Fréttablaðið - 11.03.2015, Qupperneq 4
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Aðalfundur BGS 2015
Icelandair Hótel Reykjavík Natura
fimmtudaginn 26. mars kl. 14:00
Kl. 14:00 – 15:30 Sérgreinafundir
Almenn verkstæði og varahlutir
Málningar- og réttingarverkstæði
Sölusviðin
Kl. 15:30 – 15:45 Kaffihlé
Kl. 15:45 – 16:00 Setning fundar: Jón Trausti Ólafsson formaður BGS.
Kl. 16:00 – 16:40 Erindi: Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingamiðlun.
Kl. 16:40 – 17:30 Venjuleg aðalfundarstörf
Dagskrá skv. 8. gr. laga BGS
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar skýrðir og bornir upp til samþykktar.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar.
5. Önnur mál.
Stjórn BGS
LANDBÚNAÐUR Riðuveiki hefur greinst
á öðru búi í Skagafirði, en stutt er síðan
riða greindist á nálægum bæ. Um er að
ræða þriðja riðuveikitilfellið sem vitn-
eskja fæst um á aðeins einum mánuði.
Þá greindist riða á bæ á Vatnsnesi.
Bæirnir í Skagafirði eru á þekktu
riðusvæði. Þetta nýjasta tilfelli kemur
því Matvælastofnun ekki á óvart. Ekki
eru talin tengsl milli riðunnar á Vatns-
nesi og þeirra sem nú koma upp í Skaga-
firði.
Héraðsdýralæknir Matvælastofn-
unar vinnur nú að öflun faraldsfræði-
legra upplýsinga og úttektar á búunum
í Skagafirði til að meta umfang aðgerða
við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Allt
frá því að ákveðið var að hefja átak gegn
riðuveiki, fyrir rúmlega 30 árum, með
það að markmiði að útrýma veikinni
hefur ráðherra ávallt fyrirskipað niður-
skurð þegar riða hefur greinst og aðrar
aðgerðir ekki komið til álita.
Á níunda áratug síðustu aldar var
skorið niður á tugum búa á hverju ári en
mjög hefur dregið úr tíðni veikinnar og
á undanförnum árum hefur hún aðeins
greinst á stöku búum. - shá
Héraðsdýralæknir vinnur að öflun upplýsinga til að meta umfang aðgerða í Skagafirði:
Riðuveiki greinist á þriðja býlinu á mánuði
RÉTTIR Á fáum vikum hefur riðuveiki greinst á þremur búum,
einu á Vatnsnesi og tveimur í Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun
setti sérstaka tilkynningu á
heimasíðu sína vegna umfjöll-
unar í Fréttablaðinu um sölu
Orasal (salicinium) á Íslandi.
Í tilkynningunni kemur fram
að varan Orasal, sem sögð er
koma að gagni í meðferð sjúk-
dóma, er ekki löglega markaðs-
sett vara hér á landi og Lyfja-
stofnun sé ekki kunnugt um að
klínískar rannsóknir hafi verið
gerðar á vörunni.
Af framangreindum ástæðum
vekur Lyfjastofnun athygli sjúk-
linga á því að engar sannanir
eru fyrir því að varan Orasal
(salicinium) gagnist í lækninga-
skyni. - kbg
Lyfjastofnun um Orasal:
Ekki lögleg
markaðssetning
LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari
hefur fellt niður mál vegna hníf-
stunguárásar á Hverfisgötu 23.
nóvember síðastliðinn. Þá var
Sebastian Andrzej Golab stunginn
í hjartað.
Þrír menn sátu upphaflega í
gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Tveir þeirra voru látnir lausir
nokkrum vikum eftir árásina en
einn mannanna sat í gæsluvarð-
haldi þar til um miðjan febrúar.
Skömmu síðar var honum tilkynnt
um að málið hefði verið fellt niður.
Helgi Magnús Gunnarsson vara-
ríkissaksóknari segir að ekki hafi
tekist að sýna fram á hver hafi
veitt Sebastian stunguna. Því hafi
málið verið fellt niður. - skh, vh
Líkamsárás á Hverfisgötu:
Enginn ákærður
fyrir stunguna
SÝRLAND Skólastarf er hafið á ný í Kúrdaborginni Kobane í Sýrlandi,
rétt norður undir landamærum Tyrklands. Friður er kominn á eftir
fjögurra mánaða linnulaus átök.
Í janúar síðastliðnum tókst hersveitum Kúrda frá Írak, með aðstoð
frá sýrlenskum uppreisnarmönnum, að hrekja vígasveitir Íslamska
ríkisins frá Kobane.
Eyðileggingin er gífurleg en nánast allir íbúar höfðu flúið bæinn.
Margir hafa hins vegar snúið aftur ásamt börnum sínum. - gb
Lífið í Kobane virðist vera að nálgast fyrra horf:
Börnin komast í skólann aftur
HLAUPIÐ Í SKÓLANN Hópur barna fer í gegnum gat á múrvegg til þess að komast í
skólann fyrsta skóladaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
HEILBRIGÐISMÁL „Karlar þurfa að
vera meðvitaðir um sjúkdómskenni
og leita til læknis komi eitthvað upp
á. Krabbamein meðal karla á ekki
að vera feimnismál. Konur koma
frekar í ristilspeglun en karlar.
Þær eru vanar skimunarrannsókn-
um, bæði vegna brjóstakrabbameins
og leghálskrabbameins.“ Þetta segir
Ásgerður Sverrisdóttir krabba-
meinslæknir.
