Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 26
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT MERKISATBURÐIR 1938 Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, stofnað. Það rekur meðal annars Reykjalund og Múlalund. 1955 Við verkamannabústaðina við Hringbraut í Reykjavík er reist stytta af Héðni Valdimarssyni. 1956 Uppreisnin í Ungverjalandi hefst með mótmælum náms- manna í tækniháskólanum í Búdapest. 1958 Bandalag háskólamanna, BHM, stofnað. 1963 Í Vestmannaeyjum mælist 10 mínútna meðalvindhraði 200 km/klst. Þetta var vindhraðamet á Íslandi og var ekki jafnað fyrr en 3. febrúar 1991, þá einnig í Vestmannaeyjum. 1988 Íslendingar vinna 11 verðlaun á heimsleikum fatlaðra í Seúl í Suður-Kóreu 15. til 23. október. Þar af voru tvenn gullverð- laun, sem Haukur Gunnarsson og Lilja M. Snorradóttir hlutu. 2002 Numið úr gildi sérákvæði í stjórnarskrá Ítalíu sem kvað á um að afkomendum Úmbertós 2., síðasta konungs Ítalíu, í beinan karllegg væri bannað að stíga fæti á ítalska jörð. „Þetta er það sem við vildum gera til að þakka fyrir okkur. Við vildum gera eitthvað virkilega stórt. Nú eru orðin þrjú ár síðan hann Sigurður dó frá okkur, innan við sjötugt. Hann var stór partur af lífi okkar og við tókum and- lát hans mjög nærri okkur. Við höfum ekki haft það í okkur að minnast hans almennilega fyrr en nú,“ segir Aðal- steinn Svanur Sigfússon hjá menning- arsmiðjunni Populus tremula á Akur- eyri. Smiðjan heldur tónleika í Hofi á laugardaginn til minningar um aðal- hvatamann og leiðtoga Populus trem- ula, Sigurð Heiðar Jónsson, en hann lést úr MND-sjúkdómnum snemmsum- ars árið 2011. Populus tremula fagn- ar einmitt tíu ára afmæli um þessar mundir en smiðjan var stofnuð í kring- um hljómsveit sem á sér nokkuð langa sögu. Hljómsveitin var stofnuð af Sig- urði sem „tribute“-sveit fyrir ákveðna tónlistarmenn. Fyrsta verkefni sveit- arinnar var að flytja tónlist Cornelis Vreeswijk í kringum árið 2002. „Síðar, þegar Populas tremula-smiðjan var orðin að því fyrirbæri sem hún er núna æfði hljómsveitin prógramm með tón- list Tom Waits. Í framhaldinu fylgdu Nick Cave, Leonard Cohen, Megas og fleiri. En hápunktarnir voru þessir þrír fyrstu, Vreeswijk, Waits og Cave, og tónlist þeirra varð fyrir valinu til að spila á tónleikunum núna í Hofi,“ bætir Aðalsteinn við en gestasöngvarar á tónleikunum verða Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson. Menningarsmiðjan Populus tremula var stofnuð haustið 2004 og fékk þá til umráða húsnæði í kjallara Listasafns- ins á Akureyri og hefur haft þar aðset- ur síðan. Þótt tónlist hafi verið límið í starfseminni var frá upphafi mörkuð sú stefna að halda úti alhliða menn- ingarsmiðju. Nú, tíu árum síðar, hafa verið haldnir rétt um þrjú hundruð list- og menningarviðburðir í kjallaranum og ókeypis hefur verið inn á alla við- burði frá upphafi. „Það byggist kannski að einhverju leyti á því að húsnæðið okkar er þann- ig að það er ekki verjandi að selja inn. Þetta er alvöru „underground“-starf- semi í kjallara,“ segir Aðalsteinn og hlær. „Það er beinlínis tekið fram í samþykktum félagsins frá því það var stofnað að fjárhagslegur ávinn- ingur megi aldrei vera neinn. Þetta er fullkomið hugsjónastarf. Fyrstu árin greiddum við kostnaðinn við þetta úr eigin vasa en þegar árið 2007 rann upp fór að ganga ansi vel að afla styrkja. Eftir hrun hefur Akureyrarbær staðið mjög þétt við bakið á okkur og styrkt okkur sem nemur húsaleigunni. Jafn- framt hefur menningarráð Eyþings styrkt okkur þannig að við höfum náð að halda uppi þessari starfsemi.“ En nú eru ár Populus tremula talin. „Við ætlum að loka um áramótin. Þetta er hópur vina sem stendur að þessu sem er á aldrinum 35 til 65 ára. Þetta er feiknalegt starf sem mæðir á fáum og allt í sjálfboðavinnu. Nú er kominn tími á kynslóðaskipti. Við ætlum að fara mjög stolt frá þessu. Þetta er búið að vera óendanlega skemmtilegt og gefandi starf en nú er kominn tími til að gefa öðrum pláss. Það er okkar einlæga von að eitthvað hliðstætt taki við undir nýju nafni,“ segir Aðalsteinn en Populus tremula hefur sett sitt mark á listalífið í Akur- eyrarbæ. „Það er ansi stór hópur myndlistar- manna og skálda, og talsvert af tón- listarfólki, sem hefur stigið sín fyrstu skref hjá okkur. Smiðjan hefur opnað mörgum ákveðna leið til að prófa sig áfram. Við erum ekki síst stolt af því að þó að einlægar stórstjörnur hafi komið fram hjá okkur og haldið sýn- ingar, þá höfum við alltaf tekið vel á móti grasrótinni.