Fréttablaðið - 23.10.2014, Side 70
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
MORGUNMATURINN
„Ég er hérna í 35 stiga hita. Þetta er
alveg æðislegt, gerist ekki betra,“
segir Hafþór Júlíus Björnsson,
næststerkasti maður heims.
Hann er staddur á eyjunni Bar-
ein, skammt frá Sádi-Arabíu, þar
sem hann er einn af aðalgestunum
á IGN-tölvuleikjahátíðinni sem fer
fram á föstudag og laugardag. „Ég
verð hérna í viku og verð í nokkra
aukadaga til að slappa af og njóta
mín.“ Á hátíðinni mun hann gefa
eiginhandaráritanir, fara í viðtöl
og myndatökur.
Margar dyr hafa opnast Haf-
þóri Júlíusi síðan hann vakti
heimsathygli fyrir leik sinn í
sjónvarpsþáttunum Game of
Thrones þar sem hann lék
Gregor Clegane, eða
„Fjallið“. „Game of
Thrones kom manni
ágætlega á kortið,“
segir hann.
Í síðustu viku
fór hann í svip-
aða ferð er hann
sótti ráðstefnuna
Film and Comic Con í Lond-
on í fyrsta sinn. „Ég skrif-
aði hátt í sex hundruð eigin-
handaráritanir á einum
degi og svo var ég í við-
tölum og myndatök-
um.“
Spurður hvort
hann muni leika
áfram í Game
of T h rones
vill hann sem
minnst um það
segja. „Kar-
akterinn minn var mjög særður í
lokaþættinum [í fjórðu þáttaröð]
en fólk sem hefur lesið bækurnar
veit hvað gerist.“
Engar tökur á Game of Thrones
eru fyrirhugaðar hér á landi það
sem eftir er ársins en tökur hafa
staðið yfir á Spáni að undanförnu.
- fb
Gaf 600 eiginhandaráritanir á einum degi
Kraft ajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson úr Game of Thrones er gestur á tölvuleikjaráðstefnu í Barein.
Game of Thrones
kom manni ágætlega
á kortið.
HAFÞÓR JÚLÍUS
Margar dyr hafa
opnast krafta-
jötninum eftir að
hann lék í Game of
Thrones.
Birta Björnsdóttir fatahönnuður,
betur þekkt sem Birta í Júniform,
ætlar að selja rekstur verslunarinn-
ar. Hún mun áfram starfa sem aðal-
hönnuður merkisins, en er búsett á
Spáni og hefur því verið erfitt fyrir
hana að sinna rekstrinum hér heima.
„Það hefur verið draumur hjá mér
lengi að losna undan rekstrinum
sjálfum og mér bauðst tækifæri til
þess. Nú get ég einbeitt mér að hönn-
uninni, sem ég elska að gera. Ég mun
geta sinnt því betur en nokkru sinni
fyrr, ásamt því að sinna hinni ástríð-
unni minni sem er að mála portrett-
myndir,“ segir Birta. Þær Ingibjörg
Þorvaldsdóttir og Katla Jónasar-
dóttir, eigendur verslunarinnar Öxn-
eyjar á Klapparstíg, keyptu rekst-
urinn af Birtu. „Við höfum einbeitt
okkur að því að selja íslenska hönnun
og Birta vildi færa reksturinn niður
í miðbæ svo við slógum til,“ segir
Ingibjörg.
Í dag ætla þær að opna með Júni-
form í versluninni og af því tilefni
ætla þær að gefa 10% af allri sölunni
til Krabbameinsfélagsins. „Júniform
verður stærra í sniðum en áður og
mun vera mjög stór partur af versl-
uninni. Vetrarlínan hefur sjaldan
verið stærri eða úrvalið meira.“ - asi
Birta selur rekstur Júniform
Birta Björnsdóttir lætur drauminn rætast og einbeitir sér að fatahönnun.
