Fréttablaðið - 23.02.2015, Page 16
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
NÆGUR RAKI
„Meðan plönturn-
ar eru að spíra þarf
að passa að rak-
inn sé nægur en
ekki of mikill. Nota
til dæmis úðabrúsa
og úða yfir.”
Flestum tegundum er sáð í mars og apríl en það er full ástæða til að fara að huga að sáningu sumarblómanna
núna. Stjúpurnar hafa til að mynda lengri
spírunartíma en önnur sumarblóm og
þá sérstaklega rauðu stjúpurnar,“ segir
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur en
við fengum hann til að ráðleggja um allra
fyrstu garðverkin. Þótt enn sé febrúar er
marga farið að lengja eftir vorinu.
HREINLÆTI
„Bakkar og ílát sem á að nota verða að
vera hrein en í gamalli mold geta leynst
sjúkdómar eins og sveppasýkingar. Því
ætti að þvo allt sem á að nota vel, til dæm-
is með uppþvottalegi, og skola sápuna vel
burt.“
SÁÐMOLD OG HENTUG ÍLÁT
„Best er að nota sáðmold því pottamold er
of næringarrík fyrir ungplöntur. Einnig þarf
að velja rétt ílát sem henta þar sem á að
koma öllu fyrir.“
BLEYTA MOLDINA MEÐ VOLGU VATNI
„Moldin fer svo í bakkana eða ílátin. Ekki
fylla þó alveg upp að brún svo hægt verði
að vökva án þess að flæði út fyrir. Bleyta
svo í moldinni með volgu vatni svo fræin
fái ekki sjokk.“
SÁNING
„Fræjunum er sáldrað yfir moldina. Það fer
eftir stærð þeirra hvort moldarlag fer yfir
þau. Ef þau eru pínulítil eins og stjúpufræ-
in er nóg að þrýsta þeim létt ofan í mold-
ina. Með stærri fræ er hægt að miða við að
setja fræið þrisvar sinnum þvermál þess
niður, svo mold yfir og vökva. Í því meiri
snertingu sem fræið er við jarðveginn því
fljótara er það að spíra.
Að endingu er gott að setja glært eða
hvítt plast yfir. Þá þarf ekki að vökva eins
oft.“
HITASTIG OG BIRTA
„Hitastig þarf að vera 18-22 gráður meðan
plönturnar eru að spíra. Hitastig og birta
fara saman og því meiri birta sem er því
hærra getur hitastigið verið. Hitinn má
þó ekki vera of hár, það getur leitt til þess
að plönturnar verði langar og veiklulegar.
Meðan plönturnar eru að spíra þarf að
passa að rakinn sé nægur en ekki of mikill.
Nota til dæmis úðabrúsa og úða yfir.“
LÆGRI HITI OG MEIRI BIRTA
„Spírunartími er mjög misjafn eftir tegund-
um og eins hafa ytri aðstæður áhrif. Þegar
fyrstu spírurnar og kynblöðin koma skal
hafa plönturnar á eins björtum stað og
hægt er og við 15-18 gráður. Þegar komnir
eru tveir þrír blaðkransar eftir kynblöð
má fara að dreifa plöntunum í venjulega
gróðurmold.“
HJÁLEIÐ
„Það er hægt að spara sér eitt skref í
ferlinu með því að nota einungis litla potta
en ekki sáðbakka. Þá má setja tvo þriðju
af venjulegri gróðurmold í pottinn og sáð-
mold efst, sá svo fræjum á sáðmoldina og
þá vex plantan niður í hinn jarðveginn.“
VENJA PLÖNTURNAR VIÐ ÚTIVISTINA
„Þegar plönturnar eru orðnar nógu
stálpaðar og farið að hlýna í lofti, þarf að
venja þær við í áföngum. Setja þær út í
stuttan tíma daglega, ekki í beina sól og
taka þær inn yfir nóttina. Ef kalt er í veðri
þarf að breiða akríldúk yfir þær.“
VORVERKIN KALLA
HEIMILI Þótt enn sé febrúar er marga farið að lengja eftir vorinu. Til að friða
óþreyjufulla græna fingur má fara að undirbúa sáningu sumarblómanna.
Í GARÐINUM
Vilmundur Hansen
garðyrkjufræðingur ráð-
leggur um allra fyrstu
garðverkin.
MYND/VILHELM
FEBRÚAR
■ Stjúpublóm - (Viola x wittrock-
iana) – aðrar en rauðar
■ Drottningarfífill (Zinnia eleg-
ans)
■ Ljónsmunnur (Antirrhinum
majus)
FEBRÚAR-MARS
■ Brúðarauga - (Lobelia erinus)
■ Frúarhattur - (Rudbeckia ful-
gida var. speciosa)
MARS
■ Apablóm - (Mimulus cupreus)
■ Bláhnoða - (Ageratum hou-
stonianum)
■ Daggarbrá - (Leucanthemum
paludosum)
■ Garðajárnurt - (Verbena x hy-
brid)
■ Hádegisblóm - (Dorotheanthus
bellidiformis)
■ Ilmskúfur - (Matthiola incana)
■ Skógarmalva - (Malva sylv-
estris)
■ Sólblóm (Helianthus annuus)
MARS-APRÍL
■ Aftanroðablóm - (Lavatera
trimestris)
■ Dalía - (Dahlia x hortensis)
■ Flauelsblóm - (Tagetes patula)
■ Klæðisblóm - (Tagetes erecta)
■ Morgunfrú - (Calendula offic-
inalis)
■ Paradísarblóm - (Schizanthus x
wisetonensis)
■ Sólbrá - (Coleostephus multi-
caulis)
■ Skjaldflétta - (Tropaeolum
majus)
SÁNINGARTÍMI SUMARBLÓMA
Ólíkum tegundum er sáð á mismunandi tímum. Vilmundur Hansen listaði
upp nokkrar tegundir
MORGUNFRÚ Morgunfrú þarf að sá í apríl. BLÁHNOÐA Sá þarf bláhnoðu í mars. STJÚPUR Stjúpum þarf að sá í febrúar.
Skipholti 29b • S. 551 0770Fylgist með okkur á
Allar b
uxur
á Útsöl
unni
komna
r á
50%
afslátt!
Yfirhaf
nir
fyrir vo
rið
komna
r frá
Basler!
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
2
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
E
2
-5
F
D
C
1
3
E
2
-5
E
A
0
1
3
E
2
-5
D
6
4
1
3
E
2
-5
C
2
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K