður áhyggjum að ungir sérfræðing- ar sem flutt hafa heim til Íslands flytja í vaxandi mæli aftur utan eða íhuga að flytja af landi brott. Það tekur um 15 ár að mennta hvern sérfræðing frá upphafi læknanáms. Þegar mest kreppti að í þjóðfélaginu tókst að halda rekstri spítalans í jafnvægi með hagræðingu en einnig gríðarlegu aðhaldi og niðurskurði. Í reynd var tekið lán hjá framtíðinni því viðhald húsnæðis var ófullnægj- andi og bráðnauðsynlegri endur- nýjun slegið á frest. Tækjakostur fór því niður fyrir öryggismörk og vinnuaðstaða og kjör heilbrigðis- starfsfólks urðu óviðunandi og ósamkeppnis- hæf. Það er löngu komið að skuldadögum og úrræðaleysi og ákvarðanafælni gerir illt verra. Frestun á úrbót- um og uppbygg- ingu við ríkjandi aðstæður yrði í reynd enn ein lántakan2. Viðvarandi undirfjármögnun Ljóst er að fjárveiting til Land- spítala samkvæmt nýlegu fjárlaga- frumvarpi nægir ekki til þess að reka spítalann á næsta ári miðað við óbreytta starfsemi. Á síðasta ári fengust eftir mikla baráttu 1.700 milljónir aukalega til rekst- urs spítalans. Mest af því fé fór í launaleiðréttingar samkvæmt kjarasamningum og í jafnlauna- átak ríkisstjórnarinnar. Kostnaður við aukavaktir jókst einnig vegna mikils álags á hjúkrunarfræðinga og taka þurfti fé úr rekstri til að sinna bráðaviðhaldi á leku hús- næði. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er rekstrarfé aukið um 120 milljónir sem nemur aðeins 0,26% af rekstrarfé spítalans. Slík við- bót er langt undir þeim 4-5% (allt að 2.000 milljónir) sem þarf til að halda sjó í rekstri spítalans. Þörf er á 1.000 milljónum til viðhalds á húsnæði, en viðhaldskostnað- ur lekra og heilsuspillandi bygg- inga verður sífellt meira íþyngj- andi. Þetta er sýnu alvarlegra þar sem stöðugur niðurskurður hefur staðið yfir í meira en áratug á spítalanum. Þannig eru fram- lög til sjúkrahússins samkvæmt fjárlagafrumvarpi um 10% lægri á raunverði en árið 2008, þrátt fyrir að verkefni spítalans hafi aukist. Ekkert hinna stærri ríkis- fyrirtækja hefur þurft að draga jafn mikið úr rekstri í hruninu og Landspítalinn. Lekar byggingar Eins og kemur glöggt fram í tveim nýlegum skýrslum Landlæknis- embættisins um starfsemi, mann- auð og húsnæði á Landspítala1, má víða finna alvarlega bresti í aðbúnaði sjúklinga. Einnig er mönnun lækna á ýmsum sviðum spítalans komin fram á ystu nöf, t.d. í krabbameinslækningum og nýrnalækningum. Stöðuhlutföll hafa farið ört lækkandi í hjarta- lækningum þar sem hjartalækn- ar velja að starfa á eigin lækna- stofum fremur en á Landspítala. Ekki er staðan betri á myndgrein- ingardeild spítalans sem er undir- stöðudeild á sjúkrahúsinu. Þannig má lengi telja. Á öllum ofangreind- um deildum er hætta á að álag á þá sérfræðinga og deildarlækna sem eru við störf verði óhóflegt og þeir muni smám saman gefast upp. Það yrði sennilega alvarleg- asta og kostnaðarsamasta afleið- ingin af hnignun spítalans. Spítali okkar allra Landspítali er spítali allra lands- manna2. Flestar fjölskyldur lands- ins hafa einhvern tíma þurft á almennri eða sérhæfðri þjónustu spítalans að halda á mikilvægum stundum og oft við erfiðar aðstæð- ur. Sérhæfð þjónusta verður ekki veitt án sérhæfðs starfsfólks. Krafan um spítala sem ræður við hlutverk sitt er ekki „hreppa- pólitík“. Hún er krafa allra lands- manna. Eðlilega þurfa eldri Íslend- ingar mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Þetta