Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 18
 | 2 11. mars 2015 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 40,9% frá áramótum BANK NORDIC 15,0% í síðustu viku MESTA LÆKKUN EIMSKIP -2,5% frá áramótum VÍS -3,8% í síðustu viku 9 5 0 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS Icelandair Group – Aðalfundur FIMMTUDAGUR 12. MARS Össur Hf – Aðalfundur Tryggingamiðstöðin – Aðalfundur Vátryggingafélag Íslands - Aðal- fundur VÍB - Fundur um breytt skattaum- hverfi FÖSTUDAGUR 13. MARS Byggðastofnun – Ársuppgjör fyrir árið 2014 MÁNUDAGUR 16. MARS Hagstofan – Fiskafli í febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS Hagstofan – Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu VÍB - Fundur um öryggi fjárfesta Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Samtals söfnuðust um 205 millj- ónir króna í Mottumars á árunum 2010 til 2014, eða í fi mm söfnunum. Mest fékkst árið 2010 eða 50 millj- ónir króna. Árið 2011 fengust 39 milljónir og 2012 og 2013 fengust 36 milljónir. Í fyrra söfnuðust svo 43,5 milljónir króna. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins, segir að Mottu- mars sé svolítið sérstök söfnun. „Bleiki mánuðurinn er alþjóð- leg söfnun. Mottumars er okkar,“ segir Ragnheiður. Hún segir að Mottumarsátakið hafi farið fram í átta ár og það hafi tekið svolítinn tíma að koma söfnuninni í gang. „Það er svolítið erfi ðara að virkja fólk í Mottumars en í Bleika mán- uðinum. Það er sterkari hefð fyrir Bleika mánuðinum og svo eins og margir vita þá hafa konur meiri áhuga á að leggja svona verkefn- um lið,“ segir Ragnheiður. Þrátt fyrir þetta hafi gengið vel með Mottumars. „Á upphafsárunum þurfti að leggja svolítið mikinn kraft í að koma þessu af stað en núna siglir þetta áfram í góðum gír má segja,“ segir hún. Ragnheiður segir að í stórum dráttum megi segja að um það bil 50 prósent af söfnunarfénu í Mottumars renni til fræðslu- og árveknistarfa. „Til vísindarann- sókna eru því miður bara 10 pró- sent,“ segir Ragnheiður og bætir því við að 30 prósent renni til ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og mikla ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. „Við stefnum oftast að því að halda beinum kostnaði við Mottu- mars undir 10 prósentum,“ segir hún. Ragnheiður segir að af þeim 43 milljónum sem söfnuðust í fyrra hafi 27 milljónir safnast á áheitasíðunni. „Við stefnum að því að halda þessu svipuðu allavega og erum svo sem ekkert svartsýn á það. En erum alltaf bara þakk- lát fyrir það sem við fáum og miðum starfsemina við það sem við höfum í höndunum,“ segir Ragnheiður. jonhakon@frettabladid.is Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. HUGSAÐU UM EIGIN RASS Auglýsing Mottumars þetta árið hefur vakið mikla athygli. Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 115,00 10,6% 15,0% Eimskipafélag Íslands 231,00 -2,5% -1,3% Fjarskipti (Vodafone) 39,70 13,4% -1,0% Hagar 44,05 8,9% -1,0% HB Grandi 37,15 9,9% -0,8% Icelandair Group 22,10 3,3% 1,8% Marel 150,50 9,1% 1,0% N1 28,75 23,9% 5,1% Nýherji 7,30 40,9% 0,8% Reginn 14,85 9,6% 1,7% Sjóvá 13,55 13,4% 4,2% Tryggingamiðstöðin 28,25 7,4% 1,1% Vátryggingafélag Íslands 9,04 -0,1% -3,8% Össur 443,00 22,7% 4,2% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.394,27 6,4% 0,5% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 25,90 14,6% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. SEX OG HÁLFU ÁRI eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrota- búsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slita bú gömlu bankanna eru óupp- gerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. TALAÐ ER UM að afl étta fjármagns- höftum en ljóst er að þeim verður ekki afl étt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóð- irnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afl eiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóð- anna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars stað- ar en á Íslandi. SEÐLABANKINN hefur búið til hjá- leiðir fyrir sjóðina. Þannig var Ice- landair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjald- eyri og jafngilda því erlendri fjár- festingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóð- irnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfi ð í heild sinni verður að vera viðunandi. MEGNIÐ AF FJÁRFESTINGUM lífeyris- sjóðanna fer því inn á íslenska mark- aðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins var- lega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamark- aðar. Í HÖFTUM geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifi ngu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðar- hag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi , sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru mynt- svæði. RÍKISSTJÓRNIN vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dreg- ur úr lífskjörum fólks og skerð- ir afkomu fyrirtækja annarra en útfl utningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrir- tæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. SÉUM VIÐ ÍSLENDINGAR sáttir við að vera annars fl okks dugar krón- an okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta fl okk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki fl ókið. Fyrsti eða annar flokkur? 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 7 -3 4 E 8 1 4 1 7 -3 3 A C 1 4 1 7 -3 2 7 0 1 4 1 7 -3 1 3 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.