Fréttablaðið - 11.03.2015, Side 24
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Jónas Stefánsson, margmiðlunarfræðingur og leiðsögumaður, og unnusta hans Arna Benný Harðardóttir íþróttafræðingur elska að ferðast
og gera mikið af því. Nýlega fóru þau í „road-trip“
suður alla vesturströnd Bandaríkjanna og gistu
flestar nætur í bílnum sem þau voru með á leigu.
„Við gistum tvær nætur á hótelum, annars vorum
við bara í bílnum þannig að við vorum ekki bundin
af neinum gististöðum á ferð okkar sem var eins lít-
ið skipulögð og hægt var,“ segir Jónas. „Við vorum
búin að ákveða leiðina sem við ætluðum okkur að
fara en annað ekki. Við lentum í Seattle, keyrðum
svo eftir ströndinni til San Diego, fórum svo aðeins
inn í landið í gegnum Las Vegas og Utah og svo upp
eftir aftur til Seattle. Ef við höfðum mikið að skoða
þá keyrðum við styttra þann daginn en ef það var
minna að skoða þá keyrðum við lengra. Þetta var
sextán daga löng ferð sem var í alla staði frábær.“
Parið stundar jaðarsport af miklum krafti og
Jónas segir þau eiga allt of mikið af áhugamálum en
auk þess að vera á brettum af öllu tagi, vélsleðum
og mótorhjólum er Arna á kafi í fótbolta og Jónas á
skíðum. Þau hafa líka verið dugleg að ferðast sam-
an en þau fóru í lengri útgáfu af Bandaríkjaferðinni
þegar þau ferðuðust um Evrópu í bíl í þrjá mánuði.
„Síðustu vetur höfum við farið í skíðaferðir en núna
langaði okkur að gera eitthvað nýtt. Okkur langaði
að komast í sól og hita og geta sörfað þannig að
við ákváðum að skella okkur í þessa ferð. Við sáum
marga fallega staði og þegar við vorum komin syðst
í Kaliforníu þá reyndum við að komast eins mikið í
sjóinn og við gátum til að komast í góðar öldur.“
Jónas segir ekki hægt að nefna neitt eitt sem
hafi staðið upp úr í ferð þeirra en segir það hafa
verið magnað að keyra alla strandlengjuna. „Frá
Oregon niður að Kaliforníu var landslagið ótrúlega
fjölbreytt og það breyttist á klukkutíma fresti fyrir
framan okkur. Það var líka gaman að skoða borg-
irnar og þar stóð San Francisco upp úr sem falleg
og skemmtileg borg en Las Vegas er bara frum-
skógur út af fyrir sig. Að sjálfsögðu skoðuðum við
líka Miklagljúfur og svo hefðum við getað eytt miklu
meiri tíma í Utah en við gerðum því þar er mikið af
þjóðgörðum sem vert er að skoða. Við fórum í einn
slíkan, Arches National Park, sem er alveg fáránlega
flottur,“ segir Jónas greinilega hrifinn.
■ liljabjork@365.is
REYNA AÐ HAFA
GAMAN AF LÍFINU
GIST Í BÍLNUM Jónas Stefánsson og Arna Benný Harðardóttir keyrðu með-
fram vesturströnd Bandaríkjanna frá Seattle til San Diego og svo aftur til baka
með viðkomu í Las Vegas og Utah. Ferðin var eins lítið skipulögð og hægt var.
SÓLARLAG Í MIKLAGLJÚFRI Arna dáist að fegurð sólarlagsins
í gljúfrinu mikla í Arizona.
LOMBARD STREET Arna geysist niður götuna þekktu í San
Francisco á hjólabretti.
Á BRETTINU Jónas tekur mikið af flottum myndum og notar þá
bæði GoPro- og Canon-vélar frá Pedromyndum á Akureyri.
FRELSI Brunað í gegnum eyðimörkina. Jónas og Arna grípa í
brettin við hvert tækifæri.
Á STRÖNDINNI
Þau Jónas og
Arna stunda
allar tegundir
brettaiðkunar. Í
Kaliforníu reyndu
þau að komast
sem mest í sjó-
inn á brimbretti.
AÐSENDAR MYNDIR
Þórunn G. Þórarinsdóttir heilsuráðgjafi hefur náð betri heilsu með notkun
Bio-Kult Original. „Forsagan
er þannig að ég var mjög veik
í mörg ár. Ég ákvað að taka
málin í mínar hendur og breytti
mataræðinu alveg en náði samt
ekki alveg fullri heilsu. Ég hóf
þá að kynna mér hvað góðir
gerlar geta gert fyrir heilsuna.
Ég fann eftir mikla leit á netinu
og víðar að sennilega vantaði
mig einn ákveðinn geril í melt-
ingarflóruna en það er svokall-
aður jarðargerill (e. bacillus
subtillis). Ég fór að leita að lif-
andi gerlablöndum hér á landi
sem innihalda þennan geril en
það virtist ekki vera í neinu
nema Bio-Kult Original-vörunni.
Ég ákvað að prófa, og viti menn,
það varð
algjör um-
bylting á
heilsunni
hjá mér!“
BIO-KULT
FYRIR
ALLA
Innihald
Bio-Kult
Original
er öflug
blanda af
vinveittum
gerlum
sem
styrkja
þarmaflór-
una. Bio-
Kult Original hentar vel
fyrir alla, einnig fyrir
barnshafandi konur,
mjólkandi mæður
og börn. Fólk með
mjólkur- og soja-
óþol má nota
vörurnar. Mælt
er með Bio-
Kult í bókinni
Meltingar-
vegurinn og
geðheilsa
eftir Dr.
Natasha
Camp-
bell-
McBride.
UMBYLTING Á HEILSU
ICECARE KYNNIR Bio-Kult Original er öflug
blanda vinveittra gerla sem styrkja þarmaflór-
una. Þórunn G. Þórarins dóttir mælir með Bio-
Kult Original enda hefur heilsa hennar batnað
mikið eftir að hún hóf notkun á því.
MIKIL HEILSUBÓT Þórunn G. Þórarins-
dóttir heilsuráðgjafi byggir meðmæli sín
með Bio-Kult Original á eigin reynslu.
MYND/GVA
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
7
-0
8
7
8
1
4
1
7
-0
7
3
C
1
4
1
7
-0
6
0
0
1
4
1
7
-0
4
C
4
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K