er sá þjóðfélags- hópur sem byggði upp samfélag okkar með hörðum höndum og ruddi þjóðinni leið til betra lífs. Við eigum þessum einstaklingum skuld að gjalda sem verður ekki velt yfir á framtíðina. Lokaorð Það er sameiginlegt baráttumál íbúa í öllum landshlutum, sjúkra og heilbrigðra, yngri sem eldri að spítali allra landsmanna sé öflug- ur og traustur. Raunsæi, áræðni og framtíðarsýn þarf til að tryggja sjúklingum nauðsynlega þjón- ustu í öruggu umhverfi. Lausn- in felst ekki í því að senda sjúk- linga úr landi til lækninga. Það er vond lausn og dýr fyrir sjúklinga, aðstandendur og þjóðarbúið í heild. Gríðarleg þekking er til staðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þenn- an mannauð má ekki undir neinum kringumstæðum missa úr landi. Styrkur íslenskrar heilbrigðis- þjónustu hefur m.a. byggst á því að vel menntaðir sérfræðingar hafa snúið heim til starfa eftir margra ára nám og þjálfun við öndvegis- stofnanir austan hafs og vestan. Ef sú nýliðun hættir horfum við fram á hnignun heilbrigðiskerfisins og skerta sérfræðiþjónustu sem afar erfitt verður að snúa við í náinni framtíð. 1) http://www.landlaeknir.is/um- embaettid/frettir/frett/item24656/ Uttektir-a-Landspitala 2) http://www.laeknabladid.is/ media/tolublod/1653/PDF/r02.pdf Landspítali – háskólasjúkrahús í miklum vanda Fulltrúar þeirra sem þorðu ekki, gátu ekki og vildu ekki leið- r é t t a ve r ð - tryggð húsnæð- islán heimilanna meðan þeir áttu þess kost, eiga bágt með að sætta sig við að ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur með heimilunum í landinu og vinnur markvisst að því að nið- urstaða fyrirhugaðrar skuldaleið- réttingar liggi fyrir innan tíðar. Fremstur í flokki úrtölumanna fer háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar, sár og svekktur. Eins og fyrri daginn lætur þingmað- urinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér heldur veður elginn og ruglar út í eitt. Sá sem hér ritar hefur áður látið þá skoðun sína í ljós að háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sé ekki töluglöggur. Sá Akkillesarhæll þingmannsins kom berlega í ljós á Alþingi í síð- ustu viku. Þar fór hann að vanda rangt með tölur og ruglaði saman óskyldum hlutum. Þegar að því var fundið bar þingmaðurinn sig aumlega og birti „gögn“ á Eyj- unni í því augnamiði að styðja við bullið en „gögnin“ leiddu einmitt í ljós veilurnar í málflutningi hans. Meðal þess sem háttvirtur þing- maður kom inn á var fjármögnun leiðréttingarinnar. Hann heldur því fram að heimilin í landinu séu sjálf að borga leiðréttinguna. Þrotabúin skattlögð Hið rétta er að það hefur ávallt legið fyrir að ríkið gæti þurft að vera milliliður, sérstaklega ef menn vildu flýta leiðréttingunni. Það hefur einnig legið fyrir frá því framkvæmd leiðréttingarinn- ar var kynnt að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, svokallaður bankaskattur, hefur verið hækk- aður og undanþága fjármálastofn- ana í slitameðferð frá skattinum verið afnumin. Gert er ráð fyrir að þessi breyting á bankaskattin- um auki árlegar tekjur ríkissjóðs um 92 milljarða á fjórum árum. