Fréttablaðið - 23.10.2014, Page 54
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
FIMMTUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
23. OKTÓBER 2014
Tónleikar
19.30 Franski hljómsveitarstjórnand-
inn Pascal Rophé stýrir sólóistanum
Cellini Tanja Tetzlaff í Hörpu í kvöld.
Miðaverð 2.400 til 6.900 krónur.
20.00 Hljómsveitin Árstíðir kemur
fram í Bergi í Hljómahöll í kvöld. Berg
er glænýr tónleikasalur í Hljómahöll
sem hefur einstaklega góðan hljóm-
burð. Aðgangseyrir 2.000 kr.
20.00 Saxófónleikarinn Sigurður
Flosason og söngkonan Kristjana
Stefánsdóttir fagna útgáfu á plötunni
In the Night með tónleikum í Fríkirkj-
unni í kvöld. Frítt inn.
20.00 Dúettinn Þvottahúsið, leikur
skemmtilega blöndu af chill/rock
tónlist á Hlemmur Square frá rótum
þeirra drengja, Austurríki, og tekur
ykkur í smá þvottavélarsnúning með
hinum ýmsu lögum frá öllum heims-
hornum, þá aðallega lög frá tíunda
áratugnum til dagsins í dag. Þvotta-
húsið skipa tveir erlendir skiptinemar,
sem koma frá Austurríki en stunda
nú hér nám við Háskóla Íslands og
Háskólann í Reykjavík.
21.00 Sveitin Malneirophrenia mun
frumflytja nýtt efni í Mengi ásamt því
að leika brot úr verkum eftir Franz
Schubert og David Shire. Að því loknu
mun sveitin leika efni af plötunni M
undir völdum atriðum úr kvikmynd-
inni Voyage to the Planet of Prehist-
oric Women frá 1967. Hverjum seldum
tónleikamiða fylgir rafrænt niðurhal af
fyrsta hluta endurhljóðblöndunarverk-
efnisins, M-Theory #1.
21.00 Djasssveitin ADHD spilar á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
21.00 Í kvöld ætla Felix Bergsson og
Hlynur Ben að eiga gott kvöld með
Dalvíkingum í Menningarhúsinu
Bergi. 2.000 krónur inn. Miðasala er
eingöngu við innganginn.
21.00 Bob, Oyama og MC Bjór &
Bland troða upp á Húrra. 1.000 krónur
inn.
21.00 Ómar Diðriks og Sveitasynir
troða upp á Café Rosenberg.
21.00 Jón Jónsson treður upp á Fróni
á Selfossi í kvöld. Miðaverð 2.900 til
3.900 krónur.
22.00 Magnús R. Einarsson heldur
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8 í kvöld. Aðgangur er ókeypis.
Leiklist
20.00 Forsýning á 101 Reykjavík í
uppsetningu leikfélags VMA í Rýminu
á Akureyri.
Umræður
20.00 Í kvöld verður opinn fundur
Ungmennaráðs UN Women haldinn.
Þar gefst öllum sem vilja tækifæri til
að kynnast starfi ráðsins og einnig að
taka þátt í að móta hugmyndir þess.
Fyrst verður kynning á starfinu og
síðan verður farið í hugmyndavinnu
þar sem allir geta tekið þátt í að móta
starfið sem fram undan er. Góðgæti í
boði. Fundurinn verður haldinn í Íbúð-
inni Ungmennahúsi, sem er til húsa í
Safamýri 5, 108 Reykjavík.
20.00 Höfundakvöld nr. 2 fer fram
í Gunnarshúsi í kvöld. Þá mæta þau
Kristín Steinsdóttir með glóðvolga
bók sína Vonarlandið og Sverrir Nor-
land með Kvíðasnillingana. Stjórnandi
er Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Allir
eru velkomnir á meðan stólar leyfa,
aðgangur 500 kr.
Uppákomur
17.00 WordPress bjórkvöld á SKY Bar
& Lounge í kvöld. WordPress samfé-
lagið á Íslandi hefur verið að eflast
og kominn tími á að hittast og deila
reynslusögum. Við kynnumst aðilum
sem hafa nýtt sér WordPress til að
koma efni á framfæri ásamt því að
fræðast um hvaða tækifæri og hindr-
anir hafa mætt þeim á leiðinni.
