Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGLagnir, kynding og snjóbræðsla FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 20144
Langflestir landsmenn njóta hita-
veitu, eða um og yfir 90%, aðrir nota
rafmagnshitun eða olíukyndingu.
Hér eru nokkur húsráð sem gætu
lækkað orkureikninginn.
Einangrun
Góð einangrun húsnæðis er forsenda
þess að hægt sé að halda orkunotkun
til hitunar í lágmarki. Nýir þéttilist-
ar í dyrum og gluggum er ódýr lausn
og dregur verulega úr hitatapi húsa.
Talsverður kostnaður fylgir því að
bæta einangrun húsa en slíkar að-
gerðir borga sig í sumum tilfellum,
til dæmis samhliða öðru viðhaldi.
Ef endurnýja þarf gler þá borgar sig
að setja upp filmugler sem hefur
mun betri einangrunareiginleika en
hefðbundið gler. Í eldri húsum getur
oft verið hagkvæmt að bæta einangr-
un í þaki.
Lækkun innihita
Algengur hiti í húsum hér á landi er
23-25 gráður en rannsóknir sýna að
20 gráðu innihiti er kjörhiti með til-
liti til loftgæða og líðanar íbúa. Það
er gott að hafa það bak við eyrað að
hitakostnaður hækkar um sjö pró-
sent ef hiti er hækkaður um eina
gráðu. Í svefnherbergjum má jafn-
vel lækka hitann allt niður í 18 gráð-
ur og í geymslum og öðrum herbergj-
um sem ekki eru notuð að staðaldri
mætti hann jafnvel vera 15 gráður.
Hægt er að kaupa einfaldar hitastýr-
ingar sem stilla má að vild og lækka
hita í íbúðinni á meðan íbúar sofa
eða eru að heiman. Þannig er hægt
að ná niður hitastigi að meðaltali þó
alltaf sé 20 gráðu hiti á meðan ein-
hver er á ferli.
Loftun
Nauðsynlegt er að endurnýja inni-
loftið reglulega. Það er samt mikil
sóun á hita og fjármunum að hafa
glugga opna langtímum saman. Slík
síloftun er afar ómarkviss leið til loft-
skipta og veldur miklu hitatapi. Skil-
virkasta leiðin til loftskipta er að lofta
vel út í 10-15 mínútur en hafa alla
glugga lokaða þess á milli. Opnir
gluggar skila litlum loftskiptum en
valda miklu hitatapi með tilheyrandi
kostnaði. Að henda peningum út um
gluggann er orðatiltæki sem á vel við.
Röðun húsmuna
Röðun innbús hefur líka áhrif á orku-
notkun. Bókahillur eða veggteppi
á útvegg minnka til dæmis orku-
tap en þau draga úr loftstreymi við
kaldan útvegginn. Eins geta rúllu-
gardínur minnkað útgeislun gegn-
um glugga að næturlagi. Þær draga
úr loftstreymi og kælingu við glerið.
Það er hins vegar mikilvægt að draga
þær frá á daginn og hleypa ókeypis
hitageislum sólar inn.
Húsgögnum ætti ekki að stilla fast
upp að ofnum. Það truflar eðlilega
hringrás loftsins um herbergið og
hindrar geislun frá ofninum. Ofnar,
sem lokast inni á bak við gluggatjöld
nýtast jafnframt illa en gluggatjöld-
in draga úr varmagjöf þeirra. Þar
sem ofnar eru undir gluggum ættu
gluggatjöld ekki að ná neðar en að
gluggakistu.
Skjól
Þegar híbýli eru kynt myndast ör-
þunnur hitahjúpur í kringum húsið.
Ef þessi hitahjúpur blæs í burtu þá
þarf stöðugt að mynda hann á ný
með tilheyrandi orku. Það sparar
því orku að mynda skjól þannig að
loftið í kringum veggi hússins hald-
ist kyrrt. Þetta skjól má mynda með
trjám.
Best er að hafa lauftré við suð-
urhlið en barrtré við norðurhlið.
Lauftrén missa lauf á haustin þann-
ig að sólin getur gefið ókeypis varma
í gegnum berar greinarnar á björt-
um vetrardögum.
Á norðurhlið er hins vegar betra
að hafa sígræn tré sem mynda jafnt
og stöðugt skjól allan ársins hring.
Birt með leyfi Orkuseturs. Sjá
nánar áorkusetur.is.
Svona má draga
úr orkunotkun
Íslensk heimili nota, samkvæmt Orkuveitu Reykjavíkur, árlega að meðaltali 4-5
tonn af heitu vatni á hvern fermetra húsnæðis. Um 90% af notkuninni eru vegna
húshitunar. Hér eru nokkur ráð til að minnka hana og lækka orkureikninginn.
Síloftun er ómarkviss leið til loftskipta og veldur miklu hitatapi. Frekar ætti að lofta út 10-15 mínútur í senn. Ofnar, sem lokast inni á
bak við gluggatjöld nýtast jafnframt illa en gluggatjöldin draga úr varmagjöf þeirra. NORDICPHOTOS/GETTY
Húsgögnum ætti ekki að stilla fast upp að ofnum. Það truflar eðlilega hringrás loftsins
um herbergið og hindrar geislun frá ofninum.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Það finnst ekki öllum skemmtilegt að moka snjó þótt það sé ágætis
hreyfing. Sérstaklega er leiðinlegt að moka tröppur fyrir utan hversu
hættulegar þær geta verið. Hitamottur eru frábær hugmynd en það er
kanadískt fyrirtæki, CanadaMats.com, sem framleiðir slíkar mottur. Þær
eru lagðar á stéttina, tröppur, bílainnkeyrslu, fyrir framan heita pottinn
eða á hverjum öðrum stað þar sem fólk gengur um og vill losna við
snjóinn.
Motturnar eru settar í samband við rafmagn en í þeim er sérstakur
hitaleiðari sem bræðir snjó og ís. Hægt er að taka motturnar inn þegar
hlýnar í veðri en þær mega vera úti allan veturinn. Við vitum ekki til þess
að motturnar hafi verið fluttar inn hingað til lands. Þeir sem hafa áhuga
geta kynnt sér þær betur á heimasíðu fyrirtækisins. Snjóhitamottan
nefnist Hotflake og er Canada Mats með einkaleyfi á hönnuninni. Engin
hætta er á skammhlaupi eða raflosti þótt vatn liggi á mottunni.
Hitamotta bræðir snjóinn
Frábær lausn í snjónum.