Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 56
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 36 Leikur nasista Patrick Stewart, sem margir þekkja úr X-Men-mynd- unum og Star Trek-þáttunum, mun leika nýnasista í spennutryllin- um Green Room. Myndin fjallar um ungt fólk í pönkhljómsveit sem festist inni á tónleikastað og verður vitni að hræðilegum glæp. Þau þurfa síðan að berjast fyrir lífi sínu gegn hópi nýnas- ista sem vilja útrýma öllum vitnum. BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 76 ára Christopher Lloyd leikari Þekktastur fyrir: Back to the Future Kit Carson látinn Handritshöf- undurinn og leikarinn L.M. Kit Carson lést á mánudaginn 73 að aldri eftir langvinn veikindi. Hann vann handritið að Paris, Texas eftir Wim Wenders og skrifaði meðal annars handritin að Texas Chainsaw Massacre 2 og endurgerðinni af Breathless frá 1983. Hann hjálpaði Wes Anderson og leikaranum Owen Wilson að fá græna ljósið fyrir fyrstu mynd þeirra í fullri lengd, Bottle Rocket. Fury Stríðsmynd Aðalhlutverk: Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman FRUMSÝNINGAR 8,3/10 7,6/10 Hemma Drama Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Lia Boysen, Moa Gammel Rússneskir kvikmyndadagar hefj- ast í dag í Bíói Paradís og standa til 27. október. Rjómi rússneskrar kvikmyndagerðar nútímans verð- ur sýndur en allar myndirnar eru verðlaunamyndir. Frítt er inn á opnunarmyndina í kvöld kl. 18.00 en um er að ræða myndina The Postman’s White Nights. Myndin fjallar um guðsvolað þorp í Rússlandi og er lýst sem „síðkommúnískri nostalgíu með vodkabragði“. Handritið er byggt á sönnum sögum og er notast við alvöru þorpsbúa sem leika í mynd- inni. Leitin að aðalleikaranum tók meira en ár. Myndin hlaut Silfur- ljónið fyrir bestu leikstjórn auk Green Drop-verðlaunanna á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í ár. Stórmyndin Leviathan verður einnig sýnd en hún var útnefnd framlag Rússlands til Óskars- verðlaunanna í ár. Sagan er byggð á Jobsbók Biblíunnar en myndin tekst á við spillingu og kúgun í Rússlandi. Athygli vekur að mynd- in var fjármögnuð að hluta til af menningarmálaráðuneyti Rúss- lands en framleiðandi myndarinn- ar hefur sagt að ólíklegt sé að leik- stjóri myndarinnar muni fá slíkan styrk aftur. Einnig verður hægt að sjá mynd- irnar Angels of Revolution, sem fjallar um nokkra framúrstefnu- listamenn í Rússlandi eftir að kommúnisminn tók völdin, Two Women sem er byggð á frægu leikriti Ivans Turgenjev og White Reindeer Moss sem byggð er á tveimur bókum eftir frægasta rithöfund af þjóðflokki Neneta í Norður-Rússlandi, Önnu Nerkagi. - þij Sýna síðkommúníska nostalgíu í kvöld Rússneskir kvikmyndadagar hefj ast í Bíói Paradís í kvöld. THE POST- MAN’S WHITE NIGHTS Alvöru þorpsbúar leika í mynd- inni. ➜ Rjómi rússneskrar kvik- myndagerðar nútímans verður sýndur en allar myndirnar eru verðlaunamyndir. Leikarinn Matthew McConaughey hlaut American Cinematheque- verðlaunin á þriðjudaginn en þau eru veitt framúrskarandi lista- mönnum í skemmtanabransanum sem „einsetja sér að leggja fram eitthvað sem skiptir máli til