Opið hús
10.00 Opið hús verður í Sjónlistadeild
og diplómadeildum í teikningu, textíl
og mótun hjá Myndlistaskólanum í
Reykjavík í dag, fimmtudag, til klukkan
17.00. Tilvalið fyrir alla þá sem vilja
kynna sér námsframboð í fullu námi
við skólann og skoða verk og vinnu
nemenda.
Kvikmyndahátíð
18.00 Rússneskir kvikmyndadagar
í Bíói Paradís hefjast. Frítt er inn á
opnunarmyndina Postman’s White
Nights í kvöld. Hátíðin stendur til
27. október.
Tónlist
21.00 DJ Arnar spilar á Hressingar-
skálanum í kvöld.
21.00 Trúbadorateymið Alexander &
Guðmann troða upp á English Pub í
kvöld.
21.00 DJ NonniMal spilar á Dollý í
kvöld.
21.00 DJ Óli Dóri kemur fram á Bravó
í kvöld.
21.00 DJ Yoda spilar á Frederiksen Ale
House í kvöld.
21.00 DJ Art of Listening spilar á
Brikk í kvöld.
22.00 DJ Margeir þeytir skífum á
Kaffibarnum í kvöld.
Fyrirlestrar
20.00 Benedikt Hjartarson, lektor í
almennri bókmenntafræði og menn-
ingarfræði við Háskóla Íslands, heldur
fyrirlestur í Hafnarhúsi í dag. Þetta
er rannsóknarstofa um framúrstefnu.
„Við erum hinir nýju menn nýs lífs“:
Yfirlýsingar, gagnmenning og alþjóðleg
framúrstefna.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
Hljómsveitin Malneirophrenia
spilar í Mengi í kvöld og eru
það fyrstu tónleikar sveitarinn-
ar í tvö ár. Malneirophrenia er
kammerpönktríó skipað píanói,
sellói og rafbassa. Sveitin hefur
leikið með hléum í áratug, hald-
ið nokkra kvikmyndatónleika, og
gaf út frumburðinn M árið 2011.
Tónlistin er frjálsleg blanda af
nýrri og gamalli klassík, kvik-
myndatónlist, rokki, óhljóðum og
melódramatík. „Alfred Hitchcock
hefði orðið hrifinn,“ ritaði Morg-
unblaðið árið 2011, og franska
þungarokkssíðan Guts of Dark-
ness kallaði músíkina „undursam-
lega martraðarkennda“.
Í kvöld mun Malneirophrenia
frumflytja nýtt efni ásamt því að
leika brot úr verkum eftir Franz
Schubert og David Shire. Að því
loknu mun sveitin leika efni af plöt-
unni M undir völdum atriðum úr
kvikmyndinni Voyage to the Plan-
et of Prehistoric Women frá 1967.
Hverjum seldum tónleikamiða
fylgir rafrænt niðurhal af fyrstu
tveimur hlutum endurhljóðblönd-
unarverkefnisins, M-Theory #1,
með verkum frá raftónlistarmönn-
unum Futuregrapher, Lord Puss-
whip, Buss 4 Trikk og Sigtryggi
Berg Sigmarssyni. Tónleikarnir
hefjast kl 21.00 og aðgangur er
2.000 krónur. - þij
Hitchcock hefði hrifi st
Malneirophrenia spilar á fyrstu tónleikum í tvö ár.
MALNEIROPHRENIA
NOTAÐIR BÍLAR · Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
Mercedes-Benz ML 350
BlueTEC 4MATIC
Árgerð 2012, ekinn 32 þús. km, dísil
2.987 cc., 259 hö., sjálfskiptur.
Verð: 11.390.000 kr.
nýlegum glæsijeppum
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
4x4 4x4
Mitsubishi Pajero
Instyle
Árgerð 2012, ekinn 40 þús. km, dísil, 3.200 cc,
200 hö., sjálfskiptur, eyðsla 9,3 l/100 km.
Verð: 7.890.000 kr.
Toyota Land Cruiser
GX 150
Árgerð 2013, ekinn 41 þús. km, dísil, 2.982 cc,
191 hö., sjálfskiptur, eyðsla 7,1 l/100 km.
Verð: 8.900.000 kr.
4x4
Góð kaup í