“ liljakatrin@frettabladid.is Minnast fallins félaga Menningarsmiðjan Populus tremula fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Á laugardaginn heldur smiðjan stórtónleika í menningarhúsinu Hofi þar sem leiðtoga smiðjunnar, Sigurðar Heiðars Jónssonar, verður minnst en hann lést fyrir þremur árum úr MND. Strumparnir birtust fyrst á þessum degi árið 1958 í sögunni La flûte à six schtroumpfs og voru teiknaðir af belgíska teiknaranum Peyo, sem heitir réttu nafni Pierre Culliford. Peyo segir að nafn Strumpanna sé dregið af franska orðinu Schtroumpf en hann bjó það til þegar hann borðaði með teiknaranum André Franquin og mundi ekki orðið fyrir salt. Til eru rúmlega hundrað Strumpar og eru nöfn þeirra byggð á einhverju sem einkennir manngerð þeirra, eins og Leti- strumpur, Æðsti strumpur, Barnastrumpur og Hrekkjastrumpur. Strumparnir heilluðu Norður- Ameríku upp úr skónum árið 1981 þegar framleiðslu- fyrirtækið Hanna- Barbera framleiddi sjónvarpsþætti um þá og voru þeir sýndir til ársins 1989. Þættirnir náðu til Íslands og var það okkar eini sanni Laddi sem talaði inn á fyrir alla Strumpana. Strumparnir lifa enn góðu lífi og árið 2011 var bíómyndin The Smurfs frum- sýnd þar sem stórstjörnur á borð við Hank Azaria, Neil Patrick Harris og Sofia Vergara léðu Strumpunum raddir sínar. Tveimur árum síðar kom framhaldsmyndin The Smurfs 2 í bíó en báðar hafa þó hlotið fremur laka dóma gagnrýnenda. ÞETTA GERÐIST: 23. OKTÓBER ÁRIÐ 1958 Heimurinn fær að sjá Strumpana í fyrsta sinn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, SIGURÐUR BALDURSSON læknir, varð bráðkvaddur 20. október í Svíþjóð. Útför verður auglýst síðar. Jóhanna Ingvarsdóttir Jóhanna María Sigurðardóttir Arnar Þórisson Erna Guðrún Sigurðardóttir Jón Axel Jónsson Baldur Sigurðsson Hera Líf Liljudóttir Ingvar Sigurðsson Helen Jónsdóttir Selma Sigurðardóttir Sigurveig Þórarinsdóttir og barnabörn. SVERRIR JÓNSSON fyrrverandi stöðvarstjóri Flugleiða og Flugfélags Íslands, andaðist 19. október á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Grafarholtskirkju 3. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Charlotta Sverrisdóttir Ásgeir Sverrisson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ASTRID BJARGAR KOFOED-HANSEN Efstaleiti 10, Reykjavík. Einar Þorbjörnsson Agnar Már Einarsson Andrea Isabelle Einarsson Þorbjörn Jóhannes Einarsson Kathrine Espelid Axel Kristján Einarsson Laufey Sigurðardóttir Einar Eiríkur Einarsson Jamaima D’Souza barnabörn og systkini hinnar látnu. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN MÖLLER Kirkjusandi 3, lést þriðjudaginn 21. október á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kristján Ragnarsson Margrét Vala Kristjánsdóttir Sæmundur Sæmundsson Tómas Kristjánsson Þóra Hrólfsdóttir Hildur Ragna Kristjánsdóttir Alexander K. Guðmundsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, KRISTRÚN STEFÁNSDÓTTIR til heimilis að Víðihlíð 18, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í Kópavogi mánudaginn 20. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 15.00. Garðar Árnason Kristrún Lísa Garðarsdóttir Nils Johan Torp Vilborg Anna Garðarsdóttir Þorgrímur Hallsteinsson Selma Rún, Garðar Helgi, Knut Aleksander og Sara Marlen Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA G. MAGNÚSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold þann 14. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 24. október kl. 13. Magnús Emilsson Sigrún Árnadóttir Haukur Emilsson Emil Þór Emilsson Elín Einarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR STRANDBERG frá Hellum, Landsveit, áður til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 10. október sl. Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. október nk. og hefst kl. 13.00. Auður F. Strandberg Magnús F. Strandberg Ingibjörg Bragadóttir Birgir F. Strandberg Sveinbjörn F. Strandberg Kristín Jónsdóttir Agnar F. Strandberg Brynja Stefnisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. HUGSJÓNAMAÐUR Sigurður lést fyrir þremur árum og er sárt saknað. ÞRUSUBAND Frá tónleikum Populus-hljómsveitarinnar árið 2007. Nú er kominn tími á kynslóðaskipti. Við ætlum að fara mjög stolt frá þessu. Þetta er búið að vera óend- anlega skemmtilegt og gefandi starf en nú er kominn tími til að gefa öðrum pláss. Aðalsteinn Svanur Sigfússon

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.