Hún getur þess að ristilkrabba-
mein sé þriðja algengasta krabba-
meinið hér á landi meðal karla á
eftir blöðruhálskirtilskrabbameini
og lungnakrabbameini. „Það grein-
ast rúmlega 50 karlar á ári með
ristilkrabbamein og 25 karlar deyja
árlega af völdum þessa krabba-
meins.“
Aukning á nýgengi krabbameina,
þar á meðal ristilkrabbameina,
hefur verið stöðug undanfarna
áratugi, að sögn Ásgerðar. „Þetta
er talið tengjast umhverfisþáttum
og lífsstíl að töluverðu leyti. Þá er
meðal annars átt við mataræði,
ofþyngd, hreyfingarleysi og áfengis-
neyslu.“
Einkenni ristilkrabbameins geta
verið breyttar hægðavenjur, eins
og til dæmis hægðatregða og niður-
gangur til skiptis. „Það getur komið
blóð með hægðum og fólk getur
verið með blóðskort ef það er að
tapa blóði frá meltingarveginum.
Einkennin geta verið af almennum
toga, eins og þreyta, þrekleysi eða
þyngdartap,“ greinir Ásgerður frá.
Hún bendir á að ekki sé mælt með
skimun fyrir blöðruhálskrabba-
meini. Að koma á skimun fyrir ristil-
krabbameini fyrir þá sem eru eldri
en fimmtugir sé hins vegar mikil-
vægt. „Ristilskimun er gerð í þeim
tilgangi að finna frumubreytingar,
eða sepa, áður en þær eru orðnar að
krabbameini og komnar dýpra í vef-
inn. Með ristilskimun er jafnframt
hægt að finna krabbamein sem ekki
er komið langt á veg og þá verður
auðveldara að lækna það.“
Skipulögð skimun hefur víða
verið innleidd, að sögn Ásgerðar.
„Skipulögð skimun hefur verið inn-
leidd í Bretlandi á síðustu árum og
á Norður löndum er verið að inn-
leiða skimun en hún er þó ekki orðin
alhliða. Almennt séð er fólk sammála
um að skimun skili árangri. Það er
frekar deilt um aðferðir skimunar.“
Það er mat Ásgerðar að nauðsynlegt
sé að taka ákvörðun um skimun fyrir
ristilkrabbameini hér á landi. „Það
þarf að ákveða í hvaða formi hún á
að vera þannig að hún uppfylli allar
kröfur góðrar skimunar. Það ætti að
vera hægt að innleiða skimun hér
nokkrum mánuðum eftir að ákvörð-
un hefur verið tekin.“ ibs@frettabladid.is
Krabbamein karla
sé ekki feimnismál
Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið meðal karla á Íslandi. Kon-
ur koma frekar í ristilspeglun en karlar. Nauðsynlegt er að koma á skipulagðri
skimun hér á landi, segir Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir.
Á LAND-
SPÍTALANUM
Ásgerður
Sverrisdóttir
krabbameins-
læknir segir
nauðsynlegt
að koma á
skipulagðri
skimun fyrir
ristilkrabba-
meini fyrir 50
ára og eldri.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● Fyrir ristilspeglun þarf að hreinsa ristilinn með lyfjum eftir fyrirmælum
læknis.
● Gefin eru lyf fyrir rannsóknina sem verka bæði róandi og verkjastillandi.
● Við rannsóknina er legið á vinstri hlið. Langt sveigjanlegt speglunartæki
er sett upp í endaþarm og þrætt upp í ristilinn sem oft er langur og
bugðóttur. Til að koma tækinu þessa erfiðu leið þarf að dæla inn lofti.
Þetta veldur samdráttarverkjum og þrýstingi sem auðvelt er að ráða bót
á sé lækni sagt frá því.
● Rannsóknin tekur 30 til 60 mínútur eða lengur ef slímhúðarsepar eru
fjarlægðir.
Heimild: Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Hvernig fer ristilspeglun fram?
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
620 voru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna
árið 2013, en 392 voru í Félagi tón-
skálda og textahöfunda, 154 í Félagi
íslenskra tónlistarmanna og 70 í
Tónskáldafélagi Íslands.
Samtals voru því 1.226 manns í
þessum fjórum félögum þetta ár, og
hafði fjölgað lítillega frá árinu 2010
þegar 1.116 manns voru félagar í
þeim. Heimild: Hagstofa Íslands
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
UMHLEYPINGAR verða áfram á landinu. Það kólnar heldur í dag og má búast við
éljum sunnan og vestan til. Á morgun verður dálítil snjókoma eða slydda víða um land
og vaxandi vindur með slyddu eða rigningu á suðaustanverðu landinu síðdegis.
-2°
12
m/s
-1°
14
m/s
-1°
10
m/s
2°
12
m/s
Strekkingur
suðaustan-
lands og
vaxandi
vindur þar
um kvöldið.
Stormur
gengur
norðaustur
yfi r landið.
Gildistími korta er um hádegi
13°
28°
6°
13°
16°
6°
10°
8°
8°
21°
11°
19°
25°
13°
16°
9°
9°
9°
-1°
6
m/s
3°
5
m/s
1°
4
m/s
0°
6
m/s
-1°
8
m/s
-1°
10
m/s
-7°
7
m/s
0°
3°
-1°
-2°
3°
3°
2°
0°
0°
-2°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
7
-1
7
4
8
1
4
1
7
-1
6
0
C
1
4
1
7
-1
4
D
0
1
4
1
7
-1
3
9
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K