Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.02.2015, Qupperneq 6
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 MISSIR SKRIF- STOFUAÐ- STÖÐU Með samningi um að Háskóli Íslands taki yfir Loftskeyta- stöðina missir Náttúruminja- safn Íslands skrifstofuað- stöðu sína, en safnið hefur enga aðstöðu fyrir sýninga- hald. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Vegna skorts á fjármun- um verður ekki ráðist í nýbygg- ingu í tengslum við Náttúru- minjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráð- herra. Viðræður við Reykjavík- urborg og einkafjárfesti um nátt- úrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé full- ur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkur- borg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi. Hann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýn- ing verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjár- muni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminja- safnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er all- sendis óvíst hvar því verður nið- urkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist for- stöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru lands- ins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferða- þjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Nátt- úruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónust- unni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminja- safnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. „Rökin geta ekki verið af rekstr- arlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. kolbeinn@frettabladid.is svavar@frettabladid.is Niðurstöðu að vænta um sýningu í Perlu Ekki verða settir fjármunir í byggingu nýs náttúruminjasafns á næstu árum. Von er á niðurstöðu úr viðræðum um sýningu í Perlunni fljótlega. Útilokað er að upp- fylla skilyrði í lögum um starfsemi safnsins, segir forstöðumaður safnsins. Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi að- stöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍ• 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015. HILMAR J. MALMQUIST „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunn- arsson, mennta- og menningar- málaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminja- safns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ VARLA HÖFUÐSAFN VIÐSKIPTI Skipti birtu uppgjör sitt fyrir árið 2013 á föstudag þar sem fram kemur að tekjur námu 30,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,3 milljörðum króna og hagnað- ur eftir skatta nam 3,3 milljörðum króna. Þetta er umtalsvert betri afkoma en í fyrra þegar tapið nam 17 milljörðum króna. „Reksturinn var í ágætu jafn- vægi á árinu. Tekjur jukust lít- illega og EBITDA stendur í stað milli ára,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Skipta hf. móðurfélags Símans, í afkomutilkynningu. „Fjarskiptamarkaðurinn er í örri þróun. Eftirspurn eftir þjón- ustunni vex stöðugt og fjarskiptin verða sífellt ríkari þáttur í dag- legu lífi fólks. Fjarskiptafyrir- tæki um allan heim þurfa að laga tekjumyndunina að því að mæta eftirspurn viðskiptavina eftir þjónustu aðila eins og Facebook og Netflix, sem nýta sér kerfi þeirra og fjárfestingar, til að veita þjónustu sína. Þessi fyrirtæki eru einnig í beinni samkeppni við fjarskiptafyrirtækin sjálf,“ segir Orri. Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 49% og eigið fé er 29,9 milljarð- ar króna. „Efnahagsreikningur félagsins hefur gjörbreyst í kjöl- far endurskipulagningar og skil- ar fyrirtækið nú hagnaði í fyrsta sinn frá hruni. Hann nemur 3,3 milljörðum króna. Fjárfesting- ar á árinu námu 4,5 milljörðum króna og eru þær mestu um ára- bil,“ segir Orri. - fbj Tekjur Skipta, móðurfélags Símans, námu 30,3 milljörðum króna á síðasta rekstrarári: Skipti skila hagnaði í fyrsta sinn frá hruni BETRI AFKOMA Síminn skilar hagnaði í fyrsta sinn frá hruni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hvað heitir opnunarmynd Stockfi sh, evrópsku kvikmyndahátíðarinnar, og hvaða Íslendingur leikur í henni? 2. Hvert var Fangelsismálastofnun að fl ytja og hvað var til húsa þar áður? 3. Á hvaða safni verða búningar Bjarkar Guðmundsdóttur sýndir? SVÖR 1. Flugparken, Sverrir Guðnason. 2. Austur- strönd 5, Landlæknisembættið. 3. Museum of Modern Art, Moma í New York. Til húsa á átta stöðum frá 1898 VEISTU SVARIÐ? 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 2 -6 9 B C 1 3 E 2 -6 8 8 0 1 3 E 2 -6 7 4 4 1 3 E 2 -6 6 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.