kvik- myndalistarinnar“. McConaughey hefur starfað sem leikari í Holly- wood í 22 ár. Í verðlaunaafhendingarveisl- unni á Hilton-hótelinu í Beverly Hills deildi leikarinn reynslu sinni með gestum og leiðrétti ýmsan misskilning. „Mér var ekki boðið hlutverkið í Titanic,“ sagði hann. „Fyrsta reglan: handrit með tíu milljónir dala áfastar er fyndn- ara en sama handritið með ein- ungis eina milljón áfasta. Í öðru lagi verður maður að gera ráð fyrir að uppbygging handritsins hjálpi manni við leikinn,“ bætti McConaughey við og sagði sögu af sjálfum sér við upphaf ferils síns, þegar hann var mjög upptek- inn af því að leika „eðlilega“ og las ekki handritið fyrr en hann mætti á tökustað. „Þá komst ég að því að minn hluti var tveggja blaðsíðna eintal á spænsku.“ Þriðja reynslan sem McConaug- hey vildi deila snerist um að mæta með börnin sín í upptökuverið. Snemma á leikferlinum taldi hann það vera slæma hugmynd. Þetta viðhorf hans breyttist þegar hann eignaðist loksins börn. „Mér finnst alveg frábært að hafa börnin mín með á tökustað.“ Fjölmargar stjörnur gerðu góð- látlegt grín að leikaranum svo sem Kate Hudson, Reese Wither- spoon, vinur hans Woody Harrel- son og Sandra Bullock, sem las upp ljóð eftir sig. Leikstjórinn Richard Linklater, sem leikstýrði McConaughey í Dazed & Confus- ed og The Newton Boys, hafði þetta að segja: „Hann fór aldrei úr bolnum, í hvorugri myndinni.“ Grínarinn Jimmy Kimmel var kynnir kvöldsins og gerði auðvit- að góðlátlegt grín að leikaran- um. „Hann er ekki bara snoppu- fríður,“ sagði hann, „hann er líka með æsandi kropp.“ Undir lokin skáluðu þeir Kimmel og McConaughey síðan í Miller Lite- bjór á sviðinu. torduringi@frettabladid.is McConaughey hylltur Leikarinn Matthew McConaughey hlaut American Cinematheque-verðlaunin. SKÁL Í BOTN Mcconaughey skálar með Jimmy Kimmel og dóttur sinni. • 15,6" HD LED Mattur skjár (1366x768) • AMD Dual-Core E2-2000 örgjörvi • AMD Radeon HD7340 skjástýring • 500GB harður diskur • 4GB 1333MHz vinnsluminni • HDMI, 3xUSB2.0, VGA · kortalesari • PowerPlus rafhlaða m. 1000 hleðslum • Windows 8 og Bluetooth 4.0 • 13,3" HD LED Skjár (1366x768) - Mattur • AMD Quad-Core örgjörvi • AMD Radeon HD7340 skjástýring • 128 GB SSD harður diskur • 4 GB DDR3 1333MHz vinnsluminni • HDMI, 2xUSB2.0, 1xUSB3.0, kortalesari • 8 klst. rafhlöðuending • Windows 8 og Bluetooth 4.0 • Hvít MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ · ATIV BOOK 9 LITE FRÁBÆR TÖLVA FYRIR FÓLK Á FERÐINNI FÁÐU ÞÉR ÞÚ SÉRÐ ALDREI EFTIR ÞVÍ 84.900TILBOÐ: 109.900TILBOÐ: 129.900 149.900 TILBOÐ: /með snertiskjá: 535U3C-KO1 • 13,3" HD LED Skjár (1366x768) - Mattur • AMD Dual-Core A6-4455M örgjörvi • AMD Radeon HD7500G skjástýring • 500GB harður diskur • 4GB 1333MHz vinnsluminni • HDMI, 2xUSB2.0, USB3.0 · Kortalesari • PowerPlus rafhlaða m. 1500 hleðslum. • Windows 8 og Bluetooth 4.0 • Títan grátt EIN SÚ ALLRA VINSÆLASTANP275E5E-K01 OPIÐ VIRKA DAGA KL.10–18 · LAUGARDAGA KL.11–15 LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · ormsson.is OPIÐ VIRKA DAGA KL.10–18 · LAUGARDAGA KL.12–16 SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.