Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA Greta Engilberts er dótturdóttir Jóns Engilberts listamanns og hefur nú gefið verkum hans nýtt líf með því að prenta þau á flíkur og púða. „Mig langaði að leyfa list hans að lifa áfram og leyfa sem flestum að njóta þeirra. Málverk eru dýr og venjulegt fólk hefur oft ekki ráð á að fjárfesta í þeim. Þess vegna fór ég þessa leið til að koma listinni til alþýðunnar, ef svo má segja,“ segir Greta og brosir. Hún og sambýlismaður hennar, Hjörtur Sólrúnarson, reka saman hönn- unarfyrirtækið Engilberts hönnun og framleiða klútana og buffin undir því merki auk þess sem þau hanna hús- gögn. „Við Hjörtur byrjuðum saman fyrir tveimur árum og þá byrjaði hönn- unin að blómstra. Hann er tónlistar- maður og hönnuður og ég hef alltaf haft áhuga á innanhússhönnun og annarri hönnun. Í upphafi hönnuðum við bekki og kolla úr íslensku geitaskinni og viði úr Hallormsstaðaskógi. Á þessu ári fór- um við að bæta klútunum, buffunum og púðum við hönnun okkar og notuðum við listaverk Jóns Engilberts í mynstrin á vörunum.“ Jón Engilberts dó árið 1972, þá að- eins 63 ára að aldri. Greta segist hafa fengið hvatningu frá fólki sem tengist listaheiminum til að koma afa sínum aftur á kortið. „Það eru að vaxa úr grasi nýjar kynslóðir sem þekkja ekkert til verka hans þrátt fyrir að á sínum tíma hafi hann verið mjög þekktur. Það hanga verk eftir hann á mörgum íslensk- um söfnum og einnig á söfnum á hinum Norðurlöndunum. Hann skapaði nánast ódauðleg verk en þrátt fyrir það hafa þau ekkert verið uppi á borðum síðustu ár. Það er fyrst og fremst þess vegna sem ég er að gera þetta, til að kynna listina hans og koma honum á framfæri á ný,“ útskýrir Greta. Þau hjónaleysin eru alls ekki hætt að hanna fallega hluti og eru væntanlegir ÓDAUÐLEG LIST Á FÖGRUM FLÍKUM TÍSKA Greta Engilberts er barnabarn listmálarans þekkta Jóns Engilberts. Hún vill halda nafni hans á lofti og koma list hans til alþýðunnar. Hún hefur því hannað fallega klúta og buff með verkum afa síns áprentuðum. PRENTAR Á FLÍKUR Afi Gretu Engilberts er listamaðurinn Jón Engil- berts og á hún höfundar- réttinn að verkum hans þannig að hún hefur leyfi til að vinna með þau. Hún hefur nú hannað vörur þar sem listaverk hans eru notuð í mynstrin. frá þeim kímonóar með áprentuðum listaverkum. „Þeir koma mjög vel út og fara fljótlega í sölu. Við gerum aðeins fimmtán kímonóa með þessu ákveðna verki. Svo getur verið að við bætum fleirum við með öðrum verkum. Afi var mjög afkastamikill og mörg verk sem liggja eftir hann þannig að af nægu er að taka.“ ■ liljabjork@365.is Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.