Fréttablaðið - 11.03.2015, Side 27
7 | 11. mars 2015 | miðvikudagur
Sævar sér fyrir sér að klasinn
geti hjálpað til við að vinna hug-
myndir áfram þannig að það verði
rekstrarforsenda fyrir þeim og þær
endi ekki bara sem hugmyndir á
blaði sem ekkert er gert við. „Þarna
er virkilega tækifæri til staðar en
það vantar herslumuninn og klasinn
getur gert mikið gagn í þessu sam-
hengi,“ segir hann.
Kristín bendir á að stærstur hluti
af fyrirtækjum í ferðaþjónustu
séu lítil fyrirtæki, jafnvel örfyrir-
tæki með innan við tíu starfsmenn.
„Þessi fyrirtæki sem eru á fullu
allt árið við að þjónusta ferðamenn
og undirbúa næsta tímabil, þau
hafa ekki eins mikil tækifæri og
þau fyrir tæki sem eru stærri eða
stærst á höfuðborgarsvæðinu til að
ná stuðningi við það að hrinda hug-
myndum sínum í framkvæmd.
Þau vantar stuðningsnetið sem er
í ferðaþjónustuklasanum til að koma
hugmyndum sínum á næsta stig og
það er það sem klasinn ætlar að
beita sér fyrir,“ segir Kristín.
Myndi klasinn þá kannski stuðla
að samvinnu í markaðssetningu og
fl eiri slíkum verkefnum?
Rósbjörg bendir á að á þróunar-
tímanum hafi klasinn unnið með
markaðsstofu Suðurlands að ákveð-
inni greiningu markhópa sem það
svæði gæti einblínt betur á. „Þau
hafa tekið þá vinnu lengra og nýtt
hana til frekari stefnumörkunar og
til að draga fram þær áherslur sem
þeir vilja fókusa á. Slík vinna bygg-
ir á samstarfi við þá þjónustuaðila
sem eru á svæðinu,“ segir Rósbjörg.
Þetta sé ekki síst það sem skipti
máli, að reyna að draga saman ólíka
aðila til þess að vinna saman. „Það
á sérstaklega við úti á landi. Það er
það sem þarf sérstaklega að höfða
til, að styðja við landshlutana og
vinna með landshlutunum að frek-
ari uppbyggingu í nýsköpun, þjón-
ustu og afþreyingu á svæðunum,“
segir Rósbjörg.
Sævar segir að þegar hugmynd-
ir verði orðnar framkvæmanlegar
þá geti hagsmunaaðilar tekið þær
yfi r og unnið þær áfram. Klasinn
ætli ekki að fara að reka markaðs-
setningu eða verða starfandi ferða-
þjónustufyrirtæki heldur koma hug-
myndum á það stig að það sé hægt
að fara að vinna með þær.
Kristín segir að klasinn sé líka
mikilvægur vettvangur fyrir
umræðu um aðrar afl eiðingar af
ferðaþjónustunni sem eru ekki í
umræðunni dagsdaglega. Hún bend-
ir á að reglulega séu gerðar spár
varðandi þróun ferðaþjónustunn-
ar, til dæmis um fjölda ferðamanna
og gjaldeyristekjur. Tölurnar séu
sennilegast vanmetnar vegna þess
að það er svo mikið af afl eiddum
störfum og þjónustu í þjóðfélaginu
sem ekki teljist til ferðaþjónustu.
Þarna njóti verslun og þjónusta góðs
af. „En það þarf líka að skoða aðra
vinkla, eins og aukið álag á vega-
kerfi ð og aukið álag á heilbrigðis-
kerfi ð. Sá fjöldi ferðamanna sem
kemur hingað hefur mikil áhrif á
innviði samfélagsins,“ segir Kristín.
Sævar tekur undir þetta og segir
að aukinn fjöldi ferðamanna hafi
mikil áhrif á náttúruna og fl eira.
„Þetta er ný staða sem við stönd-
um frammi fyrir,“ segir hann.
Hann telur að klasinn eigi ekki að
taka þátt í hversdagslegri eða póli-
tískri umræðu um málefni á borð
við náttúrupassa. „En aftur á móti
gæti klasinn miðlað staðreyndum
um hin ýmsu málefni er varða upp-
byggingu greinarinnar. Klasinn á
að vera sjálfstæður og hafi nn yfi r
dægur þras,“ segir Sævar.
BEINIR HAGSMUNAAÐILAR
OPINBERIR AÐILAR OG STOÐÞJÓNUSTA ÓBEINIR HAGSMUNAAÐILAR
FASTEIGNASALA
STOFNUÐ 19 8 4 GRUNNUR AÐ GÓÐU LÍFI 535 1000STAKFELL.IS
STAKFELL–STÓREIGN EHF. FASTEIGNASALA SKÚLATÚNI 2 105 RVK Stakfell.is stakfell@stakfell.is
Frábær staðsetning og næg bílastæði.
Hægt er að leigja einungis hluta af rýminu.
Fallegt húsnæði með svölum allan hringinn,
mötuneytisaðstaða til
fyrirmyndar, góðar skrifstofur
og opið rými.
Stærð getur verið frá 500 fermetrum og
uppí rúma 1500 fermetra.
Pláss er fyrir allt að 100 starfsmenn á
hæðinni.
Húsnæðið býður uppá mikla möguleika í
uppstillingu á vinnustöðvum,
bæði í opnum rýmum og skrifstofum.
Hægt er að fá húsnæðið leigt með
húsgögnum.
Húsnæðið er laust fljótlega.
Nánari upplýsingar gefur
Einar S. Valdimarsson
í síma 840 0314/ eða
í e-mail einar@stakfell.is
TIL LEIGU MJÖG GOTT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Á EFSTU HÆÐ VIÐ BÍLDSHÖFÐA 20
STÓRGLÆSILEGT ÚTSÝNI
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
7
-1
C
3
8
1
4
1
7
-1
A
F
C
1
4
1
7
-1
9
C
0
1
4
1
7
-1
8
8
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K