NÝIR EIGENDUR Þær Katla og Ingibjörg
eru spenntar að taka við rekstrinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NORÐURLJÓSASAL HÖRPU
1. OG 2. JANÚAR 2015, KL. 17:00
HOFI AKURYRI
3. JANÚAR 2015. KL 17:00 & 20:00
MIÐASALA ER HAFIN Á HARPA.IS,
MENNINGARHUS.IS & MIÐI.IS
ATHUGIÐ TAKMARKAÐ MAGN MIÐA - AÐEINS ÞESSIR SÝNINGADAGAR
#OPERUDRAUGARNIR
finndu Óperudrauganna á
facebook.com/operudraugarnir
ÓPERU
DRAUG
ARNIR
Nýárstónleikar
Nanna Rögnvaldardóttir, mat-
móðir og rithöfundur, rakst á síðu
í Mogganum frá miðjum kreppuár-
um þar sem Helga Sigurðardóttir
húsmæðrakennari setur upp viku-
matseðil fyrir fjölskyldu.
Nanna ákvað að gera tilraun
vegna umræðunnar um matar-
kostnað og neysluviðmið ríkis-
stjórnarinnar upp á 248 krónur á
máltið og fylgja þessum matseðli.
Hún fór sínar leiðir í uppskriftum
og spann upp í tengslum við tíð-
arandann. „Mín niðurstaða er sú
að ég held ég fari að horfa meira
til fortíðarinnar í eldamennsku
og rifja upp ýmislegt. Þegar fjöl-
skyldan kom í mat þá blossaði upp
nostalgía. Það sama gerðist hjá
mörgum sem lesa bloggið mitt,
þar sem ég birti uppskriftirnar og
myndir. Mataræði okkar Íslend-
inga hefur nefnilega breyst alveg
gífurlega á tiltölulega stuttum
tíma,“ segir Nanna og þverneitar
því að eldamennskan sé flókin en
það kom henni á óvart hvað matur-
inn var í raun ódýr. „Það var alltaf
tvírétta og ég gat notað afgang af
kvöldmatnum í hádeginu daginn
eftir og jafnvel notað forréttinn
eða eftirréttinn í morgunmat. Ég
get lifað góðu lífi á 750 krónum á
dag samkvæmt þessum matseðli,
það er niðurstaðan.“
Hráefnin á matseðlinum voru
ódýr en Nanna segir það alls ekki
koma niður á næringunni. Þvert á
móti. „Það eru engar unnar mat-
vörur á þessum matseðli heldur
kjöt, innmatur, ferskur fiskur og
grænmeti. Einnig eru ódýr hrá-
efni í for- og eftirréttunum,“ segir
Nanna og bætir við að gott sé að
hafa í huga að nýta hráefnin í fleiri
en eina máltíð enda felist mikill
sparnaður í því, sérstaklega þegar
eldað er fyrir fáa.
Næsta tilraun Nönnu verður að
skoða kreppumatseðla sem gerð-
ir voru samkvæmt framfærslu-
viðmiði bæjaryfirvalda á fjórða
áratug síðustu aldar. Þá hélt Hús-
mæðrafélagið samkeppni og hús-
mæður settu saman matseðla sem
áttu að standast þessi viðmið, sem
Fór aft ur til fortíðar
og sparaði í leiðinni
Nanna Rögnvaldardóttir fylgdi áttatíu ára gömlum matseðli í viku. Matarkostn-
aðurinn var um 750 krónur á dag og því hver máltíð undir 248 krónum.
MATGÆÐINGUR Helsta áhugamál Nönnu er matargerð og matarsaga og því hafði
hún gaman af því að elda rétti af áttatíu ára gömlum matseðli. Margt var á seðli-
num sem hún hafði ekki borðað lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
80 ára gamall matseðill Helgu
Oftast AB-mjólk með múslíi og
slettu af jarðarberjasúrmjólk.
Glas af sítrónuvatni, lýsi og kalk.
Stundum hafragrautur en alltaf eitt
soðið brúnegg.
Helga Guðrún Johnson rithöfundur
voru áttatíu aurar á dag á mann.
En ætlar hún ekki að skella í
slíkan kreppumatseðil fyrir okkur
nútímafólkið? „Það er aldrei að
vita,“ svarar Nanna sposk.
erla@frettabladid.is