Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 8
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMGÖNGUR Önnur leið var farin við endurskipulagningu Ferða- þjónustu fatlaðra en lagt var upp með á vettvangi velferðarráðs Reykjavíkur. Þar hafði þjónust- an og leiðir til úrbóta verið til umræðu í nokkur ár áður en lagt var í breytingar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar takmörkuð ánægja innan meirihluta velferð- arráðs borgarinnar með að fela Strætó áframhaldandi umsjón með ferðaþjónustu fatlaðra. Fundargerðir velferðarráðs bera með sér að nokkurrar óánægju hafi gætt með kostnað við Ferðaþjónustuna, auk þess sem notendur þjónustunnar höfðu kvartað yfir þunglamalegri þjón- ustu. Ferðir þurfti til að mynda að panta fyrir ákveðinn tíma deg- inum áður og sveigjanleiki þjón- ustunnar var lítill. Horfði bæði hluti fulltrúa vel- ferðarráðs, sem og hagsmuna- samtök fatlaðra, til árangurs sem náðst hafði hjá Ferðaþjón- ustu blindra. Þar panta notendur leigubíla þegar þörf er á akstri og eiga rétt á ákveðnum fjölda ferða í mánuði hverjum. Einnig hafði sýnt sig að sú þjónusta var töluvert ódýrari en hjá Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir breytinguna í nóvember síðast- liðnum. Niðurgreiðsla borgarinn- ar er sögð hafa verið um 45 pró- sentum hærri á hverja ferð með Ferðaþjónustu fatlaðra en Ferða- þjónustu blindra. Innan velferðarráðsins var þó einnig haldið á lofti öðrum sjón- armiðum og þá sér í lagi hjá full- trúa Vinstri grænna í ráðinu, Þor- leifi Gunnlaugssyni. Hann talaði fyrir því að þjónustu við fatlaða ætti ekki að skilja frá öðrum almenningssamgöngum. „Að mati velferðarfulltrúa Vinstri grænna verður aðeins þannig unnið gegn samfélagi aðskilnaðar,“ segir í fundargerð 6. september 2012. Tillögur hans voru þó jafnharðan felldar. Á seinni hluta árs 2013, þegar stefndi í að efnt yrði til útboðs um aksturinn, bæði til að bæta þjónustu og draga úr kostnaði hjá borginni, þá breyttust viðhorf hjá Strætó, sem fram að þeim tíma hafði sagt ómögulegt að taka upp svokallaða samdægursþjónustu. Þá hafði verkfræðistofan Mann- vit unnið skýrslu um sveigjan- legri þjónustu (svokallaða FLEX- þjónustu) og skipulagsbreytingar með nýju kerfi sem einnig gæti náð utan um þjónustu við fatlaða. Seint á árinu 2013 er málið komið í hendur verkefnastjórnar hjá Samtökum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu (SSH). Innan SSH talaði Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar (sem 2010 til 2011 var stjórnarformaður Strætó), fyrir svipuðum hugmyndum og Þor- leifur Gunnlaugsson hafði hald- ið á lofti í velferðarráði Reykja- víkur og vildi láta fresta útboði þar til farið hefði verið yfir hvort Strætó gæti sinnt þjónustuborðs- þætti ferðaþjónustunnar. Sveitarfélögin vildu öll ná fram hagræðingu og síðan var ákveð- ið í framhaldinu að fela Strætó utanumhald þjónustunnar. Skrif- að var undir samkomulag þeirra í maí 2014 og í nóvember var svo hafinn akstur í nýju kerfi. Í MAÍ Í FYRRA Stjórn SSH kom saman í ráðhúsinu í Reykjavík til að skrifa undir samkomulag um sameiginlega Ferðaþjónustu fyrir fatlaða. MYND/SSH VAGN Á FERÐ Ferðaþjónusta fyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu er mikið verkefni en samkvæmt því sem framkvæmdastjóri SSH segir eru daglega farnar 17 til 18 hundruð ferðir í kerfinu. Vandamál nái kannski til fimm prósenta umfangsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó. Hæpið er að náist á þeim hálfa mánuði sem eftir er af þeim tíma sem gefinn var til að lagfæra ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu að sníða vankantana af kerfinu, hefur fréttastofa RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni, formanni neyðarstjórnar ferðaþjónustunnar. Rætt var við hann eftir fund Sjálfsbjargar, Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar á miðvikudag um ferðaþjónustu Strætó. Stefán segir alvarlegt atvik sem upp kom í þjónustunni á þriðjudag endurspegla að enn sé ekki komið gott lag á þjónustuna. „En það eru allir að leggja sig fram við að koma þessu í rétt og öruggt horf og vonandi tekst okkur það fyrr en síðar,“ er eftir Stefáni haft. Þá útilokar hann ekki að gerðar verði tillögur um einhverjar grundvallarbreytingar. „Það er bara ekki tímabært að segja til um það.