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skatt- lögð, nokkuð sem fyrrverandi rík- isstjórn heyktist á að koma í verk allan sinn starfstíma. Þingmað- urinn heldur því fram að meðal- leiðrétting skulda verði um 5%. Í þessu dæmi tekur þingmaðurinn mið af heildarskuldum heimil- anna, þ.m.t. yfirdráttar- og Visa- skuldir. Vissulega stendur núver- andi ríkisstjórn með heimilunum í landinu en aldrei stóð til að leið- rétta Visa-skuldir. Þingmaðurinn „gleymir“ Hið rétta er að áætlanir gera ráð fyrir að meðallækkun verð- tryggðra húsnæðisskulda sam- kvæmt leiðréttingunni verði um 11% en það hlutfall er háð fjölda þeirra sem rétt eiga á leiðrétt- ingu. Heildarupphæð húsnæðis- lána í lok árs nam 1.242 millj- ónum króna skv. Hagstofunni. Þingmaðurinn segir að hækk- un neðra þreps VSK úr 7 í 12% muni hækka matarverð um 5%. Þarna „gleymir“ þingmaðurinn að taka inn í myndina afnám vöru- gjalda m.a. af matvælum. Einnig „gleymir“ þingmaðurinn að taka tillit til lækkunar efra þreps VSK og áhrifa hennar. Hið rétta er að verð á nauðsynjum mun skv. núverandi frumvarpi hækka um 3,4% en að teknu tilliti til áhrifa af niðurfellingu vörugjalda og lækkun efra þreps mun kaupmátt- ur heimila aukast. Sá fræjum tortryggni Auk þessa kýs þingmaðurinn að líta fram hjá fyrirhugaðri hækk- un barnabóta og annarra mót- vægisaðgerða við fimbulfamb sitt. Þingmaðurinn fer mikinn vegna vaxtabóta og velur að sjálfsögðu að nota árið 2011 sem viðmiðunarár en þá voru vaxta- bætur hæstar. Vaxtabætur hafa farið lækkandi vegna bættrar eiginfjárstöðu heimilanna. Þann- ig lækka þær milli áranna 2014 og 2015 um rúmar 400 milljón- ir. Bætt eiginfjárstaða heimil- anna varð þingmanninum raunar að umræðuefni nýlega þar sem hann taldi skuldaleiðréttinguna ónauðsynlega hennar vegna. Erf- itt er að gera sér grein fyrir hvað þingmaðurinn nákvæmlega vill. En talnablekkingavefurinn sem hann hefur spunnið þvælist lík- lega fyrir honum. Þingmaðurinn vakti ítrekað athygli á því á síð- asta kjörtímabili að nauðsynlegt væri að leiðrétta skuldir heim- ila. Hann bjó þá við þá ógæfu að styðja ríkisstjórn sem hélt sér- stakan blaðamannafund til að til- kynna að ekki væri ráðrúm til að gera meira fyrir skuldsett heim- ili. Þingmaðurinn og skoðanabræð- ur hans virðast ekki geta sætt sig við að núverandi ríkisstjórn er að standa við kosningaloforð sín. Sárast er að með málflutningi sínum reyna þessir sömu menn að grafa undan aðgerðum ríkis- stjórnarinnar og sá fræjum tor- tryggni í brjóst þeirra sem munu njóta góðs af þeim í stað þess að gleðjast yfir því að hagur heimil- anna í landinu sé bættur. Sárt bítur soltin lús Tómas Guðbjartsson yfi rlæknir og prófessor í skurð- læknisfræði, for- maður prófessora- ráðs Landspítala Engilbert Sigurðsson yfi rlæknir og prófessor í geð- lækningum, varafor- maður prófessora- ráðs Landspítala Ásgeir Haraldsson yfi rlæknir og prófessor í barnalæknisfræði Þóra Steingrímsdóttir yfi rlæknir og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdóma- lækningum Guðmundur Þorgeirsson yfi rlæknir og prófessor í lyfl æknisfræði ➜ Krafan um spítala sem ræður við hlutverk sitt er ekki „hreppapólitík“. Hún er krafa allra landsmanna. FJÁRMÁL Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarfl okks ➜ Sárast er að með mál- fl utningi sínum reyna þessir sömu menn að grafa undan aðgerðum ríkisstjórnar- innar og sá fræjum tor- tryggni í brjóst þeirra sem munu njóta góðs af þeim í stað þess að gleðjast yfi r því hagur heimilanna í landinu sé bættur. ➜Yfi rleitt er fjallað um landbúnaðarbyltinguna sem staðreynd … Landbúnaðarbylt- ingin ekki ákvörðun SAMFÉLAG Ólafur Halldórsson líff ræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.