Fréttablaðið - 23.10.2014, Síða 62
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
BAKÞANKAR
Frosta
Logasonar
Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslend-ingum þessa dagana. Fólk virðist ekki
hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórn-
arinnar til þess að vopnavæðast.
LÖGREGLAN hefur lengi viljað taka í
notkun svokallaðar rafbyssur, en því hefur
almenningur hingað til verið mótfallinn.
Því hefur verið ákveðið að koma fyrir hríð-
skotabyssum og Glock-skammbyssum í
bifreiðum lögreglumanna þangað til niður-
staða fæst í rafbyssumálið. Og þá verður
allt vitlaust!
Í rauninni var það ekki einu sinni íslenska
lögreglan sem ákvað þetta. Aðstoðarmað-
ur forsætisráðherra segir nefnilega að
okkar góðu frændur Norðmenn, sem
ekki hafa efni á að senda okkur eitt
jólatré á ári lengur, vilji endilega
gefa okkur vopnin. Vígbúinn lög-
regluafli á Íslandi er sem sagt
norsk ákvörðun. Er það ekki bæði
krúttlegt og vinalegt?
EN hver er annars vilji fólksins í landinu
þegar kemur að löggæslumálum? Er ekki
öruggara að hafa hríðskotabyssur í lög-
reglubílum svona til vonar og vara ef ein-
hver kynni að missa stjórn á skapi sínu?
Er fólk búið að gleyma atvikinu á Lauga-
veginum, þar sem stórhættuleg kona lenti
í átökum við lögregluna og endaði svo á
því að skalla bekk rétt áður en hún réðst á
hellulagða gangstéttina með andlitið á sér
að vopni?
ER ekki auðséð mál að því fleiri skotvopn-
um sem lögreglan hefur yfir að ráða, þeim
mun minni verður áhugi almennings, og
glæpamanna, til þess að vígbúast? Er það
ekki alltaf þannig? Sjáið bara Bandaríkin.
Þar er lögreglan svo vel vopnuð að ekki
nokkrum manni dettur í hug að taka upp á
því að skjóta mann og annan.
HINGAÐ til hafa glæpamenn á Íslandi
ekki notað byssur að neinu ráði. Viljum við
ekki örugglega að lögreglan verði fyrri til?
Þannig að hún geti lært almennilega hvern-
ig á að nota þessi tæki áður en til fyrsta
alvöru byssubardagans kemur hér á landi.
ÉG meina, viljum við ekki að hænan komi
á undan egginu, eða nei bíddu, var það
öfugt?
Léttvægar hríðskotabyssur
Í kvöld munu Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson,
kennarar í Bjórskólanum, slá til risavaxins bjórpartís á
Kexi Hosteli til að slúðra um bókina Bjór – Umhverfis jörð-
ina á 120 tegundum eftir þá kappana. „Við erum að leiða
saman öll íslensku brugghúsin. Það gerist nú ekki á hverj-
um degi,“ segir Stefán en brugghúsin munu kynna afurðir
sínar í veislunni.
Bókin er fyrsta frumsamda bjórbókin á íslensku. „Það
hafa komið út tvær þýddar bjórbækur þannig að það er
orðið tímabært að gefa loksins út eina bók á móðurmálinu.
Það eru náttúrulega vel flestar íslensku tegundirnar dekk-
aðar innan um helstu og kunnuglegustu erlendu bjórana.
Þannig að menn eru bara í góðum félagsskap.“ Crymogea
gefur bókina út en Rán Flygenring sér um teikningar.
Aðspurður um uppáhaldsbjórinn segir Stefán að mis-
munandi bjórar séu það við mismunandi tilefni. „Núna er
að styttast í jólin og þá fer maður í eitthvað karamellu-
kenndara. Þá er tíminn fyrir Bock-bjórana svokölluðu,“
segir Stefán sem er líka mikill aðdáandi Chimay-bjórsins,
sem bruggaður er af belgískum munkum. - þij
Blása til allsherjar bjórveislu
Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson munu slúðra um nýju bjórbókina sína í kvöld.
KOMINN TÍMI TIL Stefán segir tímabært að bjórbók
komi út á móðurmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
ROBERT DOWNEY JR OG ROBERT DUVALL FARA Á KOSTUM Í
FRÁBÆRRI MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART
NEW YORK OBSERVER TOTALFILM.COM
BORGRÍKI 2 5:50, 8, 10:10
KASSATRÖLLIN 2D 5:50
GONE GIRL 10
DRACULA UNTOLD 8, 10:20
WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÍSL TAL
BORGRÍKI KL. 5.45 - 8 - 10.10
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
THE EQUALIZER KL. 10.15
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8
BOYHOOD KL. 9
VONARSTRÆTI KL. 6
KL.5.45 - 8 - 10.10
BORGRÍKI LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8
GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.30
GONE GIRL LÚXUS KL. 10.10
DRACULA KL. 10.45
THE EQUALIZER KL. 8
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL2D KL.3.30 - 5.45
KASSATRÖLLIN 3D ÍSL TAL KL. 3.30
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
„TÖ FF, BRENGLUÐ OG Ö GRANDI“
- EMPIRE
„EIN AF ALBESTU MYNDUM ÁRSINS“
-T.V., BIOVEFURINN
-V.J.V, SVARTHÖFÐI.IS
-H.S.S.,MBL
-H.S.S.,MBL
Fyrrverandi borgarstjóri New
York-borgar, Rudy Giuliani, tók
þátt í mótmælum fyrir framan
Metropolitan-óperuna í borginni
í gær og hélt ræðu. Tilefni mót-
mælanna var óperan The Death of
Klinghoffer, sem fjallar um morð
PLO, Frelsissamtaka Palestínu, á
Leon Klinghoffer, amerískum gyð-
ingi. Þar vestra telja mótmælend-
ur að óperan sé Palestínumönnum
of hliðholl og mæli hryðjuverkum
bót. Giuliani, sem hefur áður beitt
sér fyrir því að ákveðnum listsýn-
ingum í borginni verði lokað, segir
að óperan gefi brenglaða mynd af
sögunni. Núverandi borgarstjóri,
Bill de Blasio, sagði við New York
Times að hann bæri virðingu fyrir
málfrelsi. - þij
Mótmæla óperu
RUDY GIULIANI Hefur áður reynt að
loka listsýningum í New York.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Við erum mjög stoltir af því hvað
það er rosalega mikið af Íslandi í
myndinni, allar vatnatökurnar og
jökullinn,“ segir Árni Björn Helga-
son, yfirmaður erlendrar fram-
leiðslu hjá Saga Film, sem er nýbú-
inn að sjá stórmyndina Interstellar.