“ Ekki tímabært að ræða breytingar FRÉTTASKÝRING Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Ferðaþjónusta fatlaðs fólks MALDÍVEYJAR, AP Yfirvöld á Maldív- eyjum hafa handtekið Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að hand- taka hæstarétt- ardómara árið 2012. Nasheed er núverandi leiðtogi stjórnar- andstöðunnar og hafa stuðnings- menn hans mót- mælt úti á götum höfuðborgarinn- ar Male. Mikil pólitísk óvissa ríkir á eyjunum vegna málsins. Forsetinn fyrrverandi tapaði embættinu einmitt vegna þessa máls en hann sagði af sér eftir margra mánaða mótmæli. Hann tapaði síðan kosningum um emb- ættið árið 2013. - jóe Fyrrverandi forseti ákærður: Mikil óvissa á Maldíveyjum Egilshöll var rýmd seinnipartinn í gær eftir að brunakerfið þar fór í gang. Fljótlega kom þó í ljós að enginn reykur eða eldur var sjáan- legur og hvergi hafði kviknað í. Slökkviliðið var ekki kallað út vegna þessa. Í samtali við Vísir.is sagði starfsmaður hússins að lík- lega hafi börn eða unglingar verið að fikta í kringum brunaboða. Reyndist ekki vera eldur: Egilshöll rýmd FIKT Talið er líklegt að einhver hafi verið að fikta í brunaboða. MENNTUN Háskóli Íslands braut- skráði á laugardag 480 kandídata. Kristín Ingólfsdóttir rektor hélt ávarp við brautskráningarathöfn- ina þar sem sem hún sagði að það þyrfti að leggja stóraukna áherslu á stærðfræðikennslu á öllum skólastigum Háskóla Íslands. Því mun háskólinn á næstunni ráðast í breytingar, meðal annars á námi stærðfræðikennara. Þá verður öllum nemendum skólans fært að styrkja stærðfræðikunnáttu sína með nýjum hugbúnaði sem nú er í þróun, þeim að kostnaðarlausu. Hún sagði stærðfræði vera orðna undirstöðugrein í vaxandi fjölda fræðisviða og í atvinnulífi. - vh Leggja áherslu á stærðfræði: 480 brautskráðir FRÁ ATHÖFNINNI Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði stærðfræði vera orðna undirstöðugrein. LÖGREGLUMÁL Um klukkan hálf fimm aðfaranótt sunnudags var bifreið ekið á grindverk í Skeifunni og ók ökumaður af vettvangi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Við áreksturinn féll númeraplata bíls- ins af og tókst lögreglu þannig að hafa uppi á eigandanum. Umráða- maður bílsins var áberandi ölv- aður þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann var vistaður í fangaklefa þangað til hann yrði í ástandi til að yfirheyra hann. - vh Ók á grindverk og stakk af: Númeraplatan afhjúpaði hann HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum held- ur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til þess að þau geti gengið í skóla hér á landi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í vikunni kom fram að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála hérlendis. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. Dæmi eru um það, til að mynda í Banda- ríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdóm- um til þess að þau megi ganga í opin- bera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett held- ur áfram að fækka. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp í umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. - lvp Heilbrigðisráðherra segir það vera áhyggjuefni að færri foreldrar velji að bólusetja börn sín: Rætt um að krefjast bólusetningar leikskólabarna ÁHYGGJUR Kristján Þór telur ekki ástæðu til inngripa eins og að krefjast bólusetninga, á þessu stigi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 2 -6 4 C C 1 3 E 2 -6 3 9 0 1 3 E 2 -6 2 5 4 1 3 E 2 -6 1 1 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.