Hluti hennar var tekinn upp á
Svínafellsjökli fyrir rúmu ári með
aðstoð Saga Film en myndin verður
frumsýnd hér á landi 7. nóvember.
Rúmlega 300 manna tökulið vann
við myndina hér á landi, þar af yfir
100 Íslendingar. „Eftir að hafa séð
stiklurnar, þar sem var gefið í skyn
hversu mikið er sýnt af Íslandi í
myndinni, vorum við að búast við
slatta og við fengum það.“
Leikstjóri Interstellar er Christ-
opher Nolan, sem m.a. er þekktur
fyrir Batman-þríleik sinn. Matt
Damon, Matthew McCon aughey og
Anne Hathaway eru í aðalhlutverk-
um. „Þetta er allt hið besta fólk og
enginn var með neina stjörnustæla,“
segir Árni Björn, spurður út í sam-
skipti sín við Hollywood-stjörnurn-
ar. „Allir voru mjög mikið á jörð-
inni og Nolan er kóngurinn í ríki
sínu. Það er enginn stærri en hann
í Hollywood,“ segir hann. „Á netinu
eru menn að tala um Óskarsverð-
laun en maður veit ekkert um það.
Það er vonandi að þetta verði fyrsta
íslenska „landslagið“ sem fær Ósk-
arsverðlaun en ekki bara tilnefn-
ingar.“
Tökurnar á Svínafellsjökli stóðu
yfir í tíu daga og gengu mjög vel,
fyrir utan einn dag þegar hætta
þurfti við tökur vegna veðurs.
McConaughey og Hathaway dvöldu
á Íslandi alla tíu dagana en Damon
var hér í fimm daga.
Spurður hvað stjörnurnar hafi
gert á milli kvikmyndataka segir
Árni Björn að þær hafi ekki gert
neitt nema að vinna. „Það var ekk-
ert verið að dúlla sér upp um fjöll og
firnindi. Það var allt keyrt í gegn.
Nolan vinnur mjög hratt og þess
vegna skipti þetta veður í raun ekki
máli því hann var búinn að vinna
upp þann tíma.
Árni Björn er mjög hrifinn af
Interstellar. „Hún er dálítið löng en
menn verða að vera viðbúnir því.
Þetta eru ekki 90 mínútur af froðu
heldur eru miklar pælingar þarna í
gangi,“ segir hann.
Til stendur að halda forsýningu
á myndinni hér á landi og bjóða
íslenska tökuliðinu, þar sem um
eins konar uppskeruhátíð verður að
ræða. freyr@frettabladid.is
Vonandi fær íslenska
landslagið Óskarsverðlaun
Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á
hvíta tjaldinu. Stjörnur myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla.
MATTHEW
MCCON-
AUGHEY
Stórmyndin,
með Matthew
McConaughey
í aðalhlutverki,
var að hluta
til tekin upp á
Íslandi í septem-
ber í fyrra.
Bresku ofurfyrirsætunni Cöru
Delevingne er margt til lista
lagt.
Þrátt fyrir að vera ein vin-
sælasta og uppteknasta fyrir-
sæta í heiminum í dag gefur hún
sér tíma til þess að sinna öðrum
verkefnum eins og að leika í
kvikmyndum og semja tónlist.
Um helgina bárust fréttir af
því að hún hefði síðustu átta
mánuði verið að semja tónlist og
fengið með sér í lið engan annan
en Pharrell Williams.
Óvíst er hvenær tónlist þeirra
kemur út, en þau gáfu í skyn að
hún yrði gefin út leynilega og
óvænt að hætti Beyoncé, en hún
gaf út plötu á netinu í byrjun
árs, án nokkurs fyrirvara.
Ofurfyrirsæta
gefur út plötu
Eftir að hafa séð
stiklurnar, þar sem var
gefið í skyn hversu mikið
er sýnt af Íslandi í
myndinni, vorum við að
búast við slatta og við
fengum það.
Árni Björn Helgason
ÁRNI BJÖRN
HELGASON
Ánægður með
hvernig Inter-
stellar kemur út
á hvíta tjaldinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA